Frækorn - 15.01.1902, Síða 7
1
Fréttabálkur.
o
Heiðursgiöf til Georg Brandes. Prófess-
orarnir við danska háskólann hafa snúið
sér til stjórnarinnar með beiðni um, að veittar
yrði Georg Brandes 5000-6000 kr. árlega
sem heiðursgjöf; og mun útiit vera fyrir því,
að það verði samþykkt. Menntamálaráðgjaf-
inn sagði við prófessorana, að hann ætlaði að
leitast við að koma máli þeirra fram.
Þing: Dana hefur samþykkt að kaupa fall-
byssur fyrir 5,000,000 króna.
Tóbakstoilur. Norska stórþingið hefur
hækkað tóbakstollinn svo mjög, að ætlast er
til, að landssjóður framvegis hafi um 10,000
kr. meiri tekjur ádega af innflmningi tóbaks.
Oscar, konungur Norðmanna og Svía, ásamt
drottningu, krónprins og krónprinssessu, var
í Kristjaníu um jólin.
Allsherjarstiórn sociaiista (jafnaðarmanna)
stakk nýlega upp á að í öllum löndum, þar sem
einn jafnaðarmaður situr í þingi, geri hann
fyrirspurn til stjórnarinnar um, hvað hún
ætlar að gera í tilefni af þeim mörgu brotum,
sem Englendingar hafa gert sig seka í gagn-
vartþeim samningi, sem England undirritaði
á friðarstefnunni í Haag viðvíkjandi stríði.
í þeim löndum, þar sem enginn jafnaðarmað-
ur situr á þingi, á að halda fundi.
Bænarskrá til Játvarðar Engrlakonungrs
hafa 7 biskupar og 7000 prestsr í Buda-Pest
sent um það að hann bindi enda á stríðið
milli Englendinga og Búa
Christian de Wet, hinn þrautseigi og
duglegi hershöfðingi Búa, hefur ritað bréf til
konu í Genf, og hefur hún sent það hollenzku
blaði; þannig er það komið á prcnt. De Wet
segir meðal annars:
»Guð einn veit, hvenær stríðið mun enda.
Mínir menn og eg erum fullráðnir í að bérj-
ast til hins ýtrasta. Af blöðum, sem þér haf-
ið sent mér, sé eg, að báðir málspartar eru
að kvarta um það, að fangfrnir verða fyrir
illri méðferð. I’ér skuluð eigi trúa þessum
sögum, þær eru falskar. Báðir málspartar
(Englendingar og Búar) sýna föngunum svo
mikla velvild, sem atvikin í augnablikinu leyfa.
Vér höfum allt, sem vér þurfum til okkar
lítilla nauðþurfta, þar sem við höfum tekið
allmikil herföng. Hestar vorir líða samttals-
vert á hinurn löngu ferðum, sem oft taka 10-
12 klukkustundir í einu. Guð hefur kosið
mig til þess að leiða bræður mína út í stríð-
ið, og eg mun halda út tíl hins ýtrasta«.
Hollenzka blaðið bætirvið: »Hvilíkur mun-
ur er það ekki á því, hvernig De Wet talar
um Englendingana og hvernig Englendingar
tala um Búa. Enskir ráðgjafar og ensk blöð
tala stöðuglega um Búana eins og ræningja
og ræfla: De Wet segir: »Báðir málspart-
arf ara svo vel með fangana sem þeir geta «
De Wet synir í bréfi sínu stærri sanna
menntun, en hinir drottnandi herrarEnglands
nokkurn tíma virðist hafa átt til«.
»De Wet dauður,« var boðskapurinn, sem
Englendingar fyrir skömmu gáfu út. Búum
til hamingju var það samt ekki satt. De Wet
hefur allt til þessa verið sístarfandi, og hann
gerir sér vonir um sigur nú betur en fyr,
segja síðastkomin blöð.
Ríkissjóður Bandaríkjanna hefur aldrei
verið auðugri én við lok síðasta reikningsárs.
Tekjurnar 587,685,337 dollars, en útgjöldin
voru 509,967,353 dollars. Upphæð sú, sem
fvrir lá í sjóðnum 31 okt. síðastl., var 543,822,-
849 og er það mesta, sem nokkurntima hef-
ur verið í honum,
Rosevelt, nýiforsetinn í Bandaríkjunum, ætl-
ar að leggja fyrir þing Bandaríkja frumvarp
til laga móti hinum almennu »trusts« (einok-
unarbandalögum), framvarp til laga um tak-
mörkun á innflutningi fri ö'rum löndum, og
enn fremur frumvarp til laga um að stækka
herskipaflota ríkjanna, svo hann verði stærri
en allir aðrir herskipaflotar að undanteknum
Englands.
Hlutavelta (lotteri). Á yfirstandandi stór-
þingi í Noregi hefur komið t'ram frumvarp til
laga um stofnun. rikishlutaveltu fyrir Norcg.
Hið norðlæ?a sesculskaut. Ungur Kristj-
aníumaður, hr. Roald Amundsen, scm var með
í hinni belgisku suðurneimsskautaferð 1867 —
69, hefur keypt sér skip í Tromsö, »Gjöa«, og
ætlar sér með því skipi út í könnunarfarð til
þess að finna hið norðlega segulsksut. Árið
1831 var þetta fundið, fyrir norðan meginland
Ameríku, af hinum fræga norðurskautsfara
JamesRoss; en ástæða er að ætla, að það síð-
an á þeim tíma hati færst eitthvað. Og til
þess að kanna það ætlar herra Roald Amund-
sen að ferðast.
Ofseint hefur blað vort verið sent út með
síðustu póstum. Petta stafar af því, að eig-
andi Aldarprentsmiðju í Reykjavík hefur eigi
að öllu Ieyti getað fullnægt samningi þeim,
er útg. Fræk. gerði við hann, áður en hann
flutti frá Rvík, víðvíkjandi prentun blaðs ns ;
og kemur þefta að líkindum af of miklu ann-
ríki í Aldarprentsmiðju. Háttvirtir lesendur
blaðsins eru beðnir um að afsaka þennan drátt.
Framvegis mun blaðið verða prentað t eigin
prentsmiðja útg., og vonast hann, að blaðið
muni geta komið út reglulega.