Frækorn


Frækorn - 14.06.1906, Síða 2

Frækorn - 14.06.1906, Síða 2
186 FRÆKORN er talað hér? Lesum tvö fyrstu versin í 1. kap., og þú munt sjá, að postulinn skrifar til hinna »heilögu«, til »hinna trúuðu í Jesú Kristi.« Kristur elskar hinn einstaka, ekki einungis söfnuðinn sem heild, heldur hvern einn í söfnuðinum sem sérstaka veru. Eg veit ekki hvort lesari minn hefir sömu huggun af þessu sambandi, eins og eg hef. Eg fagna yfir því, að eg sem einstaklingur stend í per- sónulegu satnbandi við Jesúm, að hann ekki einungis elskar mig, sem einn með- lim af söfnuði sínum — þeir eru margar milliónir — heldur elskar hann mig sem j einstakling. I’etta kemur enn skýrara j fram í Gal. 2, 20. »Eg er með Kristi krossfestur, eg lifi nú ekki framar heldur lifir Kristur í mér. En það eg nú lifi í holdinu það lifi eg í trú guðs sonar, j sem elskaði mig og gaf sig sjálfan út fyrir mig.« Hann elskaði söfnuðinn og gaf sig sjálfan út fyrir hann, lesum vér í Efes. 5, en hin áður tilfærða ritningar- grein sýnir, að hann lt'ka elskar hvern einstakan nteðlim í söfnuðinum. Pað er verulegt einstaklingssamband milli vor og hins dýrðlega, upprisna, brátt afturkomandi Krists. Eg segi brátt, hvað brátt veit eg ekki, en undir öllum kringumstæðum mjög brátt, eftir tíma- reikningi eilífðarinnar, hvernig sem það verður eftir okkar reikningi. Hinn brátt afturkomandi Jesús elskar mig, ekki einungis oss. Eg er glaður yfir því hann elskar oss. Eg fagna af því hann elskar mig, ekki einungis oss. Ekki vegna þess að aðrir séu minna verðir en eg, heldur af því að annara samband við Jesú er mér ekki eins per- sónulega viðkomandi eins og mitt eigið. Svo snúum vér ossaðjóh. 13, 1. »En fyrir páskahátíðina, þareð Jesús vissi að hans stund var komin að hann færi úr heiminum til föðursins, og af því hann hafði elskað sína, sem voru í heiminum, elskaði hann þá til enda.« Lærisveinar Jesú. (Eftir E. G. White.) Jesús valdi sér lærisveina af flokki ólærðra fiskimanna. Gjörði hann það af því, að þeir höfðu ekki verið frædd- ir um neinar rangar og ósannar sið- venjur þeirra tíma eða orðið fyrir á- hrifum af þeim. Hæfileikar þeirra voru þeim meðfæddir. Reir voru í sann- leika þeir menn, sem hann gat frætt og mentað, og með því gjört þá hæfa að takast á hendur það starf, sem hann ætlaði þeim. Margir eru þeir menn, sem daglega ganga að sínu óbreytta og almenna starfi án þess að liafa hugmynd um að þeir hafa fólgna í sér þá hæflleika, sem myndu setja þá á bekk með heiðvirð- ustu og mestu mönnum í heiminum ef þeir væru notaðir. Pessa sofandi hæfileika þarf að vekja með lipurð og nákvæmri eftirgrenslun. Rannig var því varið með þá, sem Jesús valdi sér fyrir lærisveina. F*eir öðluðust sína andlegu þekkingu frá honum fyrir hið innilega samband, sem var milli þeirra og hans. Hinir lærðu menn í heiminum, hafa hvorki fyr né síðar haft slíkan kennara. Pegar lærisveinarnir höfðu notið fræðslu frels- arans, voru þeir ekki lengur fáfróðir og ómentaðir. Reir voru orðnir líkir honum í skoðunum og lyndiseinkunn- um. Allir, sem kyntust þeim, urðu þess brátt varir að þeir höfðu verið með Jesú. Rað er ekki hin mikla og marg- breytta mentun, sem eingöngu veitir sanna þekkingu. Sönn þekking fæst

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.