Frækorn


Frækorn - 07.11.1907, Side 2

Frækorn - 07.11.1907, Side 2
242 FRÆKORN „Bjarmi" 09 „biblian ein“. »Bjarmi« flytur 31. okt. grein um stefnuskifti séra Friðriks Bergmanns í til- liti til trúarinnar á innblástur biblíunnar. Ut af þessu segir svo blaðið þessi orð, sem vér viljum biðja alla lesendur vora að taka vel eftir: j>Mannleg skynsemi og vísindi hafa aldrei reynst áreiðanlegir leiðtogar í trúar- efnum. Orsökin til þess, að menn hafa stefnuskifti á þann hátt, sem hér er um að ræða, er jafnaðarlegast sú, að þeir falla frá þeirri trú, að biblían ein hafi úrskurðarvaldið í trúarefnum, og fá svo mannlegu hyggjuviti og samvizku það valdi í hendur að mikl,u eða öllu leyti. En þegar svo er komið, þá taka menn til að auka guðs heilaga orð eða skerða það eða vefengja það með ýmsu móti, og »sanna« það og það atriði trúarinnar »vísindalega«, eins og gang himintungl- anna eða annað þvíumlíkt. Rá láta þeir sér t. d. ekki lynda frásögn guðspjalla- mannanna um upprisu Krists, heldurleita þeir frétta af framliðnum um það atriði — á »vísindalegan hátt« og segjast þá fyrst trúa því. Og svo er um hvað annað. En samkvæmt guðs orði er þetta að villast frá trúnni og »vera ekki sannleik- anum trúr«. — Er nokkrum manni það ábyrgðarhluti, þó hann fylgi hiklaust orði guðs í heilagri ritningu? Hver sannur trúvarnarmaður á að fylgja orði guðs með allri djörfung, og láta það óhaggað standa, sem hann ekki skilur. Hann má ekki fara eftir því, hvort mönn- um kann að líka það betur eða ver eða láta hugfallast af því, að hann kunni fyr- ir það að týna áliti sínu sem vísinda- maður.« Biblían ein hefir úrskurðarvaldið í trú- arefnurm, segir Bjarmi. Blaðið hefir ekki sagt sannari orð. — En af því að vér viljum vera »sannleikan- um trúir í kærleika«, getutn vér ekki Iát- ið hjá líða að leggja nokkrar spurningar fyrir »Bjarma« og mælast til þess, að hann svari þeim: Ef »biblían ein hefir úrskurðarvaldið í trúarefnum*, hvernig stendur þá á því, að »Bjarmi« rígbindur sig við skilning og kenningar manna um ýms trúmál? (Sbr. inngangsorð »Bjarma«, 1. tbl.) Hvar stendur t. d. eitt einasta orð í heilagri ritningu um skírn ungbarna, sém »Bjarmi« heldur svo mjög upp á? Hver verður afstaða blaðsins til þessa máls ,ef »biblían ein« á að hafa >úrskurð- arvaldið« ? Eða til þess að taka annað dæmi: Hvar í heilagri ritningu er nokkurt boð, sem ! skipar helgihald sunnudagsins í stað sabb- i atsins? Hver verður afstaða »»Bjarma til þessa máls, ef »bib!ían ein« á að hafa »úr- j skurðarvaldið« ? j Vill ekki »Bjarmi« svo vel gera að gefa j fullnægjandi svarvið þessum spurningum? Út um land eru þúsundir manna, setn munu bíða eftir því svari. Annars skulum vér taka það fram, að fyrir þá, sem endilega vilja halda dauða- haldi í þjóðkirkjukenninguna, og hafa hana og ritninguna í heiðri undireins, er eflaust skynsamara frá mannlegu sjónar- miði séð að líta á ritninguna eins og séra Jón Helgason gerir: álíta, að margt í henni sé alls ekki guðs orð, þótt margt sé það. F*ví að þá gerir það ekkert til, að uppvíst verður, að - kirkjukenningin sé ekki í fullu samræmi við ritninguna; það er altaf hægt, að segja þá, að það í biblíunni, sem ekki kemur heim við kirkjukenninguna, sé alls ekki guðs orð. — Á þann hátt kemst maður allvel fram úr því.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.