Frækorn


Frækorn - 25.04.1906, Síða 3

Frækorn - 25.04.1906, Síða 3
FRÆKORN 131 staðfesti alla villu og heilabrot liðinna og yfirstandandi aldar, sem hafa ver- ið og eru jafn lítilsverð og léttvæg, eins og sápubólur, sem börn blása, einungis til að hverfa í loft upp og verða að engu. Heilög ritning byrjar á því að skýra frá athöfn, sem enginn hefir veriðfær j um að hrekja, þótt nöfn þeirra, sem það hafa reynt, séu ótöluleg. Athöfn- j in er þetta: »í upphafi skapaði guð himin og jörð.« Fyrsta vers biblíunnar talar um sköpunina, sem framleiðing hins efn- j islega alheims einhverntíma í liðinni tíð og án þess að tiltaka tímann. Par er að eins sagt, að fyrsta athöfn guð- j dómsins, að því er snerti alheiminn, var sú, að skapa hirnin og jörð. í öðru versinu, þar sem sagt er, að »jörðin var í eyði og tóm*, er bein- I línis kent, aö tímabil hafi liðið á milli i hinnar fyrstu sköpunar og fyrsta dags- j ins af hinum 6 sköpunardögum. Til þess að sýna, að slík útlegging á hinum heilaga texta sé leyfileg, þarf eigi annað en vitna til Jósefusar og Dr. Dathe. Jósefus segir: »í upphafi skapaði guð himin og jörð«, gefið j nákvæmar gætur því, sem á efúr fer: »En þegar jörðin kom ekki í Ijós, en var hjúpuð svörtu myrkri, og vindur blés á yfirborði hennar, þá bauð guð : Verði Ijós.« Hér er augljóslega gert ráð fyrir millibili á milli sköpunar efnisins og hins fyrsta sköpunardags, þar sem j er, að jörðin kom ekki í Ijós, þótt j sköpuð væri, þangað til skipun skapar- j ans hljómaði: »Verði ljós.« Pegar þetta er borið saman við orð Dr. ! Dathe, þar sem hann leggur út tvö fyrstu versin í fyrstu bók Móse á þenn- an hátt: »í upphafi skapaði guð him- j in og jörð; en síðar varð jörðin auð«, ' — þá getur enginn maður efast um, að milli þessara tveggja atburða hafi verið tímabil, sem vér vitum ekkert um. En ef menn kannast við þetta millibil, þá er það alt og sumt, sem til þarf, til að samrýma hinar nýjustu uppgötvanir jarðfræðinnar við frásögu Móse. Bæn trúads unglings. Lag : Rísupp, mín sál, og bregð nú blundi. Ó hvað eg þrái, guð minn góði, að geta haldið eiðstafinn! Pú frið í þínu bjóst mér blóði við borð þitt sæti, Jesú minn, Minn veika styrk þú unglingsarm og að mér hlúðu við þinn barm. Eg veit eg ávalt á að biðja um aðstoð þína, drottinn minn, mér svo að hepnist öll mín iðja, og æ eg stundi vilja þinn, en forðist heimsins freistni’ og tál, svo frá þér ei mín villist sál. Ó, bú mig sönnum bænaranda, og bljúgann gjör þú huga minn. Og bend mér upp til Ijóssins landa, að Ijómann dýrðar sjái’ eg þinn. Ó, ljúfi Jesú, lýs þú mér. Mig langar til að fylgja þér. Mig, góði Jesú, styrk að stríða og starfa fyrir ríki þitt, Þinn himneska og helga anda í hjartað unga send þú mitt. A þínum vegum þá eg vinn, í þínu nafni, Jesú minn. Á.J. Ekki >skynsamlega talað* er það af ritstjóra sÞjóðviljans* að gefa það í skyn, að »Frækorn« dæmi

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.