Frækorn - 31.05.1905, Blaðsíða 6

Frækorn - 31.05.1905, Blaðsíða 6
90 FRÆKORN Þolinmæðin þrautir vinnur allar. (Eftir J. L. Runeberg.) Bóndinn Pavó bjó við frost og kulda; bygð hans var á Saarijárvis heiði. Iðnuni höndum yrkti’ hann jörðu sína og frá guði vænti’ hann uppskerunnar. Einn hann bjó með barni ungu’ og konu, brauðs síns neytti’ í sveita, - smátt þó væri, plægði akur, skurði skar og sáði. Vorið kom, og fönnin rann af foldu, flutti burtu hálfan nýgræðinginn; sumar kom, og hagl og hríð og stormur helming axins lagði flatt að jörðu; haustið kom, og kuldinn eyddi hinu. Kona Pavós sleit sitt hár og sagði: »Ó, þú Pavó, óhamingjumaður! okkur hefir Drottinn gleymt— við skulum burt á vergang—tökum vonarvölinn, vont er að betla, aumra þó að svelta.« Pavó tók um hennar hönd og mælti: »Herrann reynir, engum þó hann gleymir! Lát að hálfu börk í brauðið, kona,— Eg skal grafa enn þá fleiri skurði,— og eg vona’ að Drottinn gefi vöxtinn.« Konan lét að hálfu börk í brauðið, bóndinn gerði hálfu fleiri skurði, seldi kindur, keypti rúg og sáði. Vorið kom, og fönnin rann af foldu, flutti ekkert burt af nýgræðingnum; sumar kom, og hagl og hríð og stormur helming axins lagði flatt að jörðu; haustið kom, og kuldinn eyddi hinu. Kona Pavós sló sitt brjóst og mælti: »Ó, þú Pavó, óhamingjumaður! eg vil deyja, Herrann gleymir okkur. — Pungt er að deyja, þyngra samt að lifa.« Pavó tók um hennar hönd og sagði: Herrann reynir, engum þó hann gleymir! Láttu meiri börk í brauðið, kona. Eg skal grafa enn þá stærri skurði °g eg vona’ að Drottinn gefi vöxtinn.« Konan lét nú meiri börk í brauðið, bóndinn gerði enn þá fleiri skurði, seldi kýrnar, keypti rúg og sáði. Vorið kom, og fönnin rann af foldu, flutti ekkert burt af nýgræðingnum; sumar kom, en haglið, hríð og stormur, hrakti ei né braut til skaða axið; haustið kom, ei kuldinn varð að tjóni. — Kornið þroskað beið nú uppskerunnar. Pavó kraup á kné og hrærður mælti: »Herrann reynir, engum þó hann gleymir,« Og hún mælti,—bros á vörum bærðist: »Bóndi Pavó, tökum glöð til skurðar. Er nú mál að eiga góða daga,— ei skal framar láta börk í mjölið; nú skal baka brauð úr tómum rúgi.« Bóndinn tók um hennar mund og sagði: »Kona, sá einn sorg og reynslu þolir, sem ei gleymir þjáðum bróður sínum,— Láttu enn að hálfu börk í brauðið,— bleikur, kalinn stendur grannans akur!« Hvernig áfengi verður til. Almenningur hefir ef til vill þá skoð- un, að áfengið vaxi á jörðunni, eða rétt- ara, að vínberin, sem vaxa á jörðinni, inni- haldi áfengi. En þetta er röng skoðun; vínberið eða vínþrúgan er algerlega laus við áfengi, eins og öll aldini og öll ber og allar jurtir, er vaxa á jörðunni. Ef nýtt kjöt eða nýr fiskur er geymd- ur í nokkra daga í hlýju loftslagi, fer það að rotna, að úldna. Ef nýslegið hey er geymt í hrúgu í nokkra hlýja daga, þá fer það að fúlna, fúna og rotna. Þessum breytingum valda smákvikindi eða smáverur, sem nefndar eru rotnunar- bakteríur. Pað eru einnig bakteríur, sem búa áfengið til. Afengið myndast við breyt- ingu ýmsra næringarefna í óheilnæm rotn- unarefni. Aðferðin við breyting þessa heitir gerð. Jöstur heitir í fornu máli það, sem kallað er »ger« í daglegu máli. Stað- jastað öl heitir í lagamáli voru það, sem kallað er á dönsku: undergæret Öl. Pessar örsmáu gerðar-bakteríur eru lif- andi kvikindi, er éta, melta og framleiða saurindi á líkan hátt og öll önnur kvik- indi. Afengið er saurindin úr þessum bakteríum. Von er að það sé heilnæmt! Eg skal nú skýra þetta ögn nákvæm- ar. Ymsir munu þekkja það, að litlir fiskar, kallaðir gullfiskar, eru stundum hafðir til gamans í vatni i gagnsæum glerílátum. Til þess að fiskar þessir geti

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.