Frækorn - 27.10.1905, Síða 1

Frækorn - 27.10.1905, Síða 1
Hvernig verður vilji guðs fundinn? Biblíurannsókn eftir C. Skovgaard-Petersen. Framh. Haltu öruggur áfram þinu andlega starfi og bið! Samúel sagði við Sál: — — — »S]ö daga skaltu bíða, þangað til eg kem, þá skal eg láta þig vita, hvað þú átt að gjöra.« (1. Sam. 10, 8.) Davíð sagði við konung Móabítanna: »Leyf föður mínum og móður minni að vera hér, þangað til eg sé, hvað guð gjörir við mig.« (1. Sam. 22, 3). Móse sagði við fólkið: »Bíðið, að eg heyri, hvað drottinn býður yður.« (4. Mós. 9, 8). »f*eir settu hann í varðhald, þangað til úrskurður drottins væri fenginn.« (3. Mós. 25, 12). »Eg kom til hinna herleiddu í Tel-Bíb — — — og þangað sem þeir bjuggu, og sat þar á meðal þeirra í sjö daga, ut- an við mig.« Og þið bar við, er þeir sjö dagar voru liðnir, að orð drottins kom tfl mín.« (Es. 3, 15 — 16.) Niðurstaðan verður þá: Allir hinir miklu guðs menn hafa orðið að bíða eftir svari drottins. Bíð þú því líka ör- uggur eftir Ijósinu af hæðum, þá fetar þú í spor hinna heilögu. »Vaktu dag- lega við dyr spekinnar og bíddu við dyrustafi hennar.« (Orðskv. 8, 34). — Láítu þessi orð rætast á þér: »Til þín sem situr á himni, lyfti eg augum mínum. Sjá, eins og augu þjónsins líta á hönd húsbóndans, eins og augu þjónustustúlk- unnar líta á hönd húsmóðurinnar, svo mæna augu vor til drottins vors guðs, þangað ti! hann líknar oss.« (Salm. 123, 1-2). Qjörðu það, þá mun drottinn verða þér náðugur að lyktum, og láta sína á- sjónu lýsa yfir þér, og þér gefst eins og Eliezer, tilefni til að lofa drottin fyrir það, að hann hefir »leitt mig á rétta veginn.« (1. Mós. 24, 48.) Hvernig kemur þá svarið? Ekki eins og tákn á sól og tungli eða auka-hraðboði frá himni. En það, sem vér getum með réttu búist við, er það, að svarið frá drotni sé skýrt. Jafnvel þótt drottinn svari nú ekki eins skýit og skýlaust cins og forðum (2. Mós. 19, 19), þá mun hann þó alla daga svara skýrt, þegar hans tími er kominn. Þegar drottinn bauð Móse að ritaallar sínar lagagreinar á tvo stóra steina, brædda utan með kalki, þá sagði hann: »Ritaðu öll þessi lagaboð greinilega og læsilega.« (5. Mós. 27, 8). Drottinn vildi, að vilji hans væri ritaður svo, að enginn Israels- maður gæti mislesið það. Mundi drott-

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.