Frækorn


Frækorn - 25.07.1906, Page 1

Frækorn - 25.07.1906, Page 1
TVEIR HEIMAR. Hver maður er sem ögnin smá í ómælandi geim, en þó í sjálfum sér hann á einn sjónum dulinn heim. Pótt skúradimmu skýin hér oft skyggi bjartan geim, hvað sakar það, ef sólskin er í sálarinnar heim? Rótt ofsastormur sveiíli sér um sæ og foldarhjúp, hvað sakar það, ef alkyrt er vort insta sálardjúp ? Pótt kuldinn ríki harður hér um haf, og land og sveit, hvað sakar það, ef önd vor er af eldi kærleiks heit ? Sigurbjörn Sveinsson. SÁÐ OG UPPSKERA. Getum vér uppskorið annað? en það, er höfum vér sáð? Eilífðin ein fær það sannað. — Er ei til réttur, sem náð? Styðjum að hreyfingu hverri, himins er ávinnur náð; ei verður uppskeran verri, ef hinu góða er sáð. Sigurbjörn Sveinson. Mcrkir píslarvottar. r **- •.. *.vr-T VII. John Brddford var fæddur snemma á stjórnarárum Hinriks 8. Hann var brátt mjög námfús, og byrjaði að nema lögfræði, en af því honum geðj- aðist betur að guðfræðinni, flutti hann á háskólann í Cambridge, og vegna ráðvendni sinnar og frábærra hæfileika fékk hann meistara nafnbót, áður en hann var búinn að vera þar árlangt. Litlu síðar varð hann hirð- prestur Játvarðar 6. og varð einn hinna þjóðkunnustu mótmælenda-prédikara í ríkinu. En eftir að María, sem var ramm-kaþólsk, komst til valda, var hann ásakaður fyrir villutrú, og sett-

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.