Frækorn - 16.04.1902, Side 6

Frækorn - 16.04.1902, Side 6
46 við tjöld sín og eru þau enn víða notuð einkum sem sumarbústaðir. það eru myndir af slíkum tjöldum, sem »Fræk«.færa nú lesendum sínum. A bak við tjaldið sést trjá-runnur, sem Finnar nefna »lundinn helga«. Þessi trjá-runn- ur, sem gróðursettur er við flesta bæi Finna, er eftirstöðvar fornrar hjátrúar og hafa þeir á honum miklar mætur. —X. Spurningabálkur. Hvernig á að skilja Hebr. 4, 6 — 8? Hvað er átt víð í 7. versi : »Fá hefur hann að nýju ákveðið vissan dag>« Hvaða dag er talað um í 8. versi ? — Adríanus. Hin tilnefndu orð hljóða þannig: »þar eð nú nokkrir eiga enn þá eftir að innganga til hvíldar þessarar, og þeir, sem hún í fyrstu var heitin, náðu ekki inn að ganga fyrir vantrúar sakir, þá hefur hann að nýju ákveðið vissan dag, þar hann svo löngum tíma seinna segir fyrir Davíðs munn: »í dag« (því svo er að orði kveðið), »í dag, ef þét heyrið hans rödd, þá torherðið ekki hjörtu yðar«. Því ef Jósúa hefði leitt þá til hvtldar, þá hefði (Davtð) ekki talað um annan dag eftir þann tíma.« Hugsunin í 3. og 4. kap. Hebreabréfs- ins er í stuttu máli þannig: Jörðin var ætluð að vera sælu og hvddarstaður handa mönnunum, og áður en syndin kom inn, les- umvér ekkert um þreytu. Hvíldguðs við cnda sköpunarverksins er af höf. skoðuð sem sönnun fyrir því, að öll verk guðs, cr þurfti að gerast til þess að mennirnir nutu sælu, »voru fullgeið allt frá grundvöllun heimsins ; því einhver- staðar (1. Mós. 2, I — 3) er svo að orði kveðið um hinn sjöunda da'g: Og guð hvíldist á hinum sjöunda degi af öllum sínum verkum:« Hebr. 4, 3. 4. t*að er að segja: Hvíldin er sönnun fyrir, að allt var fullgert við sköpun heimsins, svo að mennirnir höfðu getað notið hvtld- ar Og sælu (sbr. orð drottins, er hann mun mæla á efsta degi : »komið þér, ást- vinir míns föðurs, og eignist það rtki, semyður var fyrirbúið frá upphafi veraldar«, Matt. 25,34). En hvf hafa þá ekki menn þegar gcngið inn í þessa sælu, þessa hvíld ? Svarið er þetta: »þeir gátu ekki náð þarinngöngu vegna vantrúar sinnar« ÍHeb. 3, 9. Petta er eiginlcga sagt um Israelsbörn; hefðu þeir á dögum Jósúa í sannleika trúað og þjónað drottni, þá hefði hann leitt þá til hvt'ldar, til sælu í Kanaanslandi þá hefði sá tími orðið dagurinn, þá er guð hefði leitt þau til til sælu eða hvíldar, en þegar þeir gátu eigi inngengið til sælu og hvíldar, »þá hefur hann að nýju ákveðið vissan dag,« til þess vér getum inngengið í þessa hvíld; en þessi dagur er »dagur hjálp- ræðisins« (2 Kór. 6,2;) það sýnir post- inn með því að vitna í Sálm.Dav. 95, 8. þessi »dagur« stendur nú yfir. I’eir, scm trúa, innganga nú til hvíldar (sbr. Matt. 11,28), en þó verður hvíldin ekki fullkom- in, fyr en allt er orðið nýtf, og engin bölvun sé framar til; um þetta talar postullinn, þegar hann segir 1' Heb. 4, 9, að hvíldin enn þá sé »guðs fólki eftir- skilin.« Sumir, er leitað hafa árangurslaust eftir sönnunum í nýja testamentinu fyrir þeirri kenningu, að hvíldardeginum sé breytt frá sjöunda í fyrsta dag vikunnar, hafa þózt finna stoð í þeim orðum í Heb. 4, 8, er segja, að Davið hafi talað um »annan dag.« En að þetta sé ein- tómur tr.isskilningur sést á því, að Davíð talar alls ekki um neinn hvíldardag (sbr. Sálm. 95,8, heldur aðeins um að forherða ekki hjarta sitt, og þegar um það er að ræða, þá er það eins alvarlegt alla daga vikunnar. Maður á ekki að forhcrða hjarta sitt frekar á sunnudag en á mánudag. En — eins og bent hefur verið á —, meiningin er sú, að þegar mennirnir vegna vantrúar ekki náðu að fylla þá tölu, er sælan var ætluð, þá hefur guð lengt náðartímann, »ákveðið annan dag«, til frelsunar mönnum. »Kostum því kapp.s, að ná inngöngu í hvt'lda þessa, svo að engin falli á viðlíku vantrúar dæmi« Heb. 4, u. Bölsbót. Pótt eg sára þyrnibraut þræði’ á æfi minni,

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.