Frækorn - 01.06.1901, Page 4
84
F E Æ K 0 R N.
er var hirðstjóri Kandase Etíópíu-
drottnignar. Maður þessi sat í vagni
sínum og var að lesa spádómsbók
Esajasar. Hann var guðhræddur
heiðingi, en hafði aldrei heyrt boð-
skapinn um dauða og upprisu Jesú
Krists. Hann bað Filippus að setj-
ast í vagninn hjá sér og fékk nú
fræðslu um Krist — um trúna og
skímina, sem hann einnig gæti öðl-
azt og sem gæti leitt hann til guðs
ríkis.
En sem þeir fóru áíram veginn,
komu þeir að vatni nokkru; þá mælti
geldingurinn: „Sjá vatnið; hvað haml-
ar mér að láta skírast?" [[En Filippus
sagði: „Ef þú trúir af öllu þínu hjarta,
getur þú hlotið skírnina. “ En hann
svaraði og sagði: „Eg trúi því, að
Jesús Kristur sé sonur Guðs.“* Og
hann bauð að stöðva vagninn, og
stigu þeir báðir niður í vatnið, Fil-
ippus og geldingurinn, og Filippus
skírði hann. En þá er þeir voru
stignir upp úr vatninu, greip andi
Drottins Filippus burt, og gelding-
urinn sá hann ekki framar" (Pgj. 8,
36—39).
Frásaga þessi sýnir oss það sama
og hinar aðrar, að sömu reglunni
var allt af fylgt. Þjónn Drottins flutti
fagnaðarboðskapinn, ög sá, sem veitti
honum móttöku með trúuðu hjarta,
var skírður. Skímin fór fram á þann
*) Orðiu frá [ standa ekki í brezku
biblíuþýðingunni.
hátt, að báðir stigu niður í vatnið,
og Filippus skírði hirðstjórann, þegar
hann hafði gjört þá játningu, að hann
tryði á Guðs son. Það, að hann
skírði hann, þýðir, að hann dýfði
honum niður í vatnið og lyfti honum
upp úr því aftur í nafni Guðs föður,
sonar og heilags anda. Að því búnu
stigu þeir báðir upp úr vatninu og
héldu leiðar sinnar. I'etta var kristi-
leg skirn, og af þessari frásögn lær-
um vér, hverja eigi að skíra og
hvernig eigi að skíra; og biblían nefn-
ir ekki aðra skírnaraðferð.
„Gott má af góðum hljóta.“
Hinn frægi danski málari C. var
orðlagt góðmenni og hjálpvættur allra
bágstaddra, sem hann náði til, eink-
um lét hann sér þó annt um mun-
aðarlaus ungmenni, sem enginn hirti
um. Kallaði hann það sem oftast á
valdi annara manna, að gjöra úr þeim
góða og nýta menn. Hann var líka
stórauðugur maður, og gat því látið
til sín taka í því efni. Sparaði hann
það og ekki, og áttu margir honum
gæfu sína að þakka.
Einu sinni sem oftar var hann á
ferð og gisti í gestgjafahúsi nokkru.
Þar komst hann í tal við ungan mála-
flutningsmann, sem sagðist vera á leið
til R. Sér hefði verið falið að verja
sakamál fyrir unglingsmann, sem