Frækorn - 30.04.1908, Side 2

Frækorn - 30.04.1908, Side 2
68 FRÆKORN ofan skýin, sem líkaminn í raun- inni fór til, og Hades væri í undirheimi, og aó það væri stað urinn, sem andi Jesú hefði kom- ið frá, til þess hann gæti sam- einast líkamanum, áðuren Jesús færi upp til húss föðursins. Og greinilega talað, þá var það þetta, sem Páll kendi um það, en slík hugmynd er nú öllum ómögu- leg; hún var aðeins möguleg, meðan menn héldu, að jörðin væri miðpunktur alls, en þeirri skoðun eru menn fyrir löngu horfnir frá.« Campbell: The New Theology. Bls. 224 — 225. Oetur nú nokkur lifandi mað- ur, sem vill fylgja þessu, tekið undir sameiginlega trúarjátningu allra kristinna manna um upp- risu Jesú, og »upprisu holds- ins og eilíft lif«? Enginn, sem veit hvað hann segir, getur haldið því fram. Vér höfum tekið þessar til- vitnanir úr bók Campbells til þess að syna mönnum, að nyja guðfræðin og sannur kristin- dómur er og verður sitt hvað. Að taka nýju guðfræðinni feg- ins hendi er afneitun á Jesú Kristi hins nýja testamentis. Pað er að trúa öðru fagnaðarerindi heldur en því, sem postular drott- ins prédikuðu. Og þótt slíkt nýtt erindi sé kallað fagnaðar- erindi, þá er ekkert annað fagn- aðarerindi til, — þegar þeim lær- dómi er hafnað, sem »drottinn hóf fyrstur að kenna og sem síðar er staðfestur til vor kom- inn frá þeim, er hann heyrðu.« Heb. 2, 3. Gal. 1, 8. 9. . f\A. y\/—, IT' 'f/N'Y v\J\57 nýjar b«kurt Rikisréttindi íslands. Skjöl og skrif. Safnað hafa og samið Jóti Porkelsson og Einar Arnórsson. Reykjavík 1908. Sigurður Kristjánsson. Petta er einstaklega góð og merk bók. í hæsta máta vísinda- leg, en þó auðskilin hverjum rnanni, sem íslenzka tungu skilur. 1 þjóðmálaskrafinu, sem nú stendur yfir, er hún hið ágæt- asta heimildarrit, og af lestri henn- ar geta menn sjálfsagt auðgast meir, en af lestri um mörg ár á hinum pólitísku blöðum lands- ins. f þessari bók er maður laus við lygi og útúrsnúninga, en sögulegur sannleiki er þar lagður greinilega fram. Kostnaðarmaðurinn á miklar þakkir skyldar fyrir útgáfuna og ekki sízt fyrir það, hve ódýr hún er. Bókin kostar aðeins 1 kr. 50 au., en væri alls ekki dýr á 3 kr. Likamsmentun. Fýtt og samið hefir Helgi Valtýsson. 1908. Oott og nýtilegt kver, sem sýnir mikilvægi þess, að styrkja og stæla líkamann. Hið forn- kveðna: Mens sana in corpore sano (hraust sál í hraustum lík- ama) er einkunnarorð kversins. Ritbátturinn fjörugur og skemti- legur. Allir unglingar þurfa að eignast kverið og lesa það ræki- lega. Eausn frá valdi syndarinnar. F. B. Meyer. Frh. Lof sé guði. Vilji og framkvæmd er frá honum. Trúðu á hann, svo að hann gjöri fyrir þig það, sem þú getur ekki gjört sjálfur. Eg hefi fundið, að guð t'er þann- ig að: Hann sýnir mér yfirsjón mína í einhverju, og svo verð eg því fráhverfur, Og hvenær sem það ætlar að ásækja mig aftur, seg- ir andi guðs: »Pað kemur. Fel þig, fel þig í gljúfrinu.« Eg flýti mér alt hvað af tekur og fel mig. — Freistarinn finnur mig — í Kristi. Og ef eg hrasa, af því að eg treysti eigi, að hann geti varðveitt mig, þá kemur hann til vegar hrygð í mér, og því næst kemur hann til vegar syndajátningu. Pá er eg kom einn sunnudags- morgun í kirkjuna mína fyrir nokkr- um árum, þótti mér meðhjálparinn hafa farið rangt að einhverju, því að meðhjálparar eru (þó að þeir komi oft í kirkju) ekki lýtalausir. Eg reiddist. Messan átti að byrja tæpum stundarfjórðungi síðar. Sök- um þess, hvað eg var reiður, var eg eins fjarlægur guði og nokkur maður gat verið. Aðstoðarmenn mínir komu.allir til að biðja með mér, áður en eg ætlaði að messa. Eg vissi eigi, hvað eg átti að gjöra. Eg vissi, að eg hafði hrasað. Eg vissi, að eg mátti ekki prédika guðs orð, fyr en eg væri orðinn sáttur við manninn, því að ef einhver er ósáttur við bróður sinn, þá getur hann eigi verið í sátt við guð. Afstaða manns gagnvart guði fer eftir því, hvernig maður hann er. Eg hugsaði, að þeir mundu allir álíta mig brjálaðan, en eg hringdi, kallaði á meðhjálparann og sagði við hann: »Þér hefir farist mjög heimsku- lega — það get eg ekki afturkall- að; en það er engin afsökun fyrir mig, að eg reiddist. Fyrirgefðu mér.« Niðurlag naest.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.