Frækorn - 30.04.1908, Page 1

Frækorn - 30.04.1908, Page 1
9. argangur. ReyKjavik $o. apríl 190$. 10. tölublað. MHýja guðfræðin.'* Enginti, semdrekkurgam- alt vín, vill undireins drekka nýtt vín, 'pví hann segir: hið gamla er betra. Lúk. 5, 39. Frh. Vér lofuðum í 8. tbl. »Fræ- korna« að fræða lesendur vora um, hvað hinn mikli postuli nýju »guðfræðinnar«, séra Campbell, segir um Krist og verk hans. Kristur er mikill í augum hans, en fjarstæðu álítur hann að trúa því, að hann sé guð í annari merkingu en alt og allir séu guð. (Samber áður tilfærð orð hans um guðdóminn.)! Kenning nýja testamentisins um Jesúm Krist álítur hann ekki óskeikula guðlega opinberun. Hann segir um það: »Nýja testamentið er aðeins fullyrðingar sumra góðra manna um Jesúm ogfagnaðarerindi hans við byrjun kristindómssögunnar.« »Skoðun Páls er aðeins skoð- Un Páls.« Það, sem öll kristnin um svo uiargar aldir hefir trúað á sem guðs orð, er aðeins »fullyrðing- ar* og »skoðanir« »góðramanna.« Hvernig líkar kristnum mönn- um slíkt tal ? Hér hjá oss hafa þó afneitunar-guðfræðingarnir hing- að til talað um nýja testament- ið á annan hátt. Nú ætla þeir sjálfsagt að gerast jafn djarfir og þessi enski prestur. Það er svo hámentað nú orðið, að japla eftir einhverjum enskum eða þýzkum afneitara, sem hefirfeng- ið eitthvert lærdómsorð á sig. Þegar menn eru búnir að rengja kenninguna um Krist, eins og nýja testamentið flytur hana, þá er lítið eftir: guðdómur Krists er farinn úr trú þeirra manna, friðþægingin er orðin hégómi í augum þeirra, og upprisan er orðin þjóðsaga. Campbell er ærlegur og ber- orður, miklu skárri en fjöldinn allur af þeim guðfræðingum nú- tímans, sem er að tæta sundur kristnu trúna. Flestir þeirra hika við að segja hreint og beint, hvað þeir vilja, og margir skilja heldur ekki sjálfir, hvert þeir stefna. Campbell þar á móti segir »hik- laust« frá sínum skoðunum. í einu atriði er hann samt taisvert gætinn. Það er, þegar hann tal- ar um upprisu Krists, Auðvit- að eru þeir lærdómar nýja testa- mentisins, umupprisuKrists.sam- kvæmt hans kenningakerfi líka aðeins »fullyrðingar« og »skoð- anir« nokkurra »góðra manna.« En hann kann einhvern veginn ekki við að segja það alveg bert, eins og svo margt annað, sem hann býður oss í bók sinni. Hér á eftir fylgir kafli um þetta efni frá Campbell, og getur hver, sem tekur eftir, áttað sig á, hver »trúin« hjá honum munivera: »Engin kenning viðvíkjandi upprisu Jesú er óhjákvæmilega nauðsynleg; aðalatriðið, sem mað- ur verður að kannast við, er það, að kristindómurinn hófst með þeirri trú, að höfundur hans væri upprisinn frá dauðum til þess að syna, að dauðinn gæti engan veginn eyðilagt það, sem væri guði verðugt. Samkvæmt þessari andlegu skoðun á mál- inu, verður himnaförin skiljan- leg; hún þýðir aðeins það, að líkamanum var slept, þegar Jes- ús hafði unnið það, sem hann þurfti að vinna. Það er enginn efi á því, að hinir fyrstu kristnu höfðu þá barnslegu hugmynd, að himininn væri staður fyrir

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.