Frækorn - 30.11.1905, Qupperneq 5
FRÆKORN
„Framför' - ?
Maðurinn er æðsta skepna jarðar-
innar; svo hefir lengi verið sagt og
það með réttu. Hann er af skaparan-
um hafinn langt yfir dýrin, einkum að
því, er andann snertir. Vér vitum,
ef til vill, íítið um vit sumra dýra.
Sum þeirra hafa afar-mikla slægð, en
önnur vit í ýmsum greinum o. s. frv.
En það eru þá vissir flokkar dýra,
en þau standa í stað. Seinni kyn-
slóðin er eigi vitrari, og ekki heldur
óvitrari, en hin fyrri. En manninum
getur ávalt farið fram, bæði hverjum
einstökum manni og líka mannkyn-
inu í heild sinni. Andi mannsins, hinn
tigni andi hans, neniur eigi staðar
við hið sýnilega. Hann leitar þang-
að og grenslast eftir því, sem augu
iíkamans eigi ná tii. Honum nægir
eigi, að hafa fnndið upp allskonar
listir; hann hefir einnig uppgötvað hina
afar-sterku sjónauka, bæði til að skoða
með hið smæsta í jörð og á sem og
hinn ótölulega stjörnugrúa, langt úti
í hinum ómælandi himingeim.
Og þó er hið niesta enn ekki talið.
Jafnvel þótt hann sé bundinn við jörð-
ina með böndum holdsins, svít’ur hann
á engilvængjum sínum að hástóli hins
æðsta, konungs konunganna. Og þótt
eigi geti hann eygt til fulls guðs dýrð-
arljóma, þar guð býr í því Ijósi, er
engin dauðlegur fær að komist, getur
hann þó sameinast honum og tengst
óslftandi ástarböndum. Kœrleikanum,
hinum mikla kærleika, sem er mest-
ur í heimi, honum er andi manns-
ins gæddur at' skaparanum. Einnig
er hann gæddur frjálsrœðinu, svo hon-
um er unt, með guðs fulltingi, að
ráða stefnu kærleikans. Og hann veit,
að hann á að elska hinn mikia al-
heims föður yfir alla hluti fram, og
meðbræður sína sem sjálían sig; því
þessi góði alheims faðir hefir séð svo
um, að andi mannsins er eigi látinn
án leiðbeiningar. Hann hefir gefið
honum opinberunina, þenna heilaga,
ótæmandi vísdómsbrunn, sem öllum
er unt að bergja af, sem vilja. Pví
181
mætti ætla, að bróðurást, friður og
eindrægm ríkti hvervetna meðal mann-
anna og stjórnaði öllum þeirra órð-
um og athöfnum. Væri svo, myndi
jörðin vera sælustaður og yndi á henni
að lifa.
En hvað sjáum vér? Hvað ber
helzt fyrir augun á vorri jörð? —
Hvort sem vér lesum sögu mannkyns-
ins eður sögur af einstökum mönn-
um, eður þá sögur biblíunnar — á
hverju ber þá mest? Eg svara: »Á
heift og harðýðgi, bardögum og blóðs-
útheliingum, ágirnd og drambsemi,
hræsni og svikum.
Sagan er því að miklu leyti saga
vonsku mannanna. Sá, sem er meiri
máttar, beitir ofbeldi við þann, sem
honum er minni, kúgar hannogundir-
okar á allar lundir, og oft verða þau
leikslokin, að annarhvor veitir hinum
bana. Voldugri þjóðirnar ráðast að
hinum, strádrepa bræður sína, úthella
blóði þeirra í straumum, fara illa og
ómannúðlega með tangana, eða leiða
þá á höggstokkinn, sem sauði til
slátrunar.
Hve margar þúsundir mannagetur
eigi sagan um, er píndir hafa verið
ölíum hugsanlegum kvölum! Já, hinn
mikli andi mannsins reynir afl sitt á
þvf, að hugsa upp allskonar píslar-
færi og kvala-aðferðir, til að geta, á
sem grirnmilegastan hátt, pínt bræður
sína. Ó hvílí'c skelfing! Ó hve öf-
uga stefnu tekur þá manns-andinn!
Hinn meiri og öfiugri dregur undir
sig með öllum mögulegum hætti fjár-
muni hinna, sem minni máttar eru,
jafnvel hinn síðasta málsverð frá hin-
um hungraða fátækling, til að geta
danzað innanum hrúgur gulls og silf-
urs, og alið kropp sinn, sem svín til
slátrunar. Auðmennirnir halda óhófs-
veizlur með allskonar viðhöfn og
skrauti, en »fátækir falla af hungri«,
sem þó, ef til vill, hafa aflað þeim auðs-
ins. Nirfiliinn lætur heldur gull sitt,
sern hann trúir á, vera lokað inni í
járnvörðum geymslu-klefum, en hann
tími að verja því til hjálpar nauðstödd-
um bróður sínum.