Frækorn - 01.06.1901, Qupperneq 8
88
FRÆKORN.
en þar sem hans andi er, þar er
frelsi." Og víst er um það, að því
meir sem kirkjan hefur af þessum
bókstafsþrældómi, því minna hefur
hún af guðs anda, anda frelsisins. —
Eftir vígsluna prédikaði hinn nývígði
prestur, og sagðist honum margt vel.
Eitt þótti oss þó einkennilegt, til þess
að segja ekki óviðfelldið: Hann á-
minnti menn um að kasta ekki trúnni
á eilífa útskúfun, þótt sagt hafi verið
og telja megi alkunnugt, að einmitt
margir prestar á íslandi í tali við
menn utan kirkju játast trúa ekki
á hana. Og meðan svona stendur á,
mun það htið gagna, þótt þeir „á
stólnum" við og við í þessu efni
hangi í „bókstafnum", prédika hana
samt að eins af því, að játningarrit
kirkjunnar heimti það af þeim. Þeir
prestar eru auðvitað til, sem sjálfir
trúa einlæglega á eilífa útskúfun, og
vér höfum enga ástæðu til að ætla,
að séra Vigfús hafi talað á móti sinni
nanfæringu.
Hitt og þetta.
Elnn kaupandi Frækorna skrifar oss meðal
annars með síðasta pósti:
„Eg hef lesið rit yðar, bæði Frækorn
og smáritin, og sum þeirra oft. Eg hef
haft sannarlega bæði gagn og ánægju af
að lesa þau. Þau hafa styrkt hina barns-
legu trú á Frelsara minn í hjarta mínu,
sem mér var innrætt á æskuárunum og
uppörvað mig til að elska guðsorð og
bera lotningu fyrir því, og þau hafa opn-
að augu mín fyrir mörgu, sem eg áður
hvorki hugsaði um né þekkti.“
Slík bréf, sem vér höfum fengið frá fleir-
um, gleðja oss og uppörva til að gjöra allt,
sem í voru valdi stendur, til þess að
„Frækorn11 framvegis mætti „styrkja hina
barnslegu trú á frel«arann“, „uppörva
menn til að elska guðsorð og hera lotn-
ingu fyrir því“, og vér leyfum oss að biðja
alla góða menn og konur, sem skilja stefnu
og tilgang blaðs vors, og eru því hlynntir,
að hjálpa oss eftir megni, með þvi að
útvega blaðinu góða útsölumenn og kaup-
endur. Eftir því, sem kaupandatalan
eykst, munum vér geta gjört blaðið betur
og betur úr garði.
WÝ BÓK!
Einar Blagnússon: Fráhvarfið frá hin-
um sanna kristindómi og rétt afturhvarf.
64 bls. í kápu, 50 au.. Fæst hjá höf. og
í Pósthússtræti 16, Reykjavík.
„19. ÖLDIN—YFIRLIT.“ Myndin, sem
fylgdi 9. thl. Frækorna, selzt sér, og
verður send með pósti til allra, sem senda
til útg. 30 au. í frímerkjum. Utsölumenn
fá venjuleg sölulaun. Sendið pantanir
sem fyrst til D. östlund, Pósthússtræti
16, Rvík.
FRÆKOEN
koma út h. 1. og 15. í hverjum mánuði,
kosta hér á landi 1 kr. 50 au., i Vest-
urheimi 60 cents. Borgist fyrir 1. okt.
Ursögn ógild nema komin sé til útg. fyrir
1. okt. og úrsegjandi sé skuldlaus fyrir
blaðið.
Afgreiðsla hlaðsins er í Pósthússtræti
16, Reykjavík.
ÚTG. OG ÁBYR&BABM,: DAVID 0STLUNI)
ALDAB-PRENTSMIBJA.