Frækorn - 25.04.1906, Síða 6
134 FRÆKORN
í hönd sinni. Það var lykillínn að aura-
kistu þeirri, sem gull hins látna mann-
púka var geymt í. Eftir dauða hans
réttist höndin upp, og lykiilinn féli úr
hendi hans, en þá kom það í ljós,
að nirfillinn hafði látið festa lykiiinn
með sterkri festi við armlegg sinn,
svo hann þyrfti ekki að skilja sig við
lykilinn í dauðanum.
Hann gat ekki tekið gull sitt og
sílfur með sér í gröfina, en lyklinum
gat hann haldið.
Ættingjar hans grófu hann því með
lyklinum föstum við hönd hans.
Hvað varð þá af öllum auðæfunum
hans? Erfingjarnir hafa slegið hendi
sinni yfir þau. F*eir brutu sundur
peningaskrínið með öxi, og skiftu
auðæfunum milli sín, en nirfilíinn
fékk að halda lyklinum. Nú roínar
hann í jörðunni með lykilinu við hiið
sér.
Allslausir komum vér í þenna heim,
og allslausir skulum vér aftur héðan
fara, og: »hvað hjálpaði það mann-
inum, þótt hann eignaðist ailan heim-
inn, ef hann liði tjón á sálu sinni ?«
, ---(frg) --
Saurug biaðamenska.
»Niðvisur
lætur blaðið »Reykjavík« sér sæma
að flytja um ýmsa andlegrar-stéttar
menn bæjarins. Ekki svo að skilja,
að menn þeir séu í nöp við ritstjór-
ann, eða hafi átt nokkuð í höggi við í
hann, sem reyndar væri lítil málsbót.
Petta á víst að vera til að skemta fólki,
en vonandi eru þeir miklu fleiri, sem
óbeit hafa á slíku.
þessa strákskapar væri alls eigi get-
ið, ef eigi stæði svo á, að blaðið er
»Berlingur» íslands.
Hvenær segir ráðherrann sér af-
hendis slíku blaði ?« spyr »Nýtt kirkju-
blað« 18. þ. m.
Almenningur getur þó sagt sér at
hendis slíku blaði, þegar vill, hvað
sem ráðherranum líður, enda þótt
vér efumst ekki um, að hann hljóti
að sjá sér vanvirðu í því að eiga slíka
málpípu, og að því dragi, að hann
segi skilið við það.
Blaðið »lætur sér sæma* hvað eftir
annað að flytja lesendum sínum sví-
virðilegar brennivínsauglýsingar, þar
sem nafn drottins er bersýnilega lagt
í við hégóma, og ýmsan ruddaskap,
! svo sem uppnefni á heiðarlegum
mönnum og léttúðugt háð um al-
varleg málefni. Ritháttur blaðsins er
mjög oft ósamboðinn hverjum heiðar-
legum og göfuglyndum manni. Dæm-
in eru svo almenn, að ekki þarf á þau
j aðbenda,en næst erað nefna síðasta bl.
Þetta er þeim mun sorglegra, sem
allir vita, að ritstjórinn er mikill gáfu-
maður, manna bezt að sér í mörgum
málum, og getur skrifað mjög vel og
skemtilega, þegar það, sem gott er
! hjá honum, fær að njóta sín.
Vér höfum viljað segja hreinan
sannleika í þessu máli án alls kala
til ritstjórans; vér berum ekkert hatur
til hans, en oss er svo illa við það,
sem er þjóðspillandi í blaðinu, að
að vér þorum að segja það, sem svo
margir bera í brjósti sér, og vér von-
Lim, að það muni bera einhvern árang-
ur til batnaðar.
©)s síq) ©v
Síðustu árin«.
Ymsar rangfærslur og staðleysur
um mig og starf mitt eru í »Fjailkon-
unni« í næst síðasta tbl., í grein með
fyrirsögn eins og hér að framan. En
þar eð »Fjallkonan« hefir farið með
álit sitt eins og hún hefir gert að
undanförnu, bæði í andatrúar-hégiljum
sínum og ýmsu fleiru, álít eg óþarft
að hrekja grein þessa. Á henni verð-
ur ekki tekið svo mikið mark af nein-
um manni, að hún sé svara verð í
þessu efni, og þar að auki eru >Fræ-
korn« lang-útbreiddasta blað landsins,
svo menn eru farnir að þekkja af
eigin viðkynningu, hver er stefna
þeirra og mín.
David Östlund.