Frækorn - 31.05.1905, Blaðsíða 5

Frækorn - 31.05.1905, Blaðsíða 5
FRÆKORN 89 stóðst átindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða, þar sem um grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám, en Loki bundinn beið í gjótum bjargstuddum undir jökulrótum; þótti þér ekki ísland þá yfirbragðsmikið til að sjá? Jónas Hallgrímsson. HEKLA. BREIÐAFJARÐARDALIR. (Lausir drœttir). I. Fagrahvel gull-litar runna og rósir, rikja i dölunum blómknappar ijósir. Hollvættir krjúpa við háfjallarnt. Náttúran fjölbreytt, í fegursta skrúða fjall-lendur silfrar með vordaggar úða; neðar ris löðrið við fjarðaritu fót. Skóguriun breiðist um brekkur og hlíðar, blœrinn sig vefur um greinarnar friðar, óma í suðrinu söngfugla Ijóð. Smágresið unir við yljaðan mosa, árdögg og fegurð á rósunum brosa. Suða við gjárbarma giljanna hijóð. cf að sól i heiði skin oggyllir lindír, gnípur, kletia grœnan dal og fjörðinn slétta. Langt er síðan ástsœl Unnur átti megin héraðsins; breytt er síðan Björn var kunnur bœndum sunnan fjarðarins. En áar vorir ekki gleymast, eldi roðin nöfnin geymast. Hér er mörg ein hetja alin, hér var það, sem Daði bjó. Förurn inn í fjallasalinn fram hjá grœnni mosató; þarna undir þessu felli þröngvað Jóni var i elli. Lœkirnir fossandi falla til sjávar, frammi við andnesin renna sér mávar og hlakka of œtum við sœvotan sand. Hjarðirnar dreifast frá hnúkum tíl stranda hyljina laxarnir kljúfa að vanda; krökt er af œðum við eyjanna-band. Kvikt er í Dölum og bœir i blóma blasa við sjíu í vormorgun Ijóma; stirnir á engi og algróin tún Börnin hjá fiflum og blágresí sitja berjunum safna, — og hreiðranna vitja. Smalarnir hóa, svo bergmálar brún Hjarðarholt ber þar af býlunum öllum beltað með skógrunnum ásum og stöllum, hér hafði aðsetur Ólafur pá. Rausn hans og stitling var demöntum dýrri, dygðin og mannúðin vorylnum Itlýrri. Ast bjó í hjarta, en eldur á brá. II. Sœldahérað sögurika söm er en þá fegurð þín. þú átt eflaust engan líka Blasa við dalir Breiðafjarðar. Töfrar augað tign og fegurð; fornar minningar fjötra sálu við ótal marga merkisstaði. Sé ég svipmikinn Svínadal mara í geislum morgunsólar, lcynist þó skuggí við háa hnúkinn, þar sem Hafragil fellur fram. Heyrist gráthljóð í golu dagsins, tárfella björg, en titrar hrísla; III. þrungin sorgarljóð syngur gilið yfir blóði úr œðum Kjartaus. Stefnir hugur minn heim að Laugum, situr þar hefndin og hlakkar dált ; komumanni kveður i eyra hryðjuverk Bollabrúðar. Skamt er til Hjarðar- holts að lita; lifa þar dísir liðinna alda, lárast þœr yfir Hrefnu harmi, en víðfrœgja eldmóð Ólafs pá. Hallgr. Jónsson.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.