Frækorn


Frækorn - 05.07.1906, Blaðsíða 2

Frækorn - 05.07.1906, Blaðsíða 2
210 FRÆKORN og jafnvel moldin, sem hún lá á, var ná- kvæmlega tekin upp og kastað í ána Rín. Framh. Eg og minir œttmonn munum þjóna drotni. Getur þú gert þessa yfirskrift að þínum orðum? Jósúa samankailaði fsraeismenn og minti þá á, hversu guð hafði leitt þá, alið önn fyrir þeim, varðveitt þá í hættum, barist fyrir þá, og gefið þeim til eignar land og borg- ir heiðingjanna, sem hann rak burtu fyrir þeim ; bað þá síðan kjósa, hvort þeir vildu heldur þjóna drotni eða hjáguðum. Sjálfur sagði hann : »En eg og mínir ættmenn munum þjóna drotni.« (Jós. 24, 15). Lýðurinn svar- aði: ;Drotni guði vorum viljum vér þjóna og hlýða hans röddu!« (Jós 24, 24.) Taktu þér nú stund tii að hugleiða, hvernig guð hefir leitt þig og borið umhyggju fyrir þér og þínum, og kjóstu svo, hvort þú vilt heldur þjóna honum og hlýða hans orðum, eða fylgja heiminum. Pað er sorglegt að vita hve margir af þeim, sem segjast vilja þjóna drotni, fötum troða og fyr- irlíta hans heilögu boð. Rú vilt taka á móti ástgjöfum lians með hjartans þakklæti, og biðja hann um blessun sína. Rú biður hann að ieiða og vernda þá, sem þér eru kærir, og treystir því að hann annist þá. En hvers hefir hann að vænta afþéraftur á móti? Pú vilt gjalda honum þakk- ir, og máske gefa fátækum, því þú minnist þess, að Jesús vill segja : »það sem þér gjörðuð einum af þessum mín- um minstu bræðrum, það gjörðuð þér mér.< En minstu þess að þú getur ! ekki með ölmusugjöfum eða á nokk- urn hátt leyst þig undan hlýðnisskyld- unni við guð. >>Hlýðni er betri en fórn.« (1. Sam. 15, 22.) Rað er eitt af boðum guðs til þín: »Minstu að halda heilagan hvíldardaginn drottins guðs þíns.< Meðan þú viljandi brýtur þetta boðorð, getur þú ekki sagt að þú elskir guð, eða viljir þjóna hon- um. Jesús sagði: Sá, sem elskar mig, hann mun varðveita mitt orð.« (Jóh. 14, 23.) >Rað orð, sem þér heyr- ið, er ekki mitt, heldur föðursins sem sendi mig, 24. v. Rú, sem vísvitandi fótum treður guðs boðorð, hefir enga afsökun, því sá þjón, sem veit vilja herra síns, en hirðir ekki um að hlýða honum mun sæta mikilli refsingu. (Lúk. 12, 47.) Rú afsakar þig með því, að þú haldir heilagan upjDrisu- dag frelsarans, en guð hefir hvergi boðið það. Helgihald sunnudagsins er heiðið valdboð, gefið út snemma á 4. öld, og síðar staðfest af páfa- I valdinu. Jesús ber hinum skriftlærðu og fariseunum á brýn, að þeir með sín- ! um eigin setningum hefðu. ónytt guðs lögmál. (Matt. 15, 6.) Vilt þú hljóta þenna sama vitnisburð ? Hljóðar einn- ig upp á þig spádómur Esajasar, sem Jesús héimfærði upp á hina skriftlærðu: I »Lýður þessi heiðrar mig með vör- | unum, en þeirra hjarta er langt burtu | frá mér; en þeirra dýrkan er til eink- is, með því þeir kenna þá lærdóma, j sem eru manna boðofð.« Hér heyrir þú, hvað guðs orð segir um þá guðs- dýrkun, sem er bygð á manna boð- | um. Allir, sem bera kristið nafn, kalla Jesúm herra, en Jesús sagði: »Ekki ! munu ailir þeir, sem til mín segja j herra, herra, koma í himnaríki, heldur þeir einir sem gjöra vilja míns, himn- \ eska föður « (Matt. 7, 21.) Viltu enn

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.