Frækorn


Frækorn - 05.07.1906, Side 5

Frækorn - 05.07.1906, Side 5
FRÆKORN sem hann finnur reíðubúinn, þegar hann kemur, og sá, sem með gleði lýkur upp fyrir honum. (Lúk. 12, 36. 40). Vinur minn var á gangi um götuna hérna um daginn, og var að hugsa um endurkomu drottins. Hann var að reykja vindil. Pá datt honum í hug spurningin: »Mundir þú vilja mæta Kristi nú, með þenna vindil í munninum? Hann svaraði einlæglega : »Nei, það mundi eg ekki geta.« Hann kastaði vindlinum í sorpið, og hefir ekki reykt vindil síðan. 7. Taktu engan þátt í þeirri skemt- un, sem getur orðið einhverjum að tjóni, enda þótt í smáum stíl sé, og þótt sjálfur þú hafir engan skaða þar af. Hugsum okkur t. d. að spila á spil. Líklegt er, að þúsundir manna hafi spilað á spil með aðgætni alla æfi, og því ekki beðið beint tjón að því, er hið andlega líf þeirra snerti fyrir þá skuld, en sá, sem hefir at- hugað þetta mál, veit, að spilin eru hin útvöldu vopn fjárhættuspilarans. Hann veit líka, að flestir, ef ekki allir lærðu fyrst að spila á spil með friði og sakleysi. Hann veit, að þegar sá, sem þykir gaman að spila á spil, er kominn út í heiminn, líður ekki á löngu, áður hann kemst í það að spila fjárhættuspil. Ef hann þá ekki léti tilleiðast, með þeim sem lokka hann, mundi hann verða í vanda staddur. Spil eru yfirleitt mjög hættu- leg og ísjárverð skemtun fyrir unga menn. Nærri má ganga að því vísu, að fyrir spilin leiðist menn út í að spila fjárhættuspil, sem eru eitt hið mesta mein nútímans. Með því að vera áhorfandi við spilaborðið, getur vaknað löngun hjá æskmanninum tii að leggja út á spilabrautina, sem að lokum getur orðið hættusöm leið — leið til þeirrar ógæfu, sem er oft og 213 löngum afleiðing fjárhættuspilanna. í þessu tilliti geta spilamennirnir ver- ið til ásteytingar og að einhverju leyti borið ábyrgð í þessu efni. Oæti eg nefnt nöfn allra þeirra, sem hafa beð- ið hamingjutjón af því að haía sezt við spilaborðið; gæti eg talið öll þau særðu hjörtu og lýst þeim kvölum, sem hafa þjáð hjörtu sorgmæddra mæðra; gæti eg sagt frá öllum sjálfs- morðunum í Monto Carlo og fleiri stöðum, — sem alt er afleiðing af því að menn leiddust út í fjárhættu- spil, - mundi sú verða afleiðingin, að allir alvarlega kristnir menn mundu hætta þeirri tælandi skemtun að spila á spil. Flestum eru aðrar skemtanir hent- ari en þær, sem hér eru nefndar, t. d. aílraunahreyfingar og aðrar skemtanir úti í hreinu lofti, skemtanir, sem styrkja og hressa sál og líkama. Ymsar líkamsæfingar og aflraunir úti í fersku lofti, eru einhver hin bezta vörn gegn siðferðisspillingu ungra manna. Lítið gagn muntu af því hafa að horfa á aflraunaleiki ann- ara, en rnikið af því að hreyfa þig sjálfur duglega í hreinu lofti. Heitið. Theodór Árnason þýddi. Framh. »Hvernig hefir þú farið með hann bróður þinn?« byrjaði faðir minn með alvarlegri röddu. »Eg hef ekkert gert honum, - svar- aði Rúðólfur, »en hann vildi ekki lofa okkur að leika okkur í friði.« »Hefirðu ekkert gert honum?« sagði faðir minn, »eg skal venja þig af skreytninni! Heldurðu að þú hafir leyfi til að misþyrma bróður þínum þegar þér gott þykir, og koma öllum

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.