Frækorn - 16.04.1902, Page 7

Frækorn - 16.04.1902, Page 7
47 lcggiir drottinn líkn með þraut Ijúft af gæzku sinni. Eg vil halla hans í skaut höfði’ í angist minni mun hann aila mína þraut mýkja’ af gæzku sinni. J. D. t Magnús Sigurðsson. í fyrra sumar, 17 julí, drukknaði hér í Seyðisfirði Magnús Sigurðsson frá Dverga- steini. Þar sem hans hefir ekki verið getið opinberlega, þá vildi jeg hér með fara fáum orðum um hann. Magnús sál. var sonur Sigurðar Stefánsson- ar og Sigurlaugar Magnúsdóttir hjóna að Heyskálum í Hjaltastaðaþinghá Frá því fyrst, að Goodtemplarastúkan Gefn var stofnuð hér á Vestdalseyri, var Magnús sál. meðlimur hennar, og jafnvel þó lítið b'-eri á honum útifrá hvað regluna snerti, var hann sannur bindindismaður og hvata og stuðnings- maður margra framfaramála stúku sinnar, svo sem stofnun sjúkrasjóðs hennar og ýmsra fleiri. A meðan hann bjó hér nálægt, sótti hann miög vel fundi, sem er sönnun fyrir áhuga á málefninu og vilja til að vinna þvígagn;kom hann þar jafnan fram með lipurð og prúð- mennsku, eins og í hversdagslífinu yfir höfuð. En það var með Mágnús sál. eins og marga fleiri, að erfiðar kringumstæður hölmúðu hon- um frá að geta unnið reglunni, og mannfélag- inu yfir höfuð, það gagn, sem hann hafði vilja og hæfilegleika til, því þegar fátæktin er á aðra hönd, heimtar umhyggjan fyrir heimilinu óskifta krafta. t fám orðum má segja um hann, að hann var stiltur og dagfarsgóður, alúðlegur í við- móti og yfir höfuð prúður í allri framgöngu, og munu allir, sem þekktu hann, minnast hans með hlýjum huga, en ekki sízt vér reglusystkyn hans. Magnús sál. var kvæntur Stefaníu Ketilsd., sem lifir mann sinn ásamt tveim uppkoninum börnum þeirra. Fyrir nokkrum árum misstu þau hjón dótturá barnsaldri, mjög skemmtilega og mannvænlega, sem þau syrgðu mjög. Tók Magnús sál. missir þennan sér svo nærri, að hann hefur harmað hana til hins síðasta, enda var hann ástríkur og umhyggjusamur faðir, sem eftirlitandi börn og ekkja munu harma og minnast með ást og virðingu. Með þoigæði vannstu ; vér þökkum hvert starf, þjóðinni blessun er færir, fegursta dæmi þú fékkst oss í arl, er framsóknarkraftana nærir. Þó gröfin þig hylji og hjartað sé kalt og hðndin þin framar ei vinni: glaðir í minningu geymum vér allt hið góða úr tilveru þinni. (Einn af reglubræðrum hins látna.) Fréttabálkur Þráðlaus firðritun. Marconi hefir nú sent út skýrslu um firðritun sína. Hún kom út í Lundúnum. í>ráðlaus flrðritun er nú stöðugt og reglulega rekin á 25 stöðvum í ýmsum heimsálfum, og auk þess hagnýtt á 38 herskip- um og 25 verzlunarskipum. — Yfir Atlants- haf sendir hann nú á þennan hátt 25 orð á minútunni, þ. e. jafnmörg og send verða með síma. Hann segist engan kvíðboga bera fyrir því. að veðrátta eða loftbreytingar getr valdið sér neinum tálma. Og örugt segir hann það, að auðvelt sé að varna því, að neinn geti komist að orðsendingunum annar en viðtökustöðin rétta. Fyrir orðsendingarnar megi taka 45 au. fyrir orðið (í stað 90 au. með ritsímanum). (Eetta er tekið eftir Björgvinarblaði 19. febrúar.) Búastríðlð. Afþvíer sú ein fregn, að De Wett hefur orðið aívarlega særður. Hve mjög er óvíst. (Rvík.) Frímerki íslenzk ný ætlar ráðojafi vor að gefa út, og skora dönsk blöð á hann, að láta þau verða snildarverk að fegurð og bjóða öllum dönskum listamönnum að keppa um, hver fegursta fyrirmynd geti búið til fyrir þau. Skyldi þau ekki eiga að komast á 1904, er vér fáum stjórnarbótina, og verða í þess minningu? Möðruvallaskólinn brunninn. Norður- landsblöðin segja þær fréttir, að Möðruvalla- skólinn hafi brunnið til kaldra kola 22. f. m. Flestu af innanhús-munum var bjargað að undanteknu bókasafn skólastjóra, sem að mestu leyti fórst. Upptök eidsins eru ókunn. Húsið, sem var landssjóöseign, kvað hafa veriðvátryggt fyrir 30,000 króna. »Sösuféla£«. sem starfar að útgáfu íslenskra sagnarita, er nýstofnað í Reykjavík. hélagið ætlar sér að vinna útbreiðslu um allt land. í þeim tilgangi hefur stjórn félagsins sent ýmsum mönnum kring um land lög félagsins og áskorun um að styðja félagið. Árstillag til félagsins er 5 kr„ æfitillag 50 kr. í stjórn- inni eru: Dr. Jón Þorkelsson (form.), Jón (ónsson sagnfræðingur, Hannes Þovsteinsson ritstj., Þórh. Bjarnason lektor og Bjarnijóns- son kennari. Innratrúboðið í Reykiavík fær eins og von er misjafnar viðtökur. Þjóðv. héfurþannig í síðastkomnum blöðum all-langa lýsing á því starfi, skoðar það sem versta skaða, ef ÞV1 verði nokkuð ágengt. Fjallkonan, Amfirðingur

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.