Frækorn - 25.05.1908, Side 8
96
FRÆKORN
Ucíúvmis
á Ítalíu hefir einnig verið all
»órólegur« nú undanfarið.
Tnnlendar rréttlr.
n^r wélarbátur,
sem »Hrólfurc<heitir, kom hing-
að fyrir skömmu frá Noregi,
smíðaöur fyrir þá séra Olaf
Stephensen í Skildinganesi, Odd
Gíslason málaflutningsmann, Sig-
urð Jónsson í Görðum, Þorst.
Sveinsson skipstjóra, Rórarinn
Asnórsson í Skildinganesi og
Hrólf Jakobsson, sem er lormað-
ur bátsins.
Báturinn er 45 fct á lengd,
með 24 tonna lestarúmi og 20
h. a. >Norröna«-vél. Skriðhrað-
inn 7 mílur á vöku. Báturinn
er úr eik, vel bygður og fagur
að sjá. Hann var 8 daga á leið-
inni hingað frá Noregi, notaði
vélaraflið í 3 daga, en annars segl.
Vel er látið af bátnum til sigl-
inga og eins af vélinni, en hún
er söinu tegundar og þær vélar,
semhr. O. Ellingsen skipasmíða-
mestari selur hér.
Bátnrinn á að stunda þorsk-
veiðar með netum. Rær hafa
til þessa verið stundaðar hér
iunan nesja og í grunnum sjó.
En þ :ssi bátur á að geta stund-
að mtaveiðina á djúpmiðum og
byrjai liann að því leyti á nýjung
hér í fiskiveiðunum. Skipstjór-
inn liefir í vetur sem leið dvalið
í Lófót í Noregi til þess að
kynrri sér veiðiaðferðina hjáNorð-
mönnum. Einnig hafa eigend-
urnir látið mann þann, sem vél-
inni á að stjórna, dvelja í Nor-
egi um tíma til þess að læra
rétta meðferð á henni. Ætlunin
er, að bátnum sé haldið til veiða
alt árið og er hann vátrygður í
Noregi.
Séra Ólafur Stephensen valdi
bæði bátinn og vélina eftir fyrir-
myndum, er hann sá á Björg-
vinarsýningunni í fyrra.
SkipstMtid.
13.þ.m. sökkgufuskipiðReykja-
vík, er átti að halda uppi í sum-
ar strandferðum á Breiðafirði, fyr-
ir framan Skógarnes á Mýrum.
Menn björguðust, en flutningur
allur torst, ogvar það skaði mik-
ill, því flest var óvátrygt.
Sæliur^
til sölu í afgreiðslu »Frækorna«
Reykjavík.
Opinberun Jesú Krists. Hclstu spádómar
Opinberunarbókarinnar útlagðir samkvæmt guðs
orði og mannkynssögunni Eftir J. Q. Matteson
224 bls í stóru 8 bl. bioti. Margar myndir.
I skrautbandi kt. 2,50. Heft kr. 1,75.
Spádómar frelsarans og uppfyling þeirra
simkvæmt ritningunni og mannkynssögunni.
Eftir J. Q. Matteson. 200 bls. í stóru 8 bl.
broti. Margar myndir. I skrautb. 2,50.
Andatrúin oí? andaheimurinn eða lífið
og dauðinn Eftir Emil J. Aahrén. Með myndum
af helstu foisprökkum andatrúarinnar, svo sem
Margaret og Kate Fox, madame Blavatsky,
mr. Peters. E. d’Esperance, Karaðja prinsessa o.
fl, - 166 bls, Innb. 2 kr. Heft kr, 1,50.
Vegrurinn til Krists» Eftir E. G, While.
159 bls, Innb. í skrautb. Verð: ) ,50.
Endurkoma Jesú Kriats. Eftir James
White. 31 bls. Heft, Verð: 0,15,
Hvíldardajsur drottins o* helsrihald
hans fyr 05? nú. 1 ftir David 0stlund.
31 bls. I kápu, Verð: 0,25.
Verði Ijós os? hvíldardaarurjnn. Eftir
David 0stlund. b8 bls. Heft. Verð: 0,25.
Hverju vér trúum. Eftir David Cstlund
16 bls, Heft. Verð: 0,10.
Lútherskur ríkiskirkjuprestur um
skírnina og hjálp við biblíurannsókn. 12
bls. 5 au.
Ferðaminningrar frá Þýzkalandi, Sviss og
Englamli eftir Guðm. Magnússon. Með 28 mynd-
um. 200 bls. í skrautbandi 3 kr. Heft 2 kr.
Ljóðmæli eftir Matth. Jochumsson. I-V bindi.
Hvert bindi er um 300 bls, Verð pr. bindi:
Heft 2 kr. I skrautbandi 3 kr.
Æfiminning: Matth. Jochumssonar. Heft 1 kr.
Bóndinn. Eflir A. Hovden. Kvæðabálkur.
Matth. Jochumsson íslcnzkaði. Heft kr. 1,50.
Rímur af Hálfdáni Brönufóstra. Heft
kr. 0,75
Nýa testamentíð. Vasaútgáfa. Heft kr. 0,50.
Alkoholspörjrsmaalet eftir Dr. polit. !
Matti Helenius. I bandi 4 kr,
Franiantaldar bækur senrtast hvert á land sem
vill án hækkunar fyrir burðaigjald, sé andvirði
þeirra fyrirfram sent til afgrei slu Frækorna í ■
peningabréfi, póstávísun eða í óbrúkuðum íslenzk- |
um fiínie kji m. Pöntun grciðlega afgreidd, hvort |
sem hún sé stór eða lítil.
Afgreiðsla ..Frœkorna," Reykjavík.
Jón öamalíelson
frá Votmí'Ia
Druknaður 2. april 1908.
Fú, vinur, fórst að heinrin hress,
og hýra kvaddir brúði,
þú vissir ekki von til þess,
og víst hún ei því trúði,
að dauðinn stæði dyrnar við,
svo djarft til áhlaups bninn,
í síðsta skifti sáusf |>ið-
til sjóar ferð var km'in.
En guð var sá sem vissi vel,
að var þín æfi þrotin,
því honum lytur líf og hel,
og lukku geislabrotin,
hann hafði skeiðvöll haslað þér
í hafsins köldu bárum.
Lar forðar enginn feigur sér,
sem fjörs er lokið árum.
Og kvíðalaust þú gekst á gnoð,
með guð í hjartans stafni,
þú trúðir hans á styrk og stoð
og stjórn, í Jesú nafni,
en hér var komin hinsta stund.
Þar heljar aldan dynur
af brimsins föllum sollið sund,
þig svalg, minn kæri vinur!
En herrans náð þér nálæg var,
og nú hvað bezt þín gætti.
í bylgjum hafs og helneyðar,
þér helgur engill mætti,
hann fiutti þig til frelsarans
í friðarljómann skíra,
af guðdóms vinarheilsun hans
þú hreptir sælu dýra.
Fú stiltur, ljúfur, vinsæll varst,
og vildir gleðja alla,
því margar dygðir með þér barst
en minsta lyndisgalla,
eg minnist þín með þakklátt geð,
er þig minn andi kveður,
og Ijóssins englum lif nú með,
hvar lífið nýtt þig gleður.
Fig blessi guð um eilíf ár,
og alla vmi þína,
hann grseði þeirra sorgarsár,
er sömum dýrgrip týna,
en aðeins lítil er það stund,
sem oss um söknuð dreymir,
við seinni tima feginsfund
það finst, er drottinn geymir.
Kveðja frá vini.
Ljómandi falleg íbúð til leigu.
D. Östlund ávísar.
rPÆI/DRW *<osta hérá landi 1 kr. 50 au. um
rn/tl\Unii áriö. í Vesturheimi 60 cent. —
Úrsögn skiifleg; ógild, nema komin sé til útg
fyrir 1. okt. enda sé ursegjandi skuldlaus við blaðið.
Qjalddagi 1. okt.
Prentsmiðja „Frækorna".