Frækorn


Frækorn - 05.07.1906, Side 8

Frækorn - 05.07.1906, Side 8
216 FRÆKORN Drengur beið bana af slysi upp í Borgarnesi á föstudag- inn var. Hann hét Haukur, sonur Ás- geirs kaupmanns Eyþórssonar í Rvík, 8 ára gamall. Hann var að fara til bæjar í nágrenninu með öðru fóiki, sat í söðli og var bundið um hann svo að hann félli ekki af baki. Hesturinn fældist og I snaraðist söðullinn. Var drengurinn dá- inn, þegar hesturinn náðist. Meiðsli hlutu tveir menn á »Vestu«, er hún var á Djúpavogi um daginn. Misti ann- ar flesta fingur af annari hendi, en hinn j höndina neðan við olboga. Rað var 1 stýrimaður og timburmaður. Pýzkt botnvörpuskip strandaði nýlega á Skeiðarársandi. Menn björguðust allir, 10 í land, en -fjórum var bjargað í annað botnvörpuskip. Ásgeir Blöndal héraðslæknir hefir sótt um lausa frá embættisstörfum um tíma sakir heilsu- brests. Hann ætlar til útlanda um miðj- an þennan inánuð. Ouðmuudur Tómas- son stud. med. 'gegnir störfuni hans a meðan. Konungkjörinn þingmaður er Steingrímur Jónsson sýslumaður orðinn í stað Jóns Olaíssonar. „Mjölnir“ gufuskip Thore-félagsins kvað hafa strandað á Vopnafirði síðla í f. m. á leið til útlanda frá Akureyri, hafði skeð um nótt, í þoku. Menn björguðust allir við illan leik Tíðarfar er nú hið bezta. Sláttur byrjaður á tún- um í Reykjavík. Áskrifendatal blaða. Tvö Reykjavíkur-blöðin eru að met- ast á um hvort þeirra hafi meiri út- breiðslu. Annað segist nú hafa 2,633 kaupendur. Hitt álíka marga. En blöð þessi standa þó skör lægra en »Fræ- korn«, hvað útbreiðslu snertir. Upplag hvers tölublaðs hefir, síðan nýár, ver- ið 4,450, en áskrifendur eru um 4,000, og fjölga þeir stöðugt. Auglýsendur ættu að hafa það hug- fast, að »Frækorn eru óneitan- lega bezta auglýsingablaðið SAMKOMUHÚSIÐ BETEL. Sunnudaga : Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. Kl. 61/2 e. h. Fyrirlestur. Miðvikudaga : Kl. 81/4 e. h. Bibliusamtal. Laugardaga: Kl. ll.f. h Bænasamkorna og biblíulestur xit9 íS ytr Jfr Sjómenn ættu að muna eftir að liftryggja sig í Dan. Tryggingar i Dan eru ódýrastar og beztar. Skrifstofa félagsins er í F’ingholtsstræti 23. Rvík. BRÚKUÐ ÍSLENZK kaj FRiMERKI OG ^ BRÉFSPJÖLD ^ =% kaupir > D. ÖSTLUND. ^

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.