Frækorn - 27.10.1905, Blaðsíða 7
FRÆKORN
159
Fjallkonan og; spíritisminn.
Fjallkonan skýrir frá því í síðasta tölu-
blaði, að einhver lögfræðingur í Kristj-
aníu hafi hvatt menn að rannsaka bók
Meyers um »persónuleika mannsinns.«
Bók þessi kvað vera höfð í hávegum
við tvo háskóla, í Dublin og Madras,
hjá írum og Indverjum.
Öllu þessu verður herra E. H. mjög
feginn, já, hann gerir sér jafnvel von um
að spíritistar hér á landi verði þar af
leiðandi ekki lengur taldir vitfirringar
né trúgirnisheimskingjar.
Oss er reyndar ekki kunnugt um að
hingað til hafi verið kastað eins þung-
um steini á þá eins og E. H. gefur í
skyn. Veit hann sjálfsagt betur í þessu
efni.
- Þótt vér séum spíritismanum andstæðir
óskum vér að herra E. H., og trúbræður
hans, njóti sama trúfrelsis, sem vér álít-
um rétt og sanngjarnt að hver maður
eigi heimting á.
Vel svarað.
j>Eg get ekki skilið«, sagði stúlka nokk-
ur er talað var um andlega hluti, hvers-
vegna sá, sem lifir vel í siðferðislegu til-
liti skuli ekki standa nær því að komast
í himnaríki en sá óguðlegi.«
»Blátt áfram af þeirri ástæðu«, svaraði
annar: »Setjum svo, að þér og eg ósk-
uðum að fara á samsöng, þar sem bílæti
kostuðu 5 krónur, þér ættuð til 2 krónur
en eg enga. Hvort okkar stæði þá nær
því að fá aðganginn?«
»Hvorugt«.
»Einmitt það, og þessvegna stendur
hinn siðláti ekkert nær, en hinn mesti
syndari. En setjum nú svo, að einhver
vingjarnlegur maður sæi vandræði vor og
gæfi oss aðgöngubílæti á sinn eigin kostn-
að, hvað þá?«
»Jú, þá kæmumst við bæði inn!«
öleði.
Stundum geng eg um göturnar til þess
að sjá, hve mörg andlit bera vott um inni-
lega hjartans gleði. Eg sé samt langflest
andlit, sem bera vott um hugsun og um-
hyggju, sorg og ótta, ákafa elsku til auðæfa
og metorða. En ó, hve fá andlit, sem
bera merki friðar og farsældar! Eg hefi
sannfærst um, að það er mjög sjaldgæft
að sjá hið yndisfagra Ijós heilagrar gleði,
sem skín frá elskandi sál yfir mannlega
ásjónu. Beecher.
Qjör hið sama.
Hinn alþekti general Oordon, sem
starfaði í Afríku, segir:
»Eg bið ætíð fyrir þeim, sem eg kem
til, það færir mér styrk og hefir undur-
samleg áhrif á mig.
Regar eg í fyrsta skifti fer til einhvers
höfðingja, sem eg hefi áður beðið fyrir,
er það sem þegar sé fest samband mill-
um okkar«.
Lesari, far þú og gjör hið sama, ef þú
ert biðjandi maður.
Kraftur bænarinnar er leyndardómsfull-
ur kraftur, sigrandi kraftur.
Hann opnar einnig lokuð hjörtu. Ef
þú ert móðir eða faðir, verður þú að
biðja yðuglega fyrir börnunum þínum.
Talaðu svo vingjarnlega við þau um
frelsarann og kærleika hans, þá vinnur
þú aldrei til ónýtis.
Fréttir.
Noregur og Sviþjóð.
í síðasta tölublaði »Fræk.« var skýrt
frá samningi þeim um aðskilnað ríkjanna
er saminn var í Karlstad 23. f. m. af
fulltrúum beggja ríkjanna.
Ríkisþing Svía virðist fallast á tillögur
nefndarinnar og enginn ágreiningur er í
nefndinni sjálfri.
Stórþing Norðmanna vísaði málinu til
18 manna nefndar. Tveir þriðju hlutar
nefndarinnar leggja til að Stórþingið sam-
þykki Karlstads samninginn, en einn þriðji
hafnar honum. Síðustu fregnir bera
það með sér, að stórþing Norðmanna
hafi samþykt Karlstaðs-samninginn með
101 atkv. gegn 16.