Frækorn - 16.04.1902, Page 2
42
Júda ætt, þingað til á dögum Agústusar
Rómverjakeisara. f* á var stjórnarvaldið
veitt útle ídingnum Heródesi, og var
faðir hans Edómiti, en móðir hans frá
Arabíu. Veldisspíran var farin frá Júda.
Og hvað gerðist á þeim tíma ? Kæru
vinir, þér getið sjálfir lesið það í nvju
testamentinu. Siio, friðarhöfðinginn og
frelsarinn, kom. Og ástæðu hafði hann
til að segja við Gyðingana, sem ekki
meðtóku hann: »Ef þér tryðuð Móses,
þá tryðuð þér og mér, því hann hefur
skrifað um mig.« Jóh. 5, 46.
Enn nákvæmar var frá sagt um komu
hans. Einmitt árið, þegar hann skyldi
byrja starf sitt, var áður tiltekið. Eg
vil í því tilliti benda á nokkur orð í Dan.
9- 25 :
»Frá þeim tíma, að sú skipun útgengur,
að Jerúsalemsborg skuli uppreist og bvggð
verða, og allt til þess smurða, til höfð-
ingjans, eru sjö sjöundir og tvær og
sextíu sjöundir (ára).«
t’egar þessi spádómur var gefinn, lá
Jerúsalem í eyði, frá þeim tíma, er Nebu-
kadnezar I5abyloníukonungur lagði borg-
ina undir sig.
Tíminn, sem spádómurinn t 1 tekur, er
til samans 69 sinnum 7 ár, þ. e. 483 ár,
sem ættu að ná til hins smurða, eða til
Krists.
Frá hvaða tímabili ætti að reikna þenn-
an tímar
það er nákvæmlega til tekið í þessum
orðum spádómsins: »—Frá þeim tíma,
að sú skipun út gengur, að Jerusalems-
borg skuli uppreist og byggð verða.«
Fn sú skipun var gefin af Artaxerxesi
Persakonungi árið 457 f. Kr.
Kristur var smurður við skírn sína,
sbr. Postg. IO, 38.
En hann var skfrður árið 26—27,
samkvæmt vorum tímareikningi. t’að
voru því útrunnin við skfrn hans:
457 ár f. Kr og
26 - e. Kr., eða
alls 483 ár 69 sjöundir ára.
Og guðspjallamaðurinn Markus scgir
svoleðis frá um byrjun starfsemis hans:
»Jesús veik í Galilealand og flutti þar
gleðiboðskapinn um guðs ríki og sagði :
»Tíminn er kominn, og guðs riki er
nálægt; takið sinnaskifti og trúið evange-
líó.« Mark. 1, 14, 15.
Og þannig er einnig margt annað ná-
kvæmlega sagt fyrir í gamla testamentinu
um frelsarann. t’ar er spáð, að hann
skyldi fæðast af mey (Es. 7, 14.); að
hann skyldi fæðast í Bethlehem (Mika 5,
1); um flótta Jósqps og Maríu með hann
til Egyptalands (Hós. II, 1); um verk
hans og kenning (Es. 61, 1 —3.) ; um pínu
hans og dauða (Es. 53.); um smáatriði
í píslarsögu hans, t. d. að ldæðum hans
skyldi skift og hlutkesti kastað um fat
hans (Sálm. Dav. 22, 19) og að honum
mundi vera rétt gall og edilc að drekka
(Sálm. 69, 22.); orð hans á krossinum
(Sálm.22, 1.); spáð er um upprísu h?ns og
himnaför (Sálm 16.) o. s. frv.
Og allt rættist. Varla finnast önnur
orðatiltök oftar í guðspjöllunum en þessi:
»Og allt þetta skeði, svo að rættist
það, sem dróttinn mælti fyrir munn spá-
mannsins* o. s. frv.
Ritningin hefur fjölrnarga aðra spá-
dóma að geyma. Flestir eru framkomnir,
en nokkrir eru enn óuppfylltir; eru
það sérlega þeir, sem vitna um hina
síðari tilkomu Krist og enda veraldár,
og með uppfyllingu hinna fyrri spádómá
ritningarinnar fyrir augum vorum getum
vér ekki efast um framkomu hinna síðari.
— »ÖII ritning er innblásin af guði.«
Þættir úr uppeldissögunni.
III. John Locke.
(1632 — 1704.)
Hann var enskur læknir. íJað, sem Baco
hafði sagt í fullri alvöru og Montaigne í
gamni, tók John Locke upp að rýju til
heimspekilegrar yfirvegunar.
Bók hans heitir: »Hugleiðingar um
uppeldi barna«. Einkunnarorð bókarinn-
ar eru þessi orð : »Heilbrigð sál í heil-
brigðum líkama« (Juvenal,. það vill hann
láta vera endimark uppeldisins.
Hann segir meðal annars:
»Eg þori að fullyrða, að níu tfundu
hlutar af öllum þeim, sem vér mætum á
lífsleiðinni, eru orðnir það, sem þeir eru,
góðir eða vondir, nytsamir menn eða