Frækorn - 15.09.1905, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.09.1905, Blaðsíða 5
FRÆKORN 141 ástandi. Hinir þrír hebresku ungling- ar mundu aldrei hafa notið persónu- legrar návistar og kraftar guðs sonar, ef þeim hefði aldrei verið kastað í eldsofninn. Dan. 3, 25. Guðs kær- leiki verður aldrei eins mikill og ein- mitt á stundum reynslunnar. Kristur er bróðirinn, sem talað er um í Orðskv. 17, 17. 3) Til að gefa börnum sínum tilefni að vegsama sig, bæði með hlýðni, þolinmæði, undirgefni og gleði í þraut- unum og afleiðingum þeirra síðar á lífsleiðinni. Sálm. 119, 67; Es. 24, 15; Matt. 21, 19; Post. g. 9, 16. 4) Til að geta haft meðlíðun með þeim sem standa undir reynslunni, eins og Kristur kendi það. Hebr. 4, 15. Drottinn lætur aldrei neinnafsínum ganga aleinan gegnum hinn glóandi ofn. Hann heldur ætíð loforð sín. Es. 42, 2. Vér eigum ekki að eins að sýna undirgefni í mikilli reynslu, af því vér hljótum, en gleðja oss yfir því að vér megum álitast verðugir til þess. Sadr- ak, Mesak og Abednego sungu guði lofsöng mitt í loganum (þannigstend- ur í hinumapokryfisku bókum: »Söng- ur hinna þriggja .manna í eldsofnin- um«), og Páll og Sílas gjörðu hið sama í fangelsinu í Filippiborg. Post. g. 16, 25. Guð þekkir leiðina út frá vorum þrautum. Opb. 2, 10. Látum oss hafa það hugfast, að heimurinn veitir oss eftirtekt, meðan við göngum gegnum eldsofninn, og af voru háttalagi munu þeir dæma guðs náð. Hann mun annaðhvort verða heiðraður eða vanheiðraður Sal. 50, 15. Hin mesta eldraun endar með upp- hafning. Dan. 3, 30; Opinb. 7, 11. »Pví eg er þess fullviss,að hvorki dauði né líf, hvorki englar né höfðingjadæmi né völd, hvorki hið nærveranda né eftir- komanda, hvorki hæð né dýpt eða nokk- ur önnur skepna mun geta skilið oss við guðs kærleika, sem er í Kristi Jesú, vorum drotni.« — Páll postuli. Fram.« Svo nefnir Jónas Guðlaugsson kvæði eftir sig, sem vér leyfum oss að birta hér í heilu lagi, um leið og vér gjörum við það fáeinar athugasemdir: Eins og lítið tár, eins og lækur smár, sem læðist hulinn und klettarótum, sem að vex þó ótt, og sem fríkkar fljótt, unz senr fljót ’ann brýzt út úr holum gjótum. Þannig byrjar smátt alt, sem horfir hátt, alt, sem hrindir fram til þess þarfa’og bjarta, unz sembergmálsorðjSemaðberst umstorð, það brýzt með kraft’ inn í sérhvert hjarta. Inst í mannsins sál er sem brenni bál, er sem blundi kraftur og vonir heitar, sem að hrinda fram til þess hámarks fram, sem að hjartað þráir og sálin leitar. Andans eilíf þrá, sem er helg og há, er að höggva böndin af fótum manna og að sigra’ alt lágt og að hefjast svo hátt, sem að hæst má ná í því rétta’ ogsanna. Gegnum villu’ og tál, gegnum blóð og bál liggur brautin sú, er til marksins stefnir, og sú sveit er fá, sem að stefnir á, þó mun sækjast hverjum, er heit sín efnir. Hver sem hefir dug, skal með hetjuhug og með hreysti’ leggja’ á djúpið svarta, þó það byrji smátt, sem að horfir hátt, það sem hrindir fram til þess þarfa’ og bjarta. Pví eitt máttarorð, sem að yfir storð meður afli sannleikans boðskap kennir; það er neisti smár, sem um öld og ár tendrar eilíftbál, sem hið feyskna brennir! Hvað er bjart og hátt, og hvað hefir mátt til að hrinda fram til þess þarfa’ og sanna? Pað er frelsisljós, sem er lýðsins hrós, og sem Iífgar fræin í hjörtum manna. Ekkert fagurt ljós, engin fögur rós, engin frjómögn þau, sem hið góða næra, lífna’ á þrældómsbraut, heldur þungi’ og þraut, og þau þjóðarmein, sem að heiminn særa.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.