Frækorn - 20.09.1907, Blaðsíða 2
286
FRÆKORN
um hans. samkv. 1. og 2. gr., undir sjálfum
sér, með því ákvæðisverði, sem sett er á gjöld I
þessí í matsgerð, er fari fram 10. hvert ár.
Um sóknartekjur hafa lögin þessi á-
kvæði:
12. gr.
Tíundir, offur, lausamannsgjald, lambsfóður
og dagsverk, er hingað til hefir átt að gjalda
sóknarpresti, skal sóknarnefndin innheimta í
hverri sókn, og ber því sóknarmönnum að
greiða gjöld þessi til hennar. Presti og hrepp-
stjóruin, og i kaupstöðum bæjarfógeta, er skylt
að láta sóknarnefnd í té þær skýrslur, er hún
þarf að halda á vegna innheimtunnar.
13. gr.
Ojalddagi á preststíundum, offri og lausa-
mannsgjaldi er 31. des. ár hvert. Sami gjald-
dagi er og á lainbsfóðri og dagsverki, sé það
eigi int af hendi í skileyri.
14. gr.
Heimilt er safnaðarmönnum að ákveða, á
lögmætum safnaðarfundi fyrir eitt ár í senn,
að koma skuli niðurjöfnunargjald í stað hinna
lögmætu sóknartekna. Sóknarnefndin jafnar
gjaldinu niður í október eftir reglum, er sam-
þyktar eru á lögmætum safnaðarfundi og stað-
festar af prófasti. Presti og hreppstjóra eða
bæjarfógeta í kaupstöðum erskylt aðlátasókn- \
arnefnd í té skýrslur þær, er hún þarf að nota
i því skyni.
Eindagi gjald þessa er 31. desbr. Heimilis-
ráðandi hver leggur gjaldið fram fyrir heimilis-
menn sína, en á rétt til endurgjalds hjá öðrum
en þeim, sem hann á fram að færa að lögum.
Gjaldi þessu fylgir lögtaksréttur.
15. gr.
Fyrir innheimtu á preststíundum, offrum og
lausamannsgjaldi fær sóknarnefndin 6°/0 af upp-
hæðinni, en fyrir innheimtu á lambsfóðrum og
dagsverkum fær hún 10°/0. Enda geri hún full
skil fyrir öllum sóknartekjunum, að frádregn-
um innheimtulaunum, með þvi verði, sem á-
kveðið er í verðlagsskrá.
Innheimtulaun af niðurjöfuunargjaldi er 6°/0.
Prestunum eru þessi lög líkast til
mjög kærkomin. Peir losna nú við
að vera »tollheimtumenn« launa sinna.
Oskiljanlegt virðist oss samt vera, hví
aukaverkaborgunin skyldi ekki vera
aftekin, því að ef nokkuð er leið-
inlegt og óvíðurkvæmilegt í ríkiskirkju-
löggjöfinni, þá er það aukaverkaborg-
unin. Prestur er þar gerður að kaup-
manni, og vörurnar, sem hann er lát-
inn selja, eru: Skírn, ferming, gifting
og greftranir.
Rað væri ætlandí, að einhverjum af
hinum háttvirtu löggjöfum hefði fund-
ist ástæða til að afnema þessa óhæfu,
en ekki ber á því.
Breytingin á launum presta er svo
mikil eftir þessum nýju lögum,aðvel
hefði mátt taka þetta atriði með; hægt
að launa prestunum svo, að þetta hetði
getað fallið niður, og skírn, ferming
og aðrar kirkjulegar athafnir hefði
orðið gjald-frjálsar.
Pað væri auðvitað það eina rétta.
Engum manni dettur það í hug, að
postular drottins hafi gefið reikning
fyrir skírn eða neitt annað af verkum
þeim, er þeir framkvæmdu. Pað er svo
langt frá því, að postular drottins vildu
reka slíka sölu á helgum athöfnum,
að einn peirra sagði við mann, er bauð
honum borgun fyrir eitt verk, sem
hann vildi fá gert: »Þrífist aldrei silf-
ur þétt né þú, fyrst þú hugsar, að
guðs gjöf fáist fyrir fé.« Postg. 8, 20.
Koma ekki þessi heilögu orð illa i
bága við lögin um aukaverk presta?
Skyldi ekki salan á þessum auka-
verkum vera ein orsökin í því, að svo
margir lítilsvirða hinar helgu athafnir,
sem þannig af kirkjumálalöggjöfinni
verða settar á bekk með almennum
verzlunarvörum?
Og er hún ekki eitthvað skyld
kaþólsku syndalausnarsölunni?
Hver, sem eyru hefir til að heyra,
hann heyri!