Frækorn - 27.11.1908, Blaðsíða 3

Frækorn - 27.11.1908, Blaðsíða 3
FRÆKORN ur, ef það annars er leyfilegt að kalla hann mann; því að hann gjörði undraverk; hann kendi þeim, sem vildu veita sannleik- anum móttöku með gleði. Hann safnaði um sig mörgum, bæði Gyðingum og heiðingjum. . . . Regar Pílatus samkvæmt vilja höfðingja vorra hafðilátið kross- festa hann, héldu þó þeir, sem elskuðu hann, kærleika sínum til hans og þeim birtist hann á þriðja degi, samkvæmt hinum helgu orðum spámannanna, sem höfðu sagt þetta og þúsund önnur undrunarfull atriði fyrir um hann.« Josefus, 18. bók, 3. kap., 3. gr. Tilgangur minn hefir verió að sýna fram á, að kraftaverk eru óaðskiljanleg frá kristindóminum og ritningunni; að engin ástæða er fyrir því að neita þeirra; að kristindómurinn hlýtur að standa eða falla með þeim; að ritning- in staðfestir sögulégan sannleika þeirra, og að sagan sjálf ber vitni um þennan sannleika. Eg ætla að enda með að segja, að kristindómurinn sjálfurerhið mesta kraftaverk. Fyrir rúmlega hundruð árum tók frakkneskur heimspekingur, að nafni Lareveillére-Lepaux, upp á því að stofna nýtt trúarbragða- félag er átti að koma í staðinn fyrir kristindóminn. En það gekk illa. Sagt er, að hann hafi snúið sér til hins mikla stjórn- málagarps Talleyrand og kvart- aði yfir, hve illa sér gengi. Talleyrand svaraði: »Pað furðar mig alls ekki, að tilraunir yðar hafa ekki tékist betur en þetta. Pað er engan veginn eins auðvelt og þér ætlið, að innleiða ný trúarbrögð; en eg gef gefið yður gott ráð; reyn- ið þér það, og sjáið svo, hvern- ig yður gengur.« »Hvaðerþað? Hvaðerþað?« spurði Lepaux óþolinmóður. »Pað skal eg segja yður«, svar- aði Talleyrand. »Byrjið þér að gera kraftaverk, lækna allskonar sjúkdóma, reka út illa anda, uppvekja dauða, farið svo og látið krossfesta yður og síðan greftra og rísið loks upp frá dauðum á þriðja degi. Gjörið þér alt þetta, hefi eg góðar von ir um, að yður takist að návilja yðar að því er snertir hin nýju trúarbrögð yðar«. Héimspekingurinn gekk hugs- andi heim til sín. Vantrúnni hefir enn ekki tekist neitt af þessu; en Jesús Kristur gjörði kraftaverk, dó og reis upp, og frá honum stafar sá almættis- kraftur guðs, sem öll saga kristn- innar ber svo voldugt vitni um.« Og svo er enn eitt: Kristnin hefir séð í undraverkum ritning- arinnar annað æðra: Einmitt af því, að drottinn gerir undraverk í liinum sýnilega heimi, getur hann gjört hin andlegu undraverk: frelsað oss frá synd og dauða. Matt. 9, 1—7 sýnir þetta: »Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru þér fyrirgefnar; eða að segja: Statt upp og gakk?« Syndin ereins áreiðanlega sjúk- dómur og limafallssýki eða hver annar sjúkdómur. Jesús gerði það kraftaverk að, lækna|menn sem, voru sjúkir á líkamanum. Og hann getur lífgað hina dauðu, þá sem í syndum eru dauðir,>^af því að heimurinn hefir séð hann vekja 211 hina dauðu. Upprisa Jesú ér orðin fullvissa ekki einasta fyrir líkamlegri upprisu vorri á efsta degi, heldur líka upprisu vorri með honum nú. líií Oð Þér effir. »Með þínu ráði muntu leiða mig, og þar eftir upptaka mig til dýrðar.« Sálm._73, 24. Dag eftir dag og ár eftir ár hvíl- ir trú mín á guðs vizku og kær- leika, og þess vegna mun hún ekki verða til skammar. Ekkert orð hans hefir nokkurn tíma brugðist, og eg er viss um, ekkert þeirra mun falla til jarðar. Eg gef mig í hans hönd; hann mun leiða mig. Eg veit ekki, hvaða veg eg á að velja. Drottinn mun sjálfur velja mér veg. Eg þarf til- sögn og ráðlegging; því skyldur mínar eru margvíslegar, og staða mín vandasöm. Eg vil leita drott- ins eins og æðsti presturinn. Eg reiði mig meira á guðs óskeikulu handleiðslu, heldur en á mína eig- in dómgreind eða ráð vina minna. Pú, minn himneski faðir, munt leiða mig. Tíminn er innan skamms liðinn. Enn þá fáein ár, og eg mun yfir- gefa heiminn og fara til föðursins. En drottinn mun _standa hjá mér á dauðastundinni. Hann mun mæta mér við hlið himinsins. Hann mun bjóða mig velkominn til dýrðarinn- ar lands. Eg mun ekki vera sem gestur á himnumj’minn eigin faðir og guð mun taka í hönd mér og leiða mig inn á hið eilífa^sælunn- ar land. Dýrð sé honum, sem vill leiða mig hér, og síðan upptaka mig til dýrðar. S.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.