Frækorn - 16.04.1902, Qupperneq 4
44
Ekkert athvarf heima.
— o —
Eg mætti honum við götuhornið, —
Ijóshærðum, döggeygum dreng, á að giska
á 14. ári. Eg var bú nn að sjá hann þar
hvert kvöldið eftir annað og var farinn
að furða mig á þvf, að hann skyldi vera
látinn veraþarna alltaf, þar sem svo marg-
ar freistingar gátu orðið á vegi hans.
Eg gaf mig á tal við hann; við
urðum brátt góðir vinir, og hann fór að
segja mér af högum sínum. Eg spurði
hann vingjarniega, hvers vegna hann væri
svona oft timunurr. saman úti á göt-
unni.
Hann horfði á mig svo hreinskilnis-
legur og geðþekkur á svipinn, og eg
sannfærðist um, að hjarta hans væri óspillt
og götugt. «Eg veit það« sagði hann,
»að gatan er ekki hentugasti staðurinn
fyrir drengi á mínum aldri, en, sjáið þér,
að heima er mér allstaðar otaukið.«
»Hvernig þá?« spurði eg.
»Jú, eg á tvær fullorðnar systur, og
þær halda samkvæmi í beztu stofunni á
hverju kvöldi, og eg hef komist að því
hjá þeim, að þær vilja helzt, að eg komi
þar ekki nærri. Pabbi er alltaf svo
þreytlur, þegar hann er heima, og vill
þessvegna hvíla sig f næði í daglegu
stofunni. Mér finnst tíminn svo langur
og leiðinlegur, og þessvegna kem eg
hingað út á götuna. En það hefur ekki
ætfð verið svona«, bætti hann við, »því
meðan amma mín lifði, þá fór eg alltaf
upp á herbergið til hennar og þar fór
svo vel um mig. Amma mín var svo
góð við mig.«
Rödd hans skalf og bar vott um sár-
an söknuð, sem tíminn hafði enn ekki
getað læknað.
»En hún mamma þín?« spurði eg.
»Ó, hún mamma ! hún er stöðugt önn-
um kafin við einhver góðgerða- og sið-
bótastörf og hefur engan tíma afgangs
til þess að sinna um mig. Hún heim-
sækir hælisleysingjana og fangana í fang-
elsunum, til þess að teija um fyrir þeim
og leiða þá á betri veg, og svo skrifar
hún ritgjörðir og ráðleggingar um það,
hvernig umkomulausu börnunum verði
hjálpað.«
»Og hennar eigið barn í hættu statt!«
»Já, eg er orðinn miklu verri, en eg
var, á meðan amma mín lifði. Eg er
hræddur um, að eg sé farinn að verða
kærulítill og ósiðlátur. En það er eng-
inn, sem hirðir neitt um mig eða þykir
vænt um mig, svo það gerir víst hvorki
til né frá«.
Það var sár og bitur sannleiknr; og
því miður var mér það ljóst, að það voru
margir fleiri en þessi drengur, sem þörfn-
uðust vingjai nlegrar handleiðslu á hinum
villigjarna og hættulega vegi.
O, þér mæður! vakið um fram allt yfir
gæfu barna yðar. Gjörið heimilin að
sólbjartasta blettinum á jörðunni fyrir
börn yðar. Takið þátt í gleði þeirra og
leikum og gjörið yður ungar í anda þeirra
vegna.
Eg held að eg hafi aldrei heyrt neitt
hryggilegra og sorglegra en þessi orð
drengsins: »Mér var alstaðar ofaukið
heima.« Guð fyrirgefi móður hans og
opni augu hennar, áður en það er um
seinan, og hjálpi öðrum mæðrum til að
læra af þessu dæmi!
Hvernig cr því varið, mæður? Eru
drengir yðar í hættu ? Hugsið um þetfa
og hafið vakandi auga á börnunum.
Á. — Herold.
Finnar.
— o —
Finnska þjóð'n verður eigi talin með-
al þeirra þjóða, er gæfan hefur borið á
höndum sér til vegs og frama, þar sem
hún fyrst og fremst hefur orðið að heyja
stríð við óblíðu náttúrunnar og í annan
stað einatt átt í vök að verjast fyrir út-
lendum árásum og yfirgangi þcirra, er
hafa viljað kúga hana og svifta hana frelsi.
Þjóðin hefur þannig ýmist verið undir-
okuð af útlendu vaidi, byggðir brendar
og ræntar af óvinum eða landinu skift
sem herfangi milli þeirra, er hærri hlut
báru í þann og þann svipinn.
Finnland liggur álíka norðarlega á
hnettinum eins og Island. Ibúarnir eiga
því, eins. og vér, hörðum óvini að mæta,
þar sem er frost og vetrahörkur. Jarð-
vegurinn er þar grýttur og ófrjósamur;