Frækorn - 15.01.1902, Side 2
2
að hafa bót fyrir kvöl sína, sem að eins
uppheimurinn getur veitt.
En þar hlýtur heilsuvatnið að finnast.
Er það þar ekki, þá erum vér vigðir
til dauðans, til þess að verða bitnir til
bana af hinum hræðilegu eiturdrekum,
sem vér allir þekkjum í huganum, bitnir
til bana af öllu því, sem bítur í blað
lífsins.
Og með mæðu og ótta haf'i mennirn-
ir leitast við að sækja sér þetta lífsins
vatn, sem þeir vissu að væri til. Lít-
um vér aftur á líf mannkynsins, þá sjá-
um vér ljóst, að sársaukinn hefur verið
ómetanlega mikill, en vonin um góð úr-
slit enn þá meiri. Ætíð hafa þeir verið
að leita eftir þvís, em gæti fullnægt öll-
um sælukröfum og borið þá gegnum
sút og mæðu, já borið þá gegnum hið
hræðilegasta af öllu, gegnum dauðann,
svo hann gæti orðið breyítur í lít'. Hin
dýpsta spurning, er mannheimurinn hefur
leytast við að leysa, er hin gamla og
ætíð nýja spurning: Elvað getum við
gjört til þess að íullnægja þrá vorri eft-
ir óendanlegri sælu? Hvernig getum vér
losað oss við það, sem tærir og þvíngar?
Hvernig getum vér komist undan dauð-
anum? Hvar er upphaf lífsins, að vér
getum fundið það, og hnýtt líf vort við
það ?
Hvar er uppspretta lífsins, að vér get-
um drukkið af vatninu og fengið heilsu-
bót ?
Þegar fornöldin hafði reynt allar
hugsanlegar lífsuppsprettur, og ekkert
fundið til að slökkva þorsta sinn með,
þá gengur hörmungar óp gegnum hjört-
Un. En þá kemur Kristur, þá er tíminn
fullkominn, þá voru hjörtun opin. Og
orð hans féllu sem dögg í þurrra jörð,
sem regn á vori; hann reisti hið brotna
strá, hann blés eld í hinar slokknandi
glæður. Hinir mæddu komu til hans, og
fengu kraft, þeir sem syrgðu komu og
urðu glaðir, hinir fátæku komu og urðu
n'kir, hinir sjúku komu og fengu heilsu-
bót. Sjálfur var hann heilsubótin, sjálf-
ur var hann lífið, hið sanna lífsins vatn.
L. Eskeland.
— Ef nokkurn.-þyrstir, há komi sá til mín
og drekki.—Kristur.
Þrefalt próf.
María kom heim og kallaði á móður
sína. Hún kom.
»Mamma,« sagði hún, »eg heyiðinokk-
uð óttalegt um Karen Jónsdóttur í dag.
Eg hélt ekki að hún gæti verið svona
vönd í sér; — en —.«
»Bíddu svolítið!« sagði móðurin. »Lát-
um okkur gæta að, hvort þessi saga þín
getur staðist þrefalt próf.«
»Hvað meinar þú?«
»Fyrst: Er sagan sönn?«
»Það held eg hún sé. Það var vin-
stúlka Karenar sem sagði mér hana,«
»Sýnir hún vináttu sína með því að
segja frá því, að vinstúika hennar hafi
verið vond ? En í öðru lagi: Er það
rétt að segja fleirum frá því ?
»Það het eg ekki hugsað ut í; en eg
er hrædd um, að það sé ekki alveg rétt.
Að minnsta kosti mundi mér ekki líka, ef
það væri sagt um mig.«
»Og í þriðja lagi: »Er það nauðsynlegt
að segja frá því?«
»Nei, það er það ekki.«
»Þá, barn mitt, þegar það er hvorki
rétt eða nauðsyniegt að segja frá einhverju
illu, þá ætti maður alltaf að þegja.«
Kossar eru langt frá því að vera
saklausir, fleiri næmir sjukdómar geta
yfirfærst með þeim. Lungnatæring er
einn af þessum sjúkdómum.
Friskur maður getur fengið tæringu
með því að kyssa veikan. Hinn almenni
kossasiður ætti eftir þessu að takmark-
ast jmög, ef ekki að afleggjast alveg.
Sérstaklega biðjum vér fyrir börnunum.
Gætið að því, hverjir kyssa þau. Enskt
blað segirsvofrá: Barn, er hafði skarlats-
sótt (sem á ýmsum stöðum í útlandinu
er skæðari en á Islandi), sendi, meðan
það var veikt, koss í bréfi til annars barns.
Barnið svaraði kossinum með því að
kyssa bréfið aftur; það fékk rétt á eftir
skarlatssótt og dó. Slíkt er auðvitað
sjaldgæft, en ef sjúkdómar geta yfirfærst
á þennan hátt, hve miklu léttara getur
það þá ekki gengið, ef sjúkur maður
kyssir annan.