Frækorn


Frækorn - 29.11.1907, Qupperneq 6

Frækorn - 29.11.1907, Qupperneq 6
370 FRÆKORN »Frækorna« eða annars kristilegs blaðs hér í bænum til birtingar til- vitnun um það,> hvar það standi í heilagri ritningu, að sunnudagurinn eða hinn fyrsti dagur vikunnar eigi að halda heilagan í stað sabbatsdags- ins, sem skipaður var í tíu-laga-boð- orðunum. 2. Sá, sem samkvæmt framan greindu getur öðlast fé þetta, skal vera skuld- bundinn til að nota það á einhvern hátt til eflingar kristindóms á Islandi. Undirritaður ábyrgist, að sá, sem gerir framangreint tilboð, geti hvenær sem er greitt umrædda upphæð. Reykjavík 26. nóv. 1907. D. Östlund. Rctnínðinn á Krc$$inum 09 Dcemisagan um auðup manninn oa Eazarus. i. Einn af kaupendum »Frækorna« hefir sent mér fyrirspurn um skilning minn á þeim tveim atriðum, sem tekin eru fram í fyrirsögn þessarar greinar. Jesús segir við ræningjann: »1 dag skaltu vera með mér í Paradís.« Hvern- ig geta þessi orð samrýmst þeirri kenn- ingu, að framliðnir sofi til upprisunnar? Af þessu draga menn þá ályktun, að sál ræningjans hafi íarið með Jesú til himna þenna sama dag (langafrjádag). Rað er annars eftirtektarvert, að Jesús segir ekki eitt orð um sálina, ekki: »Sál þín mun vera með mér í Paradís,« held- ur: *Þú skalt vera með mér í Paradís.« Paradís er á himnum. Op. 2, 7. »Peim sem sigrar, mun eg gefa að eta af lífs- ins tré, því er stendur í aidingarði míns guðs.« Af Opinb. 22, 2. sjáum vér, að Paradís er í hinni nýju Jerúsalem á himn- um. Sama sést af 2. Kor. 12, 2. 4.: Paradís er á himnum, þar sem guð býr. Nú skulum vér sjá, að Jesús fór ekki til himna, eða til Paradísar þann dag, þegar hann dó. Prem dögum seinna segir hann við Maríu: »Snertu mig ekki, því enn þá er eg ekki uppstiginn tilföð- ur mins.« Jóh. 20, 17. En eftir þessu gat ekki ræninginn verið með Jesú í Paradís á langafrjádag. Hvað þýða þá þessi orð Jesú við ræn- ingjann? Erfiðleikinn að skilja þessi orð Jesú hverfur, þegar þess er gætt, að í frum- máti nýja testamentisins voru engin lestrar- merki, heldur varð sambandið að sýna, hver meiningin væri. — Orðin, sem hér er um að ræða, ættu samkvæmt ritn- ingunni í heild sinni að hljóða þannig: »Sannlega segi eg þér í dag: Pú skalt vera með mér í Paradís.* Orðin sem útlögð eru á íslenzku »skaltu vera,« eru þýðing á einu orði í frummálinu, svo röð þeirra kemur ekki til greina. Ræninginn bað: »Minstu mín, herra, þegar þú kemur i ríki þitt.♦ En það er á tilkomudegi Krists. Sbr. 2. Tim. 4, 1. Annars var full-eðlilegt, að Jesús skyldi leggja áherslu á það, hvaða dag hann mælti þessi orð. Verður það vel skilj- anlegt, þegar vér minnumst kringum- stæða Jesú þennan dag. Pað er, eins og hann segði: í dag hangi eg hér eins og yfirgefinn af guði og mönnum. Samt sem áður er eg guðssonur. Vegna mín getur þú öðlast eilíft líf — vegna fónar minnar i dag. í dag, á þessum degi segi eg : »Pú skalt vera með mér í Paradís.* Slíkur talsmáti er almennur í heilagri ritningu. — Sbr. 5. Mós. 30, 8. 11. 15. 18. o. fl. Næst skulum vér athuga dæmisöguna um auðuga manninn og Lazarus. Frh.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.