Frækorn - 03.10.1902, Page 3

Frækorn - 03.10.1902, Page 3
FRÆKORN. 123 Les daglega orð þau, sem vér hér að neðan tilfærum: »Lofaður sé guð og faðir drottins vors Jesú Krists, er osshefur fyrir Krist blessað með alskonar andlegri og himn- eskri blessun, eins og hann einnig hefur útvalið oss í honum, áður en veröldin Var grundvölluð, til þess að vér skyld- um vera heilagir og flekklausir fyrir hans augliti, og af elsku hefur fyrirhugað oss eftir velþóknun síns vilja, barnarétt hjá sér fyrir Jesúm Krist, til lofs sinni dýr- légu náð, er hann veitti oss í sínum elskulega.« Ef. I, 3—6. »Guð hefur ekki ætlað oss til ófar- sældar, heldur til að öðlast sáluhjálp fyr- ir drottinn vorn Jesúm Krist.« 1. Tess 5, 9- »En skylt er, að vér ávallt þökkum guði fyrir yður, bræður, elskaðir af drottni, að guð hefur frá upphafi útvalið yður til sáluhjálpar í helgun andans og sannleiks trú.« 2, Tess. 2, 13 ,»Hjá guði er ekkert manngreinarálit« (Pöst. 9. 10, 34.); guð getur því ekki hafa útvalið suma til að frelsast en aðra til að glatast, og hann »vill, að allir verði hólpnir og komist til þekkingar á sann- leikanum» 1. Tem. 2, 4. Það hefur aldrei verið og er heldur ekki nú vilji hans, að nokkurt barn skyldi fæðast í heiminn til glötunar, þótt mörg- um hefði verið , betra, að þeir aldrei hefðu fæðst; samt eigaþessir jafnvel kost á að verða hólpnir eins og aðrir. Guðs lög eru ekki gjörræðisleg; þau eru að eins hans líf, hans eðli. Vildir þú heldur lifa í heimi, þar sem að eins tilviljunin ríkti, þar sem enginn fyrirfram gæti sagt.hver afleiðinginaf þessu eða hinu yrði? Vildir þú lifa í heimi, þar sem enginn gæti vitað, hvort t. d. kartöflur rnundu sjóða eða frjósa yfir eld- inum? Vildir þú hafa það svo, að þú aldrei gætir vitað, þegar þú gengir út á jörðina, hvort hún bæri þig. eða þú sykkir niður í djúpið? Finnst þér ekki, að það sé gott, að öllu er þannig fyrirkomið, að þú getur vitað, hvað þú mátt reiða þig á, og getur alltaf verið viss um, að á- kveðnar orsakir ætíð hafi ákveðnar af- leiðingar? Það undrar þig, að guð skapaði þig þannig, að eldurinn veldur þér sársauícá, ef þú stingur hönd þinni inn í hann. En hugsaðu þér, að svo væri ekki; vild- ir þú heldur hafa það þannig, að eldur- inn gæfi þér ekki hita ? Vildir þú" ákæra guð fyrir það að þú verður sjúkur, ef þú etur of mikið? Vildir þú segja : Hví gefur hann oss fæðu, svo að vér getum skaðað oss? — Þú veizt það, að þú þarft ekki að borða of mikið, og það er vissulega mikil blessUn að fá góða og næga fæðu. Getur þú ekki séð af þessum spurn- ingum, að það eru órjúfanleg lög, sem öllu ráða, og að það er líf og tilvera, sem allt snýst um ? Getur þú ekki séð, að fyrir oss er það lagt, hvort vér vílj- um missa lífið með því að brjóta lög Iífsins, eða vinna hið eilífa líf með því að lifa í samræmi við vilja guðs? Það, að vér getum syndgað ellegar látið það ógert, sýnir, að vér höfum frjálsræði og að oss er mögulegt að» verða guði lfkir, að vera hjá honum og taka hlut- deild í stjórn hans. Frjálsræðið ef dýrðlegt hlotskifti. Það eru hin stærstu og blessunarríkustu forréttindi að vera bundinn til guðs með lifandi böndum, að vera barn hins hæsta. Það er með hinni dýpstu lotningu og með hjarta, er streymir yfir af gleði, sem eg segi, að vér höfum forréttindi jafnt við guð. Eg segi ekki, að vér höfum visdóm og mátt eins og guð, en, að vér — allir menn — höfum forrétt- indi jafnt og hann. Guð hefur ekki haldið öllu fyrir sig sjálfan, heldur hefur hann veitt oss hluttöku í öllu jafnt við sjálfan sig, og þótt vér stöndum honum svo langt að baki að mætti og vísdómi, þá stendur þó allur kraftur og vísdóm- ur hans oss til þjónustu, því að hann lifir fyrir oss, og Kristur, sem er »kraft- ur og vísdómur guðs«, er »orðinn oss að speki frá guði, til réttlætis, helgunar og endurlausnar.« I Kor. I, 30. Þegar þú freistast til að kvarta yfir, að þú sért fæddur sem Adams barn, synd- inni undirorpinn, þá ættirðu að minnast þess, að ætt Jesú nær til Adams. Lúk. 3, 23 — 28. Adam var líka »sonur guðs.« Les þenna nafnalista. Jesús varðveitti þó sál sír-d hreina, af því hann stóð í

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.