Frækorn - 31.12.1903, Blaðsíða 2

Frækorn - 31.12.1903, Blaðsíða 2
FRÆKORN. Mundu, þú, scm enn þá unir æsku þinnar Paradís, þótt þér leiki lífsins munir lærðu snemma fræðin vís. Meðan gröf og grátur þegir, gleðibikar þiggja skal, nógu snemma vísa vegir, vinur, fram á Kaldadal. 186_________________________________ Vit þú, himins helgur eldur hjá þér, maður, innra býr ; allt þér Guð með elsku geldur, ef til hæða sál þín snýr. Skyldleik þinn ei þarftu efa, þegar bræður deilir við : vertu fús að fyrirgefa, föðurinn sama eigið þið! Attu gott? svo gæða neyttu, gleddu þig við hvað sem er, en án tregðu öðrum veittu, æ því meir sem veitist þér. Sel oss hönd og sýn oss þingin, sjáðu vort sem eigið gagn, bræðra þinna brífi hringinn hjartans gæða rafurmagn. Þóttú stríðir, þóttú fallir, þolir svik og alla nauð, trúar þinnar himinhallir hylji aldrei jörðin snauð. Lít í hæðir; bræðin bitur brennur út á feigðarstund; lít í hæðir: sjá, hvar situr sáttgirnin við Drottins mund! Þú, sem hrósar heilla gæðum, hæsta tindi lífs þíns frá, bráðum af þeim háu hæðum hörfar þú með fölva brá. Bættu þeim, sem bölvi grættir, bygg þitt hús á fastri strönd; bjóddú óvin sæmd og sættir, seldu vini trausta hönd. Þú, sem hinzta hleður steini hæzta lífs þíns markasvið, sjáðu þann, sem lágt í leyni læðist nær, og stattu við! Veiztu, hvað og hvert bann bandar ? hér mun ekki boðin töf; bú þig svo, að beztu andar beri þig að værri gröf. Fyr en kveður kumblin auðu kvikum gjald þú lífs þíns skatt; hræðzt svo aldrei hina dauðu, hafirðu’ elskað rétt og satt. Engin iðrun, engin reiði eitri þér hin bröttu stig; náðarverur væran breiði vængi sína yfir þig! Matth. Jochumsson þýddi. Slö (öfö

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.