Frækorn


Frækorn - 29.11.1907, Side 3

Frækorn - 29.11.1907, Side 3
FRÆKORN 367 verki Leo XIII. Til þess er munur- inn of gííurlegur. Pví að það, sem Leo vildi, það var að tileinka sér framþróunina. Pað, sem Pius vill, það er að stöðva hana. Sá munur er svo gífurlegur, að meðan hönd Leo stjórnaði, gæti svo farið, að hönd Píusar yrði — marin sundur. En svo mikið andlegt stríð er byrj- að, að ekki verður séð fyrir endann ; á því. Og augu millióna horfa á Róm.« I Pannig hefir þá Píus X. sýnt heim- inum, að hinn gamii kaþólski »andi j lifir æ hinn sami.« Miðaldaguðfræði j og skólaspeki eiga að setjast í hásæt- I ið aftur. Petta vekur auðvitað stríð innan ; kaþólsku kirkjunnar, og efasamt er ! það, að fjöldinn af yngri kaþólskum prestum beygi síg undir þetta ok. Sérlega mun það vera efasamt, hvað sjálfa Ítalíu snertir. Gæti nú þetta orðið til þess, að nýr Lúther vektist upp, þá væri mik- ið unnið. Hvernig verður Kristur vegsamaður? Pað er mikilsverð spurning. — Og nauðsynleg. — Pví öllum kemur eski saman um það. Blað eitt hér í bæ kemur nýlega með ýmsar hugleiðingar þessu við- víkjandi. Vér skulum snöggvast líta á þær. Blaðið heldur því frarn, að Kristur vegsamist ekki með því að neita gildi ungbarnaskírnarinnar. Hvers vegna neitar nokkur maður giídi ungbarnaskírnarinnar? Af þvi, að Kristur hefir ekki sagt eitt háift orð um það, að skíra eigi ungbörn. Af því að öll fyrirmæli og öll dæmi um skírn í heilagri ritningu gilda tvímælalaust skírn manna, sem hafa heyrt og tekið á móti fangaðarerind- inu. (»Sá, sem trúir ogverður skirður, mun hólpinn verða«, Mark, 16, 16.) Af þvi að Kristur segir: »Peirra dýrkan er til einskis með því að þeir kenna þá lærdóma, sem eru manna boðorð.« Matt. 15, 9. Af því að barnaskírn er óþörf, þar sem frelsarinn segir um óskirðu, sak- lausu börnin: Slíkum heyrir guðs ríki til.« »Slíkra er himnaríki.« Vegsamast nú ekki Kristux helst með því að trúa þeim orðum Krists eins og tíllum öðrum orðum hans? Annað atriði, sem blað þetta talar um, er sunnudagshelgihaldið. Peir sem ekki halda helgan sólardaginn, hafa ekki upprisu hans í heiðri, veg- sama ekki Krist, að ætlan blaðsins. Nú langar oss til að spyrja: Vegsamast ekki Kristur og hans upprisa bezt með því að fylgja því orði guðs, sem segir fyrir um ininn- ingu upprisunnar? Vér skulum benda mönnum og blaðinu á það heilaga orð: «Vér erum greftraðir með honum [Kristi fyrir skírnina ti! dauðans, svo að éins og Kristur uppreis fyrir dýrð föðursins, svo eigum vér að ganga í endurnýungu lífsins. Pví sé- um vér orðnir samgrónir likingu dauða hans, þá munum vér einnig verða (samgrónir líkingú) upprisu hans.« Róm. 6, 4. 5. Skírnin er samsvæmt þessum orð- um ímynd upprisu Krists. Petta verð- ur skiljanlegra með því að minnast nokkurra orða úr Hinni postullegu trúarjátningu eftir Lisco, sem er góð- ur viðurkendur lútherskur höfundur. Lisco segir á bls. 296:

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.