Frækorn - 01.06.1901, Page 7

Frækorn - 01.06.1901, Page 7
FRÆKOKN. 87 snemma að fyrirlíta mig. Og þegar þau fundu upp á einhverju, sem ekki átti að vera, var það sjaldnar og sjaldnar sem eg gat haft þau aftur af því. Þau komust t. d. upp á það, að ná sykri og öðru sælgæti frá móður sinni. Þau gjöiðu það, hvað sem eg sagði, og hótuðu að sjá um, að eg yrði flengdur, ef eg segði frá því. Eg sá minn kost beztan að þegja, og þá vildu þau vera góð við mig og gefa mér með sór. En þegar móðir þeirra sá, að eitthvað var horf- ið, og spurði þau um það, kenndu þau mér æfinlega um, og var þá ekki að efast um, hvað eftir fylgdi. Yið þetta hlaut eg að búa þangað til egvar 16 ára. Hafði eg þá tekið meiri fram- förum en von var á eftir meðferðinni, sem eg varð fyrir. En eftir því sem lengur leið og eg þroskaðist meira, sá eg æ betur, hve illa og ómaklega var með mig farið. (Framh.) ^índvalta. 0, blessað tungl, þitt blys er skært á bláu hveli nætur. Mér þreyttum eigi verður vært; eg vaki, hjartað — grætur. 0, lát hinn gullna geisla þinn mitt grátið þerra hjarta, sem sólin döggvot sáðlöndin um sumarmorgna bjarta. 0, kom þú nú í húmi hljótt að hvílurúmi mínu og lýstu mér um langa nótt með ljósi glöðu þínu. Og glit þitt breið í brjóst mitt inn að blóðgum hjartasárum svo þvæ eg tár af þrútnri kinn í þínum geisla bárum. Jón Jónsson. Prestvígsla fór fram í dómkirkj- unni á uppstigningardag, og var vígð- ur til prests að Hjaltastað cand. theol. Vigfús Þórðarson. Á undan vígslu- athöfninni prédikaði sóra Jón Helga- son. — Vígsluræða biskupsins var út af 2. Kor. 3, 1.—5. Talaði hann að mörgu leyti vel, og tók það rétti- lega fram, að fyrir Guði gilda ekki ytri athafnir og siðir, og að menn verða ekki frelsaðir með því, að hlýðn- ast í því ytra setningum eins og þessari: „fú skalt ekki snerta, ekki smakka, ekki taka á.“ —Einu gleymdi hann samt algjörlega, og það líklega a.f því, að það lá alit of nærri: hann gleymdi því, að þessi prestvígslu-cere- mónía (eins og margar aðrar athafn- ir þjóðkirkjunnar) er einmitt algjör- lega gagnstæð þessum orðum ritn- ingarinnar, og verri „þjóna bókstafs- ins“ en þjóðkirkjuprestana er ekki unnt að hugsa sér, ef maður sleppir kaþólskunni. Ef prestarnir bregða út af „handbókinni", þá vei þeim! Ef þeir snúast ekki á lögskipaðan hátt í kirkjunni við guðsþjónustuna, þá ligg- ur hegning við. — „Drottinn er andi,

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.