Frækorn - 24.12.1901, Blaðsíða 2

Frækorn - 24.12.1901, Blaðsíða 2
2 F R Æ K 0 R N . < V E T U R . ETUR cr í veröld. — — Vetur, hvaðan komstu, sem tókst sál (rá blómum, sem tókst kraft frá strái, -sem lést sólu víkja, sem lést skugga ríkja yfir öllu hér ? Lífsins Ijós frá himni lýsti þó um veröld, lýstl' líf í blómin, lýsti kraft í stiáin, veturinn lét víkja, vonár sólu ríkja aftur, aftur hér. Vetur er í veröld, vetur manns ( sálu. — — Hver Iét hjartað syrgja ? Hver lét blóm þess fölna ? Hvcr lét von þess víkja, vonlaust mytkur ríkja yfir öllu hér? Farið er hið fyrra, farið, gleymt í Ijósi. »Drottins öll sé dýrðin.« Drottins ljósið sigrar. Trúum: Vonska víki, von og elska ríki aftur, aftur hér. D. Ö Hann mun koma aftur. iblían, sem vitnar um hinn mikilvæga sannleika, að 1-1/ Kristur, guðs einkason, gerðist maður, ber 'eins greinilega vott um það, j u að hinn sami frelsari muni / koma aftur til jarðar vorr- ar. Hinir mestu og mikil- vægustu viðburðir, sem um er talað i hinu guðinnblásna orði, eru koma Krjsts í lítillæti og endurkoma hans í veldi og dýrð. »Orðið varð hold og bjó með Oss«, til þess að geta orðið »guð með oss« (Jóh. i, 14; Matt. 1,23). En »í annað sinn mun hann birtast« til þess að taka oss til sín, til húss föður síns, svo að v é r verðum með guði (Jóh. 14,3; 17, 24.) Hve mikillega ætti ekki »hin útvalda þjóð« að hafa þráð tilkömu lausnarans! En gerði hún það ? Orðiðvitnar: »Hann kom til sinna, og hans eigin meðtóku hann ekki.« (Jóh. 1, 11.) En því með- tóku þeir I ann ekki. Kristur sagði sjálfur við þá: »Þér villist með því þér skiljið ekki riminguna |né mátt guðs.« (Matt. 22, 29.) I.átum oss læra af þessu að rannsaka orðið með bæn til guðs um að skilja það í ritningunni, sem snertir hina síð- ari tilkomu Krists. Og þótt vér ekki get- um vitað dag r.é stund fyrir tilkomu hans, þá getum vér samt vitað, að koma hans færist nær með hverri líðandi stundu. Og enn fremur bendir guðs orð á mörg tákn, sem verða mundu til merkis um nálægð hins mikla dags. Og um þessi tákn segir Kristur sjálfur: »Nær þér sjáið allt þetta, þá vitið, að hann er í nánd og fyrir dyrum.« (Matt. 24, 33.)

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.