Frækorn - 15.11.1907, Blaðsíða 4
352
FRÆKORN
vekja þá, sem sofa, dæma lifendur og dauða
á þann liátt, að liver og eíhn þá fái eftir þvi,
sem verk hans eru.
Huggun.
Svala hreldu hjarta
himna drottinn kær,
vonarblysið bjarta
.blUca J^t mér^næ^.
Þótt jelin dimm og drungaský
að dragi fyrir sól,
öll stjórn er herrans hendi í,
og hann er þjáðra skjól;
hans hjálp er næst, þá neyðin mest
og naprast sorgin sker;
haTin þekkir alt, er batar bezt,
alt bezt hann veit og sér.
Hann græðir sárin sollin, djúp,
hann sætir þrauta skál,
hann sviftir döprum harma hjúp,
hann húggar mædda sál;
hann þerrar tár af þrútnri kinn,
hann þíðir hjartans snjó,
hann kyrir hreldan huga minn
sVo hjartað finnur ró.
Scra tTiattb. 3ocbutnssott m $káid*
1‘ sögur 09 lffssKodanir.
ÍNorðurlandi lQ.okt. þ. á. ergrein eftir
séra Mgtlitías Jochumsson um Ólöf í
Ási, sA'ö/dsö^H-vanskapnaðinn hans
Guðmundar Frfðjónssonar, bók, sem
vér ekki nennum að rita ritdóm um,
svo ómerkileg í heild sinni sem hún
eru)., Séi;a Mqtthías leggur sig þó
niðiur við að líta á það ritsmíði og
dómur hans er skrifaður með óvenju- j
miklum skarpleika: Hanfi segir aðalgall-
ipn á bókinni, að hún sé af realista-
sjkoðuninni, runnin, en þá skoðun tel- i
ur hann mjög Svo hlutdrægaog rang-
I láta. Niðurlagsorð séra Matthíasar skulu
tilfærð hér. Pau eru sannarhga þess
i verð, að bæði bókasniiðir og bókaT
lesarar hugsi alvarlega um þau. Orð
séra Matt.híasar eru þes'si:
• Pað er ekki nóg að tfúá hvorki á
guð eða fjandann,< því að menn
steypa sér óðara einhverja gullkálfa í
staðinn og trúa á þá. Realistar hafa
átt sinn — eða máske heldur: líkneski
úr leir, það er hið misskilda mann-
eðli. Svörtu hliðar þess hafa þeir
sýnt og sungið um, en sjaldan um
hinar björtu. Þeir hafa ekki sparað
að sýna dýrið í mannkyninu, en guð-
dómsneista þess hafa þeir hvorki séð
né sýnt. Ástum karla og kvenna hafa
þeir margvíslega lýst, en sjaldan nógu
hreint og djúpt. Kærleikans kraft hafa
þeir að minsta kosti óvíða sýnt eða
kent, enda ekki heldur hina hæstu
mannkosti. Reirra veröid var heimur
bölsýnis-f>sna og ástríða fremur en
hugsjóna. Björnstjerne Björnson er
ef til vill hinn eini ríthofundur, sem
aldrei braut skip sitt tii fulls eftir að
hann stýrði inn í straumröst hinnar
nýju stefnu, frá ströndum hins róm-
anska skáldskapar.
Nú er víða hafin ný stefna með
dýpri og andlegri heims- og lífsskoð-
un og rneð miklu veigameiri trú á
manneðlið og betri hliðar þess, Sann-
ar fyrirmyndir karla og kvenna, sem
skáldsögur realista hafa skapað, má
telja á fingrum sér. Pá eru sex eða
sjö hinar beztu fornsögur vorar auð-
ugri af þeitn en sex sinnum sex hinna
nýjustu sagna og leikrita. Sjálfur H.
Ibsen gaf .oss ekki margar fyrirmynd-
ir manna og kvenna eftir það að hann
ritaði Brand og Pétur Gaut. Nei, geti
menn ekki trúað á skapara himins og
jarðar, verða þeir sem »skapa« vilja