Frækorn - 26.09.1902, Side 4
F R Æ K O R N.
116
»Vaknaðu. Jón Boli*!
Hinn mikli meistari Stead er »örðigr
at drepa járnit'« eins og segir um Gretti.
I hverju mánaðar-eintaki blaðsins »Re-
view of Reviews« hefur hann ádrepu til
lanca sinna með fyrirsögninni: »Vakn-
aðu, Jón Boli!« Sá er teksti hans yfir-
leítt, að vegur Bola og veraldarríki sé
allt á hvörfum og fallandi fæti, nema
Bretar vakni af svefni til meðvitundar
um margt, sem til þeirra friðar heyri.
Er Mr. Stead, eins og kunnugt er,
hinn mesti óvin hins mikla ofsa og ágirnd-
ar, sem Chamberlain og hans nótar fram-
fylgja í alríkis og hernaðarmálum, eink-
um Búa-ófriðinum. Er óþarfi um það að
fjölyrða, né það, að Mr. Stead er hinn
mesti friðmálafrömuður E'nglendinga. En
þó er hann naður bæði grimmur og geð-
ríkur við þá, er hann kallar illmenni og
ódrengi í alsherjarmálum eða siðgæði, en
hinn tryggasti vinur vina sinna. Hann
er einrænn og við marga fjöl feldur,
trúir á forneskju og fjölkyngi, ofsjónir,
fyrirburði og alskonar andafræði og kukl,
En hinsvegar hinn mesti fjölfræðingur,
hugvitsmaður og hamhleypa; hann er og
talinn einhver mesti hugsjónamaður nú á
tímum og þó svo hagsýnn um leið, að
fjölmörg allsherjarráð hans og tillögur
þykja mörgum drjúgari og dýpri en margra
verslegri vitringa.
Hann er allra þjóða vinur, ekki sízt
Rússa, og þykir að kenna einrænis. Þó
er honum afar-hvimleið stjórn Tyrkja og
allt þeirra argafas.
Mr. Stead ritar margar og merkilegar
bækur, því til alls hefur þessi víkingur
nægan tíma. Avallt ritar hann »eg«, en
ekki »vér«, því ekki skortir hann metn-
að né einurð, og í hvívetna er hann
kjörinn og útvalinn lýðveldisstjóri ogleið-
andi maður í stærri stýl en nokkru sinni
hefur áður verið dæmi tih
Hin nýjasta tillaga Steads í allsherjar
málum Breta er þessi: Vaknaðu, Boli,
og gakk í hið Ameríska ríkjasamband!
Hefur hann nú og útgefið sérstaka bók
um það efni og vakið hina mestu eftir-
tekt utan sem innanlands. Kveðst hann
ekki sjá annað ráð vænna fyrir England
ella muni hinn ómælandi Amerikuauður
eta Jón Bola.
Franskur ritsnillnigur, M. Jean Finoi,
í ritinu La Revue, segir svo um þessa
bók Steads, sem heitir Thc Americanis ■
ation ot the Worid:
Rit Mr. Steads skarar fram úr öllu,
sem um það efni hefur ritað verið, að
mælsku og sköruglegri röggsemd. Er
og höf. þess ekki einungis einhver hinn
langfremsti og færasti blaðamaður hins
menntaða heims, heldur og hinn einarð-
asti og bezti drengskaparmaður, sem
England á til. Hann er maður sein —
eins og Ameríkumenn komast að orði —
ekki einungis fræðir oss um ríkismálin,
heldur og skapar þau og kostar sjálfur
öllu til. Öllurn eru kunn afrek hans á
friðarþinginu í Haag, sem ag á undan
því og eftir. Ekki nn nu heldur gleym-
ast allsherjar afskifti hans af máli Bú-
anna.
Þegar Chamberlainsofstækið er horf-
ið með þess síðustu hleypidóma, þá mun
England fyrst muna og meta kunna þá
hlutdeild, sem þessi sjaldgæfi rithöfund-
ur hefur nnnið og átt sakir lands og
lýða, hve.su hann lagði líf og heilsu,
frægð sína og frama í veð til þess að
reyna að sanna löndum sínum, að þeir
gengi ekki brautu skyldu og drengskapar.
Þá verður honum heilsað eins og einum
þeirra miklu og góðu ágætismanna er
ávallt hjá öllum þjóðum eru í hræðileg-
um minni hluta. Nú er hann borinn of-
urliði af frekjugörpum ofríkisvald'ins,
og fjöldans illgirnisástríðum og kallaður
afglapi og skaðræðisfífl þjóðarinnar; en
þá verður hann viðurkenndur þjóðarinnar
sanni vinur, eins og málgagn hans er
undir eins jafn göfugt og gagnlegt sem
hugsjóna blað og hygginda blað. Sök-
um ótta fyrir velferð landsins, ræður hann
þjóð sinni að fórnfæra metnaði sínum og
oflæti. Hann kallar hátt og skýrt: »Lát-
um oss verða sambandsríki Ameríku.«
Þá ætlar Mr. Stead að öllu sé borg-
ið. Hann byggir á tvennum rökum;
fyrst þeim, að hvortveggja þjóðin sé af
einum og sama ættstofni, og því næst
þeim, að þær tali hina sömu tungu,
Úr þeim rökum gjörir hinn franski
höf, sárlítíð. Tungumálin séu orðin