Frækorn - 25.04.1906, Qupperneq 5
FRÆKORN
133
vitnar með oss, þegar vér gjörum
gott, að það si þóknanlegt fyrir guði,
og ásakar oss, þegar vér gjörum ilt.
Þetta getur ekki átt sér stað hjá ung-
barni, meðan það hefir hvorki gjört
gott né ilt.
Fyrirheitið um guðsríki heyrir ung-
börnunum til án skírnar. Mark. 10,
13—16. Kristur skírði ekki ungbörn-
in, en hann lagði hendur yfir þau og
blessaði þau.
Skírnin merkir, að vér deyjum frá
syndinni og upp frá því viljum lifa
í hlýðni við guðs boðorð.
Vér erum greftraðir með Kristi í
skírninni, þegar oss er dyft niður í
vatnið. Vér stígum upp úr vatninu
í líkingu við upprisu hans. Róm. 6,
3 — 7. Ef vér svo stöndum stöðugir
alt til enda í Krists kærleika og hlýðni,
þá munum vér verða honum líkir í
dýrð, þegar hann birtist. 1. Jóh. 3, 2
»Sá, sem hefir mín boðorð og held-
ur þau hann elskar mig.«Jóh. 14, 21.
Biblíuskýring.
(Dr. Torrey.)
Eg man eftir því, að á samkomu
einni í Ameríku fyrir nokkrum árum
stóð ungur, eldheitur kristinn maður
upp og vitnaði í hin síðustu vers í
Róm. 8. kap.: »Hver mun skiija oss
við kærleika Krists« o. s. frv. og kvað
þessi orð eiga við alla menn. En hann
fór villur vegar. Hann hefði átt að
gæta að sambandinu. Stafa ekki mjög
margar guðfræðinga-staðleysur frá
því, að menn gera ekki greinarmun á
milli þeirra hluta, sem biblían sjálf
greinir sundur, og t. d. taka staði, er
samkvæmt sambandinu gilda aðeins
fyrir guðs börn, og láta þau gilda
upp á menn alment? Eg trúi þv, að
þetta sé það, sem eiginlega er orsök-
in til unitara-villunnar, sem gengur út
á það, að þar eð guðs börn glatast
ekki, þá verði allir hólpnir, því guð
er faðir allra.
En guð er því miður ekki faðir
allra. »Svo mörgum, sem hann með-
tóku, gaf hann kost á að verða guðs
börn« — þannig lesum vér í Jóh. 1,
12.
Eg las einu sinni ræðu út af textan-
um: aPangað til hann finnur hann.«
í þessari ræðu var það kent, að guð
leitar að sérhverjum manni, þangað
til hann finnur hann, og því á hver
maður loksins að verða hólpinn.
En ekkert slíkt er kent í þessum
ritningarstað. Rað, sem er sagt, er
það, að hann leitar að sauðum sínum,
þangað til hann finnur þá. Og guði
sé lof, enginn, sem er af sauðum
hans til enda, mun glatast. Ouð gefi
að allir mættu verða sauðir hans.
Rú getur orðið einn þeirra, en það
er greinilega sagt, að hann að lokum
muni aðskilja sauðina frá höfrunum.
Ef menn að eins vildu lesa biblíur
sínar með eftirtekt, í stað þess að
rífa ritningargreinarnar út úr samband-
inu, þá mundu þeir komast hjá mik-
illi villu. En það er ekki hægt að
komast hjá villu, ef maður gætir ekki
að, í hvaða sambandi hinar ýmsu
greinar standa.
Lykill hins ágjarna.
í amerísku blaði segir frá manni
einum í Durham, Maine, sem var
mjög ágjarn ,og nískur. Hann varð
háaldraður. A banasænginni hélt hann
stöðugt hönd sinni kreptri, og þegar
hann dró síðasta andardráttinn, krept-
ist hönd hans enn fastar saman. All-
ir nærstaddir vissu, hverju hann hélt