Frækorn - 30.11.1905, Qupperneq 7
FRÆKORN
183
Bækur og rit.
Mannkynssaga handa imglingum, Snið-
in eftir söguágripi Jóhanns Otte-
sens. Eftir Rorleif H. Bjarnsson.
Kenslubækur Jóhans Ottesens hafa
náð almennri hylli í Danmörku, og
því mjög vel til fallið að velja einmitt
eina af bókum hans til þýðingar á
íslenzku. Herra Þorleifur H. Bjarna-
son hefir aukið bókina eitthvao, og
er líklegt, að hún hafi ekki versnað
við það. F*að var þörf á slíkri skóla-
bók, og bæði þýðandi og útgefandi
(Guðm. Gamalíelsson) eiga þakkir
skilið fyrir það að hafa komið henni
út á íslenzku.
Maltdrykkir fyrir bindindismenn.
Rær eru farnar að tíðkast allmikið
hér á landi, hinar svo nefndu »óá-
fengu öltegundir«, »Mörk Carlsberg«,
»Lys Carlsberg« og »Kronöl«.
En þessir drykkir eiga það sam-
merkt, að þeir innihalda allir meira
eða minna af alkoholi, alt að því 21/g°/o.
Slíkir drykkir eru að sjálfsögðu ekki
bindindismanna-drykkir, enda gerði
stærsta bindindisfélag landsins, good-
templarareglan, þá ákvörðun í sumar
er leið, að útrýma skuli þessum öl-
tegundum sem templaradrykkjum.
Hins vegar er engin þörf að halda
áfram nautn þeirra, með því að nú
hefir nýlega flutst hingað til Reykja-
víkur ágætur maltdrykkur án alkohols
(áfengis) og er hann bæði mjög nær-
andi og bragðgóður. Ressi drykkur
er norskur, heitir „Vörterölf og not-
ast alment meðal norskra bindindis-
manna. .
Herra kaupmaður/ Gísli Helgason,
Austurstræti 10, /Reykjavík, selur öl
þetta. Vér viljum sérstaklega mæla
með því fyrir/hin mörgu kaffi- og
matsöluhús Reykjavíkur. Retta alveg
alkohól-lausa öl ætti skilið að verða
notað alstaðar í stað allra annara pl-
tegunda.
Fréttir.
Noregskonungurinn nýi ætlar ekki
að skifta nafni og kalla sig Hákon 7.,
heldur halda sínu nafni og kalla sig
Karl 5.
Atkvæðagreiðslan fór svo, að síðast,
er fréttist (20. þ. m.), var atkvæðatala
komin frá 418 kjörstöðum, en ókom-
in frá 18. Af 418 kjördæmum eða
kosningaumdæmum greiddu ein 48
atkv. gegn konungsefninu. — 29 stór-
þingsmenn höfðu greitt atkv. móti
því, að bjóða Karli konungdóm, ert
við atkvæðagreiðsluna urðu þeir allir
í minnihluta í sínum kjördæmum.
Atkæðin, sem kunn voru orðin,
voru 253,936 já, en 67,554 nei.
7. des. ætlar Karl konungur að
koma til Kristjaníu.
Friðþjófur Nansen er orðinn sendi-
herra Noregs í Bretlandi, Hauge í
Bandaríkjunum, Gude, sem áður var
sendiherra Norv. og Svíþj. í Höfn, er
nú sendiherra Noregs í Berlín.
Rússland. Rar versnar aftur útlitið.
Witte hefir neitað Pólverjum um sjálfs-
forræði, en við það sögðu sig úr ráða-
neyti hans hinir frjálslyndu menn; en
alþýða tók að gera verkföll á ný af
samhug við Pólverja.
Öll lög Alþingis eru staðfest af
konungi.
Höfn tyrir Reykjavík eru nokkrir
menn að hugsa um að gera við Skerja-
fjörð, í Skildinganess landi innarlega.
Mun hugmyndin vera að leggja það-
an járnbraut norður með Gskjuhlíð
og við Rauðarárlæk yfir á Hverfisgötu.
Hugsa þeir sér að flytja varning úr
skipunum til kaupmanna hér fyrir
mun lægra verð, en nú er. Hinsvegar
hefir kaupmannnaráðið í Reykjavíkskor-
að á bæjarstjórnina að veita nú fé (4000
kr.) til þess að fá næsta ár norskan
eða skozkan hafnarverkfræðing til að
gera áætlun um, hvar og hversu og
með hverjum kostnaði minst megi
gera höfn fyrir bæinn. Bæjarstjórnin
hefir tekið vel í það og mun vafalaust
veita féð á næsta fundi, — (Rvk.)