Frækorn - 27.11.1908, Page 4

Frækorn - 27.11.1908, Page 4
212 GrúaráRðfíKtormiir virðist vera að blása upp hér í Reykjavík óg ef til vill fara víða um Iand líka. 10. þ. m. flutti »Reykjavík« all- snarpa árás á andatrúna hér, hélt fram hiklaust, að svik væru í frammi höfð, vísvitandi svik. — »Lögrétta« tók í sama strenginn. Vítti mjög framferði þeirra öndunga. Andatrúar-félagið komst mjög við af þessu og hélt fund með sér. Sumir meðlimir þess vildu höfða mál, en aðalmennirnir fengu aft- rað því — af ástæðum, sem ekki þarf að Iýsa frekar. Eina vörnin var vottorð 18 manna úr félaginu (sem þó telur um 80 meðlimi alls) um það, að þeir hefðu eingra svika orðið varir hjá miðlinum Indriða Indriðasyni. Auk þess voru greinar frá Einari Hjör- ieifssyni um málið, þar sem öllum sökum var neitað. Nú 24. þ. m. kom svo »Reykja- vík« aftur með mjög svo svæsna grein. Eru þar bornar enn verri sakir á andatrúarmenn og beinlínis skorað á þá að hreinsa sig af þeim, ef þeir geta. Neitun þeirra á sögunni um Pórð f Hala er þar fyrir borð borin og skírskotað til vitna, og skýringar Björns um meiðsli, sem sagt var að hefði átt sér stað á andatrúar- samkomu, og af honum (B. J.) haldið fram að hefði átt sér stað í húsum hans heima, — er nú sögð vera vísvitandi ósannindi hjá Birni Jónssyni. Margt er þessu líkt í »Reykjavik«. Hún endar grein síha með þess- um orðum: »R.vík skal ekki linna fyrenflett er ofan af svikum andaloddaranna Einars og Indriða. Peir segja FRÆKORN báðir, að kuklið sé yfirnattúrlegs eðl- is, en hljóta báðir að vita að það er ósatt, og taka þð fé af fólki fyrir. En þetta eru svik. Viti þeir sig saklausa og ætlist þeir til að nokkur heilbrigður maður trúi þéim, þá verða þeir eitt af tvennu, annaðhvort að bjóða vantrúarmönnum til þess að rann- saka allar þeirra gjörðir eða þá höfða mál móti þeim, sem bera jafn þungar sakir og svik á þá. »R.vík« tekur með gleði móti slíku máli. Hún bíður þess með óþreyju.« F*eir eru víst margir, sem bíða þess með »Reykjavík,» að mennirnir hreinsi sig af þessum voðalegu áburðum. Geri þeir það ekki, mun almenningur ekki geta álitið, að þeir virði sóma sinn að nokkru. Málstaður þeirra gæti sjálfsagt grætt stórlega mikið, ef þeir gætu hreinsað sig af þessu, og ættu þeir ekki að kynoka sér við því, þar sem Einar Hjörleifsson í fyrirlestri Sínum á sunnudaginn var tók það fram, að í Rochester í Ameríku hefðu þrjár nefndir verið skipaðar til að rannsaka spíritista-fyrirbrigði þar, og hefðu allar nefndirnar þar orðið að bera vitni með spiritism- anum. En í stað þess að kveina um »ofsóknir«, ættu þeir menn að treysta svo málstað sínum, að þeir létu menn rannsaka málið hispurs- laust. En þeir, sem þekkja mennina bezt, fullyrða, að ekki vilji þeir andatrúarmennirnir gera neitt í til- efni af þessum sakargiftum, heldur munu þeir halda áfram að væla um misrétti, sem þeim hefir verið beitt. En þessi »harmagrátur« þeirra er ekkert annað en tilræði við um- ræðufrelsi manna. Par sem dreg- ið er úr því frelsi, kemur annað verra óhjákvæmilega í staðinn: æs- ingar og órói hjá mönnum. Nálæg framtíð mun sýna, hvernig fer hér hjá oss. fioia$Miki Uknuð. f hinu enska vikublaði s. d. adyentista, Review and Herald, 22. okt. þ. á., er frásaga, sem greinileega sýnir, að tími undr- anna er enn eigi liðinn: í Austur-Bengalíu á Indlandi lifir gamall maður að nafni Sadhan Chandra Sircar, sem var lækn- aður af holdsveiki fyrir rúmlega þrjátíu árum. Frá barnsaldri hafði hann liðið af þessum óttalega sjúkdómi. í mörg ár — hér um bil hálfa öld — hafði hann beð- ið til allra guða Indverja um frelsi frá veikinni, en ekkeit gagn varð að því. Einn dag kom trúboði til hans, sagði honum frá sönnum og lifandi guði og gaf honum eitt eintak af Matteusar guðspjalli. Hann fór að lesa, og þá sá hann í bók þessari, að Jesú læknaði holdsveika menn. Hann byrjaði að biðja Jesúm, og í þrjá daga báðu Indverjinn og trúboðinn um lækning. Guð heyrði bæn þeirra, og hann varð heilbrigður. í þrjátíu ár hefir hann staðið sem lifandi vottur um máttjesú til að lækna holdsveika. Fyrir hér um bil einu ári með- tók Sadhan Chandra Sircar rit á móðurmáli sínu um hvíldardag drottins. Ritið hét »Kristur óg hvíldardagurinn«. Rar sá hann, að hinn sami Jesús, sem læknaði sig holdsveikan, hélt sjöunda dag vikunnar sem hvíldardag, og svo fór hann að halda hann heilagan líka.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.