Frækorn - 25.05.1908, Síða 5
FfcÆkORN
Jffkidltið oblýnittnar.
Faðir einn sagði syni sínuin þessa
sögu, svo hún skyldi verða honum
til viðvörunar. Frásagan er um
hina sorglegu reynslu hans af því
hann fyrirleit kærleik og áminning-
ar móður sinnar:
Móðir mm^var svo hrygg, af því
alt, sem hún hafðisagtviðmigleitekki
út fyrir að hafa haft nokkur áhrif
á mig. Flún stóð upp og héit heim-
leiðis og eg fylgdist með kippkorn
á eftir. Hún talaði ekki til nu'n
meira, fyr en við vorum komin
heim að húsinu.
Rá sagði hún: «Nú er kominn
tími til að ganga í skóla, sonur
minn, og eg bið þig enn þá einu
sinni að hugsa umþaðsemeghefsagt.
»Eg geng ekki í skóla« svaraði eg.
Hún leit út fyrir að vera hissa
yfir ósvifni minni, en sagði ákveðið:
»Jú, þú munt vissulega gauga í
skóla, Alfreð! Eg býð þér það.«
»Eg vil það ekki«, sagði eg.
»Eitt af tvennu hlýtur að verða,
Alfreð — annaðhvort verður þú
strax að ganga í skóla, eða eg læsi
þig inni á herberginu þínu og læt
þig vera þar þangað til þú lofar
mér skilyrðislausri hlýðni framvegis.«
»Reyndu það bara, þú getur ekki
fengið mig upp stigann«, sagði eg.
»Alfreð, kjóstu nú«, sagði móðir
mín um leið og hún lagði hendina
ofan á handlegginn á mér. Hún var
titrandi og náföl.
»Ef þú snertir mig þá sparka
eS í þ'g*, æpt' eg bálreiður.
Oúð veit aðegvissiekkihvaðegsagði.
»Viltu hlýða, Alfreð?«
»Nei«, svaraði eg, en eg óttað-
ist þó augna tillit hennar.
»Komdu þá«, sagði hún, og tók
fast í handlegginn á mér. Eg lyfti
upp fætinum — ó, eg lyfti fætinum
og sparkaði hana, mína elskuðu
tuóður. Ó, eg fæ verk í höfuðið,
þegar eg hugsa um hið grimdar-
tulla athæfi mitt. Eg sparkaði veik-
feldri konu — henni móður minni.
Hún hröklaðist nokkur fet aftur á
bak og studdist upp við vegginn.
Hún leit ekki á mig. »Ó, himn-
eski faðir«, kalliði hún, »fyrirgefðu
honum, hann veit ekki hvað hann
gjörir.« Garðyrkjumaðurinn gekk
framhjá í sama bili, og þegar hann
?á hversu móðir mín leit föl og
máttfarin út, þá kom hann inn.
»Farðu með drenginn upp í her-
bergið hans og læstu hann inni,«
sagði hún og sneri sér burt frá mér.
Augnatillit hennar bar vott um hina
dýpstu sorg og innilegasta kær-
leika, bar vott um óumræðilegar
kvalir kramins hjarta.
Rétt á eftir var eg sem fangi inni
í mínu eigin herbergi, fyrst var eg
að hugsa um, að kasta mér út um
gluggann; en eg fann að eg varhrædd-
urviðdauðann. Eg varekki iðrandi. Af
og til varð hjarta mitt auðmjúkt, en
þrjóskan fékk strax yfirhönd. Hið föla
andlit móðir minnarstóð mérsífelt fyr-
ir hugskotssjónum. Eg kastaði mér í
rúmið og sofnaði. í rökkrinu heyrði
eg fótatak sem nálgaðist hurðina.
Rað var systir mín.
»Hvað á eg að segja mömmu frá
þér?« spurði hún.
»Ekkert«, svaraði eg.
»Ó, Alferð, gjörðu það mín vegna,
vegna hennar mömmu og þín sjálfs,
segðu að þú sért hryggur, liana
langar til að fyrirgefa þér.«
Eg vildi ekki svara, en heyrði þegar
hún gekk burtu og kastaði mér upp í
rúmið, og hafði óskemtilega nótt.
Eg heyrði fótatak aftur, það var
hljóðara og hægra, en systur minn-
ar, svo var kallað: »Alfreð sonur
minn, á egaðkomainn?* spurðihún.
Eg veit ekki hvaða áhrif það voru,
sem á þessu augnabliki komu mér
til að tala orð, sem voru alveg gagn-
stæð tiifinningum mínum. Hin vin-
93
gjarnlegu orð móðurminnar, jirengdu
sér inn í hjara mitt og bræddu ís-
inn þar, og mig langaði til að hlaupa
upp um hálsinn á henni, en eg gjörði
það ekki. Eg skrökvaði í raun og
veru þegar eg sagðist ekki vera
hryggur. Eg heyrði þegar hún gekk
burt, og hvernig hún stundi. Mig
langaði til að kalla á hana aftur, en
gjörði það ekki.
Eg vaknaði af órólegum svefni,
við það, að heyra kallað á mig óg
systir mín stóð viðhliðmér: »Stattu
upp, Alfreð, fiýttu þér; stattu upp og
komdu með mér mammaer að deyja.«
Mér fanst, sem mig væri að
dreyma, en stóð þó upp og fylgd-
ist þó með systur minni. Móðir
mín lá þar í rúminu hvít eins og
marmari. Hún var í öllum fötum.
Hún hafði Iagt sig upp í i úmið til
að hvílast, en er hún stóð upp
aftur og kom að herberginu mínu,
varð hún gripin af hjartaslagi, svo
það varð að bera hana inn á her-
bergið sitt.
Eg get ekki lýst sálarangist minni
þegar eg sá hana, og sorg mín
varð tífalt beiskari við að hugsa
um það, að hún mundi aldrei fá
að vita um tilfinningar mínar. Eg
skoðaði sjálfan mig sem morðingja
hennar. Eg kastaði mér í rúmið
við hliðina á henni, eg gat ekki
grátið; hjartað brann í n ér, höf-
uðið verkjaði eins og það ætlaði
að springa. Alt í einu hreyfði
móðir mín hendina og opnaði aug
un. Hún var komin til meðvit-
undar aftur, en gat ekki talað. Eg
gat ekki skilið orð hennar.
»Móðir mín! inöðirmín!« hróp-
aði eg; »segðu einungis að þú
fyrirgefir mér!«
Hún gat ekki sagt mér það með
vörunum, en hún þrýsti hönd minni.
Hún leit á mig, hóf hinar hvítu,
grönnu hendur sínar og tók hend-
ur mínar og lyfti upp augum sín-
um. Varir hennar hreyfðust í bæn
og þannig dó hún. Eg lá á hnján-
um við hlið hennar þangað til syst-
ir mín tók mig burtu. Oll æsku-