Frækorn - 25.07.1906, Side 3
FRÆKORN
239
alt fullkomnað. Enn fremur stendur
að hann hafi síðan tekið í hönd hon-
um og reist hann á fætur. Og hann
spratt upp og gekk um kring og lof-
aði guð. Regar fólkið kom saman,
sagði Pétur við það: »Jesús er sá,
sem hefir heilan gjört þenna, trúin á
hans nafn og trúin fyrir hann er það,
sem gaf hinum halta slíkan albata fyr-
ir allra yðar augum.« Rað eru eins
og tvö atriði í heilsugjöf þessari. Fyrst
gefur Pétur honum nafn Jesú, og
með því að veita því móttöku fær
hann kraft. Styrkleiki er honurn veitt-
ur, en hann hefir enn ekki notað sér
hann. Pegar Pétur tekur í hönd hans,
fær hann fulla heilsu, svo að hann
getur gengið og stokkið; en ef hann
hefði ekki tekið móti þeim styrkleika,
sem var honum heitinn fyrir Jesú
nafn, þá hefði hann aldrei komið hon-
um að neinum notum. Skilur þú nú
það, sem guðs orð kennir oss, að
þar sem vér séum komnir að Jesú
krossi, beri oss með þeirri athöfn, sem
oss er sjálfráð, að helga oss því líferni,
sem oss er boðið í upprisu hans?
Fyrir skírnina, til hans dauða, skuld-
bindum vér oss að lifa í hlýðni við
guðs orð fyrir þann kraft, sem guð
uppvakti Jesúm með frá dauðum.
»Eða vitið þér ekki, að vér, svo marg-
ir, sem skírðir erum til Jesú Krists,
vér erum skírðir til hans dauða? Vér
erum því greftraðir með honum fyrir
skírnina til dauðans, svo að eins og
Kristur uppreis frá dauðum fyrir dýrð
föðursins, svo eigum vér að ganga í
endurnýungu lífsins.« Skírnin er liins
fríviljuga manns hátíðlega vígsla til
Jesú, til aðdeyja liinu gamla fyrir hans
dauða, og fyrir hans upprisu að lifa
nýju lífi.
Fyrir skírnina höfum vér verið greftr-
aðir, til þess að vér mættum ganga
fram fyrir guð með hreinum samvizk-
um, til þess að vér skulum ekki einu
sinni vilja framar þekkja Krist eítir
holdinu, heldur Iifa nýju líferni, þjón-
andi guði í anda og sannleika, því
faðirinn leitar þeirra, sem þannig til-
biðja hann. Jóh. 4, 23. í skírninni
afhendi eg guði sjálfan mig, til þess
að fá í staðinn þann kraft, sem veitti
hinum halta manni styrkleika til að
ganga og stökkva.
En þegar Pétur segir: »Stattu upp«
þá tekur hinn halti á móti styrkleik-
anum og hann verður honum að
notum. Vér höfum fyrir skírnina ver-
ið greftraðir með Kristi. Engum er
meinað þetta sæla hlutskifti, heldur
er það réttur vor allra, að þar seni
hans nafni er úthelt yfir oss, eins og
ilmandi olíu, að skuldbinda oss til
nýs lífernis í hlýðni við guð. A hvíta-
sunnuhátíðinni segir Pétur við söfn-
uðinn: »Hver af yður láti skíra sig
til nafns Jesú Krists, til fyrirgefningar
syndanna. Pgb. 2, 38. Sjáið hér hina
sjálfráðu athöfn. Hve nær hefir þú
látið skíra þig til fyrirgefningar synda
þinna, sem þú öðlast við Jesú Kross?
Enn fremur stendur skrifað: »Pví
svo margir af yður, sem eruð skírðir
til Krists, þér hat'ið íklæðst Kristi.«
Qal. 3, 27. Hve nær hefir þú íklætt
þig Kristi fyrir skírnina? Enn heyrum
vér: »Fyrir hann eruð þér og um-
skornir þeirri umskurn, sem ekki er
með höndum gjörð, heldur. innifalin
í afleggingu syndum spiltrar náttúru,
það er, þér eruð umskornir með um-
skurn Krists, með því að þer eruð
með honum greftraðir í skírninni; í
honum, og með honum eruð þér og
upprisnir fyrir trúna á mátt guðs, er
uppvakti hann frá dauðum.« Kol. 2,
11 — 12. Mun nokkur geta orðið um-
skorinn áður en hann er í heiminn