Frækorn - 28.05.1907, Síða 2
158
FRÆKORN
egs fyrir landstjórnina til að kynna
sér ráðstafanir Norðmanna gegn holds-
veiki; bjó síðan holdsveikismálið í
hendur landstjórninni undir þingið
1897. Er öll holdsveikislöggjöf, skip-
un holdsveikraspítalans og stjórn gerð
með ráði hans. Síðan hefur hann
stöðugt verið ráðanautur landstjórnar-
innar um heilbrigðislöggjöf alla, og
meiri háttar heilbrigðisráðstafanir.
Hann er aðalhöfundur hinna núgild-
andi bólusetningarlaga (1901), laga
um varnir gegn því að næmar sóttir
berist til íslands (1902) og laga um
varnir gegn berklaveiki (1904). Hann
hefir samið fyrirmynd fyrir heilbrigð-
issamþyktum, sem stjórnin auglýsti,
og farið hefir verið eftir, alstaðar þar,
er heilbrigðissamþyktir eru komnar á,
og það er nú orðið allvíða um land.
Regar milliþinganefndin í sveitarstjórn-
ar- og fátækramálinu hafði ráðið það
með sér, að koma fram með tillögu
um það, að sett væri á stofn geð-
veikrahæli hér á landi, þá leitaði hún
aðstoðar hans, og bjó hann málið
að miklu leyti í hendur nefndinni. —
Fyrir nokkru hefir OddfellowféHgið
að tilhlutun hans gengist fyrir því að
stofnað er félag, allsherjarfélag, til
þess að koma upp heilsuhæli fyrir
berklaveiki.
í bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann
sæti í ó ár, frá 1900 til 1906. Á þeim
árum hóf hann baráttuna fyrir því að
fá vatnsveitu í bæinn. Fylgdi hann
því máli með miklu kappi, innan bæj-
arstjórnar og utan, bæði með ræðu
og riti. í fyrstu rnætti það mál all-
mikilli mótspyrnu, en nú er svo kom-
ið að sjálfsagt þykir að vatnsveitan
komist á, innan 2 — 3 ára. Hann átti
upptök að því, að farið var að mæla
bæinn og gera uppdrátt af honum,
til undirbúnings vatnsveitu, fráræslu
o. s. frv. Hann var ac) sjálfsögðu
aðalhöfundur heilbrigðissamþyktar fyr-
ir bæinn er út kom 1904.
Hannhetir um mörg ár verið templ-
ar, og öflugur fylgismaður bindindis-
málsins.
í tímarit og blöð hefir hann skrif-
að mikið, fyrst og fremst um heil-
brigðismál, bindindismál, og önnur
landsmál, og einnig um ýms önnur
mál, svo sem skáldskap; söng og
sport; má af þessu marka hve fjöl-
hæfur maðurinn er. Hann er mjög
vel máli farinn og ritar einkennilega
lipurt mál og hreint.
/. M.
Vitnið um Krist.
Jesús kom í heiminn til að frelsa synd-
uga menn, og opinbera þeim guðs óum-
ræðilega kærleika. Hann vissi vel hvað
það mundi kosta, en hann lét ekkert snúa
huga sínum frá þessu takma!"ki, ekki eitt
augnablik. Hið eina augnamið hans var
að framkvæma guðs vilja, sem hann hafði
ályktað áður en grundvöllur heimsins
var lagður. Jesús sagði: »F>ess vegna
elskar faðirinn mig að eg læt rritt líf svo
eg taki það aftur« »Eg þekki föðurinn
og faðirinn þekkir mig, og eg gef út líf-
ið fyrir sauðina. Pað er eins og hann
vildi segja.« Faðir minn elskar yður svo
mjög, að hann elskar mig jafnvel meira
fyrir það að eg gef líf mitt yður til frels-
unar. Fyrir þá fórn er vilji hans fram-
kvæmdur, lögmáli hans haldið uppi, og
guð getm verið réttlátur og um leið rétt-
lætandi þann sem trúir ájesúm.
betta er kærleikur, sem yfirgengur all-
an skilning. Getum vér annað en undr-
ast yfir, þegar við hugsum um ómælan-
legan ríkdóm Krists náðar. Jesús þekti
hæð og dýpt guðs kærleika, og hann var