Frækorn - 11.07.1906, Síða 4
220
FRÆKORN
heiðarlegur maður, þá ætti eg að minsta
kosti að vera viljugur til að hugsa um þetta,
eða finst yður það ekki ?■«
»Jú«.
»Viljið þér útskýra þetta fyrir mig?«
Og hinn frægi læknir varð nú sálna-
læknir, sat í nokkra daga saman með
manninum og sýndi honum í biblíunni
guðs veg til frelsunar. Hann sá Krist
sem sinn frelsara, fór að treysta honum,
og fór heim, frískur á sál og líkama, og
svaf framvegis vel, það sem eftir var
æfinnar.
-----------------
„K 'fi lclar clag ur i i m,
Hallelúja, heilsum glaðir
hvíldardagsins morgunstund.
Daginn gaf oss guð vor faðir,
göngum árla hans á fund.
Syngjum heilög lofsöngs-ljóð.
Lofum guð með hjaríans óð.
Hallelúja, heilsum glaðir
hvíldardagsins morgunstund.
Helgi dagur! Helgist drotni
hver þín stund í anda hans.
Aldrei herrans heiður þrotni,
hljómi vítt um bygðir lands.
Syngjum heilög lofsöngs-ljóð.
Lofum guð með hjartans óð.
Helgi dagur! Helgist drotni
hver þín stund í anda hans.
D. 0.
------*♦♦#>------
Hjálp við biblíurannsókn.
I. Guðs heilagi andi.
1. Hverju lofaði Jesús lærisvein-
um sínum, áður en hann fórtil himna?
Postgj. 1. 5.
2. Hvernig er uppfylling þessa
fyrirheitis lýst? Postgj. 2, 4.
3. Hvernig er er fyrirheitið nefnt
í Lúk. 24, 49? Sbr. Postgj. 1, 4.
4. Geta menn vitað, hvort þeir
séu skírðir með heilögum anda eða
eigi ? Lúk. 24, 49 Postgj. 19, 2. 6.
5. Er skírn heilags anda og end-
urtæðing eitt og hið sama? Lúk. 24,
49. Sbr. Jóh. 13, 10. Jak. 1, 18.
6. Hver er tilgangurinn með skírn
heilags anda? Postgj. 4, 31. 33.
7. Hvað fylgir ætíð skírn andans?
Postgj. 1, 8.
Spurningar og svör.
Sp. Hvernig á að skilja það, sem sagt
eríbiblíunni á ýmsum stöðum (Jónas-
arbók 3, 10. o. fl. st.), að >guð reiðist« ?
H.
Pess er fyrst að gæta, að guð er
óumbreytanlegur. Hjáhonumer»hvorki
umbreyting né umbreytingarskuggi.«
(Jak. 1, 17.) Vér mennirnir erum þar
á móti háðir valdi umbreytinganna,
og afstaða vor gagnvart guði breyt-
ist að því leyti, sem vér sjálfir breyt-
umst; þegar vér þjónum honum í
trú og hlýðni, þá hlýtur guð að sýna
oss blessun og velþóknun, en þegar
vér snúum frá honum með óhlýðni
og synd, hlýtur guðs framkoma gagn-
vart oss að verða önnur, ekki af því
að guð breytist, heldur af því að
hann í eðli sínu er hinn óumbreyt-
anlegi og heilagi guð, sem launar
hið góða, en hegnir hinu illa.
Orðið »iðrast« er auðvitað ófull-
komlegt eins og alt mannlegt mál —
til þess að lýsa eiginleikum guðs, enda
segir orðið: »Guð er ekki eins og
mannsins barn, að hann sjái sig um
hönd.« 4. Mós. 23, 19. »Ekki lýgur
heldur ísraels athvarf og iðrast ekki,
því hann erekki maður, að hann iðr-
ist.« 1. Sam. 15, 29.