Frækorn - 25.05.1908, Síða 4

Frækorn - 25.05.1908, Síða 4
92 FRÆKORN Faðir hanns hefir líklega dáið 1430. Fjórum árum síðar lög- sótti Gutenberg ættborg sína Mainz um 310 gyllini — talsvert fé á þeim tímum — og hann vann málið fyrir tilstilli bæjar- stjórnarinnar í Straszborg. Árið 1439 lenti Gutenberg í máli við einhvern Jíirgen Rrettán; þá er þess fyrst getið, að hann bjó yfir einhverju leyndarmáli. Borgin Aachen var þá talin helgi- staður og menn fóru þangað pílagrímsferðir, og sjöunda hvert ár fóru þangað stórir hópar af möiinum til að leita sér heilsu- bótar hjá helgiskrínum þeim og öðrum kraftaverkahlutum, er þar voru. í sambandi við pílagríms- ferðir þessar voru haldnar kaup- stefnur, þar sem alls konar varn- ingur var seldur; þar var fjörug verzlun. Gutenberg ætlaði þang- að um nýár 1438 til að selja dýrðlingamyndir, spil, spegla úr fægðum steinum og þess háttar. Menn kunnu þegar fyrir hans daga að skera myndir í tré með nafni fyrir neðan og taka eftir- mynd af plötunni, meira að segja að prenta bækur á sama hátt og afprentun er tekin af reikningum Og bréfum. Rað er enn til 30 ýmiskonar bækur frá því um 1400, eru þær til orðnar með því að taka eftirmynd af trétöflum; éngin bóka þessara er þó yfir 50 blaðsíður. Þrettán sá, sem áður er nefndur, hafði ásamt bróður sínum, er þá var látinn, verið í télagi með Gutenberg og lagt fram fé nokkurt, og efni kær- unnar var það, að Gutenberg ^kendi honum eigi alla list sína.« Meðan á málinu stóð kom það í Ijós, að Gutenberg »prentaði með þreyfanlegum stöfum«, og í mál- inu er hvað eftir annað talað um »prentpressu«. Hvorki dómar- inn né vitnin virðast hafa skilið það. En þrautin var unnin — prentlistin var fundin. Meðan Gutenberg dvaldi í Straszborg, átti hann heima í klaustrinu St. Arbogast. Árið 1444 varð hann að fara þaðan, því að stigamenn rændu klaustr- ið. Menn vita eigi, hvert hann fór, en árið 1448 bólar á honum í Mainz, var hann þá félítill, en vongóður og hugrakkur. Hann var nú kominn það á veg með prentlistina, að árið 1450 gat hann gengið í félag við efnað- an mann, Jóhann Fust (eða Faust), er lánaði honum 800 gyllini. Fust varð auk þess að borga 300 gyllini fyrir vinnu, húsaleigu, svertu, bókfell og pappír. Atvinnan gekk ekki ei.is vel og þeir höfðu búist við, og Gutenberg komst í meiri og meiri skuld við Fust. Hann höfðaði mál og tók prentsmiðjuna af Gutenberg. Fust og tengdason- ur hans, Pétur Schöffer, kunnu að gjöra sér mat úr hinni nýju uppgötvun. Þeir prentuðu latn- eskar bækur í arkarbroti með 42 línum á blaðsíðunni. Gutenberg hafði einhverjar leifar eftir af prentsmiðjunni og vann sér inn fé með því að selja biblíur með 36 línum á blaðsíðunni. En hann komst aftur í kröggur og varð að selja tæki sín í hendur ein- um prentara sinna er hét Her- mann Fister, og fór hann með þau til Bamberg. Dr. Konráð Homety, sem var staðarritari < Mainz, hjálpaði Gutenberg nú um fé til aó setja nýja prent- smiðju á fót, og þá gat hann (1460) lokið við Catholicon, sem var skrautleg bók í arkarbroti. Hann var nú mjög farinn að heilsu. Árið 1462 hófst deila um kjör- furstatignina i Mainz, og borg- in nu'sti einkaréttindi sín. í þeim óspektum voru hinar nýju prent- smiðjur skemdar; en það hafði það gott í för með sér, að læri- sveinar Gutenbergs urðu að fara þaðan og breiddu þekking sína út um önnur lönd. í elli sinni fékk Gutenberg eftirgjald af kirkjujörð einni til afnota, og í janúarmánuði 1465 flutti hann til hirðar kjörfurst- ans. Rar kéndi hann Bechter- munze bróður sínum list sína, en lifði ekki lengur en til ára- mótanna 1467 og 1468. Hinn mikli myndasmiður Al- bert Thorvaldsen bjó til líkneski af honum eftir andlitsmynd, sem var að sögn íík honum. Líkn- eskið stendur í Mainz. Lúther var fæddur hér um bil sextán árum eftir dauða Guten- bergs. Pað var ráðstöfun for- sjónarinnar, að prentlistin var fundin og alkunn orðin er hinn mikli siðbótarmaður hóf starf sitt. Biblíuþýðing hans útbreidd- ist fyrir leturgerðina í þúsund- um eintaka, og menn fengu aft- ur forna, upphaflega kristindóm- inn. List Gutenbergs hefir stutt afarmikið að því að efla alþýðu- mentunina; en henni er og mjög misbeitt, eins og öllum mann- legum gæðum. Hún vinnur eigi aðeins Ijósinu, heldur og myrkr- inu. fJað ríður á að nota hana rétt, til þess að hún geti orðið oss til blessunar. Pýtt.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.