Frækorn - 03.10.1902, Blaðsíða 8
128
F R Æ K O R N.
r/Hver sá, er góðan guð lét ráða,
með glöðu trausti fyr og síð,
þann virtist eilíf elskan náða,
þótt oft hann mæddi kross og stríð.
Á bjargi föstu byggir sá,
er byggir miskun drottins á.'1
Tóbías og Berta gátu ekki komið upp neinu
orði, en tárin streymdu niður kinnar þeirra á
meðan þau voru að komast niður úr vagnin-
um.
Þegar sálminum var lokið, tók presturinn
stórt skjal úr vasa.sínum og sagði:
„ F.g á eftir að flytja ykkur heillaósk frá
manninnm, sem átti hringinn, er þið funduð
í haust og varðveittuð svo ráðvandlega; það
varð honum til blessunar, að hringurinn kom
til skila, og hefur hann því beðið mig í bréfi
þessu að afhenda ykkur í dag þúsund krónur
og gjafabréf fyrir fimm hundruð krónum á ári
hverju úr þessu á meðan þið lifið. Hérna eru
peningarnir. Guð hefur blessað ráðvendni
ykkar."
Gömlu hjónin ætluðu varla að trúa augum
sínum og eyrum. Þau voru alveg hætt að
hugsa um hringinn.
Þegar Tóbías gamli gat loks komið upp orði,
sneri hann sér að konu sinni og sagði:
„Nú ættum við að vera farin að kunna
fyrsta boðorðið." (Úr „Frík.")
Jnnskrift
við verslanir hjer á
Seyðisf. fyrir Ljóð-
mæli Matth. Joch.
tek jeg eins og pen-
insra. D. östlund.
Sjalddagi
Frækorna var 1. okt. Ef allir kaup-
endur vildu gera svo vel að borga
í tíma, væri utg. mikil þökk í þvi.
y^llir þeir, sem þurfa að fá sér prjóna-
föt fyrir veturinn, ættu að snúa sér
til undirskrifaðrar, sem nú hefur fengið
miklar byrgðir af útlenzku prjónagarni
til að prjóna úralskonar nærföt bæði handa
börnum og fullorðnum; sömuleiðis mjög
góðar og fallegar utanyfirpeysur handa
ungum og gömlum, sokka og barnakjóla
og margt fleira. Allar pantanir og prjón-
les fljótt og vel af bendi leyst.
Seyðisfirði 25. sept 1902.
Margrét Bjarnardóttir.
ARNFIRÐINGUR, eitt skemmtilegasta blað-
ið. 36 númer á ári. Kostar 2 kr 50 au. árg.
Ritstj. Þorsteinn Erlingsson. Kemur nú út í
Reykjavík.
JCiff og petta.
SKURÐ milli Suður- og Norður-Ame-
ríku hefur þingBandaríkjanna ákveðið að
láta gera.
Panama-leiðinni verður fylgt, ef hægt
er að koma því við, annars verður skurð-
urinn gerður við Nicaragua. — Kostn-
aðurinn er áætlaður um 130 mill. doll-
ara (um 500,000,000 kr.)
KLUKKNATURNINN á St. Markus-
kirkjunni í Venedig á Italíu hrundi niður
14. júlí í sumar.
Húsasmiður fyrir byggingum hins op-
inbera hafði fyrir 22 árum séð, að mik-
il hætta væri á því, að turninn mundi
hrynja og varaði bæjarstjórnina við því,
en hún virti það að vettugi. Smiðurinn
skrifaði þá bréf um þetta til drottning-
arinnar — en það hafði að eins þá af-
afleiðingu, að maðurinn var settur frá
stöðunni. — Hann sagði síðasta daginn
á undan, að turninn mundi falla næsta
dag. En enginn skifti sér af því.
LJÓÐMÆLI Matth. Jochumssonar, I.
koma út í október. Prentsmiðja Seyðisfjarðar.
TAKIÐ EFTIR.
BRÉFSPJÖLD með myndum frá ýmsum
stöðum hér á landi fást hjá D. Östlund.
Pappír og umslö? tii sölu í prentsmiðju
Seyðisfjarðar.
Fyrirlestur heldur D. Östiund í Bindindis-
- - _ húsinu á Fjarðaröldu næsta
sunnudag kl. 7 síðdegis. Allir velkomnir.
Xoæðasafnið Soanhoít, gott eint., óskast
kegpf. Menn snúi sértil 2). Östlunds.
rp/ri/nRN heimilisblað með myndum,
rn/LI\Unll, kemur út tvisvar í mánuði og kostar
hér á landi 1 kr. 50 au,um árið; til Vesturheims 50 cents.
Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild, nema komin sé til
útg. fyrir 1. okt. og blaðið sé að fullu borgað fyrir það ár.
Prentsmiðja Seyðisfjarðar.