Frækorn - 20.09.1907, Blaðsíða 1
Prestalaunalögin
urðu loks afgreidd frá þessu þingi. Og
eru þau lög óefað með merkustu afreks-
verkum þess.
Ekki treysti þingið sér til þess að að-
skilja ríki og kirkju, enda þótt raddirnar
um það séu orðnar allmargar og sterkar.
En ástandið í landinu hefir þótt svo
slæmt, að eitthvað yrði að gera. Og lög
þessi eru þó ærleg tiiraun til þess að
»setja nýja bót ágamaltfat«. Hve happa-
drjúg hún verður, mun timinn leiða í
Ijós.
Hér skulum vér mönnum til fróðleks
tilfæra það helsta úr lögum þessum, sem
væntanlega ganga í gildi 6. júní næsta
ár:
1. gr.
Hver sóknarprestur fær að byrjunarlaunum
1300 kr. á ári. Þegar hann er orðinn eldri
að embættisaldri en fullur þriðjungur sóknar-
presta landsins, fær hann í Iaun 1500 áári, og
þegar hann er orðinn eldri að embættisaldri en
fullir tveir þriðjungar sóknarpresta Iandsins,
fær hanti í laun 1700 kr. á ári.
2. gr.
Auk launa þeirra, sem ákveðin eru í 1. gr.,
fær dómkirkjupresturinn í Reykjavík 1200 kr.
á ári. bá fá og sóknarprestarnir í eftirtöldum
prestaköllum, fyrir erfiðleika sakir, árlega þá
aukaþóknun, sem nefnd er hér á eftir við
hvert þeirra-.
1. Hof í Voptiafirði . . . 150 kr.
2. Kirkjubær í Hróarstungu 200 -
3. Hof í Álftafirði . . . 200 —
4. Þykkvabæjarklaustur . . 150 -
5. Torfastaðir . . . . 200 —
6. Reynistaðir .... . 100 —
7. Reykholt . 150 -
8. Stafholt 200 —
9. Staðarhraun .... . 150 —
10. Staðarstaður .... . 200 -
11. Staðarhólsþing . . . 150 -
12. Staður á Reykjanesi . 200 -
13. Dýrafjörðtir .... 200 —
14. Vatnsfjörður .... 300 -
15. Vellir í Svarfaðardal . 200 -
16. Möðruvallaklustur . . 150 -
17. Laufás 200 -
18. Háls í Fnjóskadal . . 300 -
19. Skútustaðir .... 200 -
20. Skinnastaðir . • . . 300 —
Nú batnar eitthvert af nefndum prestköllum
að stórum mun aðyfirferð, vegna aukinna vega,
nýrra brúa, af því að bygð á útkjálkum Iegst
niður, eða að öðrum ástæðum, og getur land-
stjórnin þá, við næstu prestaskífti, flutt erfið-
leikauppbótina, með ráði biskups, yfir á annað
erfitt prestakall.
3. gr.
Auk launa þeirra, sem ákveðin eru í undan-
förnum greinum, ber hverjum presti borgun
fyrir aukaverk eftir gildandi Iögum, þó svo, að
borgun fyrir aukaverk í þarfir þurfamanna
greiðist úr sveitarsjóði. Presturinn innheimtir
sjálfur borgun fyrir aukaverk.
4. gr.
Ear sem presturinn hefir hingað td haft á-
kveðið prestssetur, heldur hann ábúðarrétt á
því framvegis.
5. gr.
Afgjald ertir prestssetrið, lóðargjald á landi
þess, arð af ítökum, er prestur notar sjálfur,
sem og prestsmötu, tekur liann, að svo miklu
leyti, sem gjöld þessi fara ekki fram úr laurr