Frækorn - 11.07.1906, Qupperneq 1
Merkir pislarvottar.
Framh.
III.
Hieronymus (Jerome) af Prag, fékk
viðurnefni sitt af bænum, sem hann var
fæddur í, milli áranna 1360—1370. Hann
lauk við nám sitt á háskólanum í Prag,
og ferðaðist síðan um mikinn hluta Norð-
urálfunnar. I París var honum gefin
meistara nafnbót, og í Oxford kyntist
hann ritum Wycliffes og þýddi mörg af
þeim á móðurmál
sitt Þegar hann
kom aftur frá Prag,
viðurkendi hann
opinberlega kenn-
ingu Wycliffes, og
hjálpaði Huss við
siðbótarverkið.
Þegar hinum síðar-
nefnda var stefnt,
kvaðst hann fús til að mæta líka fyrir kirkju-
ráðinu til að verja trú sína, og bað um
vegabréf frá keisaranum, en fékk það ekki.
Hann fór samt þangað, en á heimleiðinn1
var hann handtekinn og fluttur til Costniz’
og eftir aftöku Huss var honum ógnað
með sömu forlögum. í augnabliks þrek-
leysi afturkalíaði hann kenningu sína; en
er honum var slept, grét hann synd sína
og hélt aftur fast við kenningu sína, og
var því brendur 1416
IV.
William Tyndale var enskur guðfræð-
ingur, fæddur hér um bil 1484. Hann
fékk góða skólamentun í Cambridge og
Oxford. Hann aðhyltist kenningu sið-
bótarinnar, og vegna kostgæfni sinnar
og hæfilegleika til að halda henni fram,
þá vakti hann svo mikið hatur páfatrúar-
manna, að hann neyddist til að leita sér
hælis á Þýzkalandi. Það var skoðun
hans, að alþýða ætti að lesa ritninguna á
móðurmáli sínu; hann þýddi þess vegna
alt nýja testamentið á ensku, og þó gerð-
hindra útbreiðslu
þess, þá varð eft-
irsóknin eftir því
svo mikil, að það
voru prentaðar af
því 6 útgáfur. Jak-
ob konungur not-
aði líka þessa þýð-
ingu sem fyrir-
mynd og grund-
völl fyrir þýðingu
sinni, þótt hin fyrnefnda væri nokkuð
gamaldagslegri. Hann þýddi líka hinar
5 bækur Móses Fyrir þetta og önnur
siðbótaverk var hann tekinn höndum í
Antwerpen að undirlagi ensku stjórnar-
innar, og eftir 18 mánaða fangelsisvist
var hann kyrktur af böðlinum og þarnæst
brendur 1536.
»Hver, sem ekki elskar, þekkir ekki guð,
því guð er kærleikurinn.« 1. Jóh. 4, 8.
ar væru tilraunir að