Frækorn - 30.11.1905, Page 3
FRÆKORN
179
Hann roðnaði við þessa hugsun um
hans góðu og ástúðlegu móður.
Hann vissi líka, að Jenny litla var ekki
vel frísk, og að hann hafði lofað því
fastlega, að koma heim klukkan sjö. F*að
varð hann að efna.
Klukkuna vantaði að eins tíu mínútur
í sjö. Hinrik fór skyndilega af stað og
hljóp heimleiðis.
Móðir hans mætti honum í dyrunum.
»Það er verra með Jenny,« sagði hún
í lágum róm. »Pað er kíghósti. Hlauptu
nú eftir lækninum, og reyndu að koma
svo fljótt með liann, sem mögulegt er.«
Drengurinn hljóp þegar af stað, og
með miklu meiri flýtir en nokkru sinni
áður.
Gamli læknirinn hafði orð á sér fyrir
alt annað en »flýti í snúningum,« en nú
hafði drengurinn þau áhrif á hann. að
hann varð engu tniður ákafur að komast
af stað, og nú hraðaði hann svo ferð
sinni, að fólkið rak höfuðin út um glugg-
ana af forvitni 'og sagði: »Hvaða kona
ætli sé nú í barnsnauð?«
Hinn gamli reyndi læknir framkvæmdi
undir eins handlækningu, sem hepnaðist
svo vel, að Jenny var brátt úr allri hættu.
Hann leit á móðurina með ánægjusvip
og sagði:
»Leyfið mér að segja yður, hvað það
var heppilegt að þér senduð undir eins
eftir mér, því hefði það dregist tíu mín-
útum lengur, mundi enginn iæknir hafa
getað neitt aðgjört.
Hinrik hlýddi hljóður og undrandi á
þessi orð, og þegar læknirinn var farinn,
sagði hann móður sinni frá þeirri freisting
sem hefði ásótt sig, og endaði með því
að segja:
»Eg er svo glaður yfir því að geta
sigrað freistinguna til að vera kyrr við
leikinn, og að geta haldið loforð mitt.
Annars hefði eg óviljandi getað orðið
orsök í dauða litlu systur minnar.«
»Já, eg ber fullkomið traust til þín,
elsku drengurinn minn,« sagði móðirin,
og lét vel að honum, en hann hallaði
öruggur höfði sínu, með ljósu lokkunum
upp að brjósti hennar.
(L. J. E.)
Hjálp við biblíurannsókn.
Heilög ritning.
1) Ritninguna á að rannsaka og þekkja,
bæði gamla og nýja testamentið. Jóh. 5, 39.
Lúk. 16, 29. 31. Pgb. 17, 11. 1. Pét. 4, 11.
Es. 8, 20.
2) Ritningin er opinberun til mannanna;
hún er skiljanleg. 5. Mós. 29, 29. Matt. 4,4;
24, 15- Róm. 10, 17.; 15, 4. 2.Tím. 3, 13 — 17.
2. Pét. 1, 19. Opinb. 1, 3.
3) Ágæti og máttur guðs orðs. Sálm. 12, 6;
119, 103—105. 130. Efes. 6,17. Hebr. 4, 12.
Jer. 23, 29.
Endurkoma Krists.
1) Kristur mun koma aftur. Jóh. 14, 3. 1.
Jóh. 3, 2. Pgb. 1, 9-11. Tít. 2, 13. Hebr.
9, 28. Opinb. 1, 7.; 22, 20.
2) Endurkoma Krists mun verða persónú-
leg og sýnileg. Matt. 24, 30. Mark. 13, 26.;
14, 62. Pgb. 1, 9 11. 1. Tess. 4, 16. Opinb.
b 7-
3) Við endurkomu Krists munu allir óguð-
legtr, sem þá lifa, verða eyðilagðir. Matt. 13,
24 - 30 og 37 — 43. Lúk. 17, 26 -30. 2. Tess.
2, 7. 8. Opinb. 19, 18-21.
4) Þegar frelsarinn kemur munu þeir upp-
rísa, sem í Kristi eru dánir, og hinir lifandi
heilögu umbreytast. 1. Kor. 15,51.52. 1. Tess.
4, 16. 17. i.Jóh. 3, 2. Svo munu ailir hinir
heilögu fara upp til himins með herra sínum
til húss föðursins, hinnar nýju Jerúsalem. Jóh.
13, 36.; 19, i-3 i- Pét. 1, 3-5. Filipp- 3,
20.
5) Legar Kristur kemur, mun jörðin verða
gjörð að auðn. Es. 13, 6-9.; 24, 1—6. Hinir
fáu, sem ekki verða fyrir eyðileggingunni, eru
guðs börn, sem fylgja Jesú til himins. i.Tess.
4,15 — 17. Matt 24, 31. Jóh. 14, 1 3.
Upprisan.
1) Upprisa dauðra er kend í gamla testa-
mentinu. Sálm. 17, 15.; 49, 15. Es. 25, 8.;
26, 19. Jer. 31, 15. 16. Ez. 37, 1 — 13. Dan.
12, 2.
2) í nýja testamentinu. Matt. 22, 31. 32.
Róm 4, 17. Jóh. 6, 39. 40.44. 54,; 11, 24.25.
Pgb. 4, 2.; 17, 31. 32.; 23, 7.; 26, 8. 22. 23.
Róm. 8, 11. 1 Kor. 6,14; 15, 12 — 18.51 — 55.
2 Kor. 4, 14. Filipp. 3, 10. 11. 1. Tess. 4,
i3~*7-