Frækorn - 27.01.1909, Blaðsíða 2

Frækorn - 27.01.1909, Blaðsíða 2
2 FRÆKORN Þegar vér lesum guðs orð, hugs- um vér oft, að það sé talað til einhvers annars manns, en ekki til vor sérstaklega. Og nú, meðan vér lesnm bréfið til Korintuborgar- manna, verður oss að hugsa, að þessi orð séu töluð einungis til mannanna í Korintu. En það er ekki rétt. Vér lesum, að orðin eigi við fleiri en Korintumenn: »ásamt öllum þeim, hvar helst sem þeir eru, sem ákalla nafn Jesú Krists, vors og þeirra drottins.* Satt er það, að þetta bréf er skrifað tfl safnaðarins í Korintu, en það er líka satt, að það sé skrifað til vor hér á íslandi, til vor, sem erum komnir samati á þessari stundu til þess að »ákalla nafn drottins.« Séum vér meðal þeirra, þá er oss einnig óskað »náðar og friðar af guð;«! Látum oss þá meðtaka þessa kveðju sem guðs orð, svo að vér verðum hlut- takandi í blessuninni, sem felst í henni! Pessi orð eru í gildi nú í dag engu síður en þegar þau fyrst voru skrifuö. Páll postuli hefir skrifað þau, en samt sem áður eru þau guðs orð. Guðs heilagi andi talar í þeim. Orðið — hið heilaga orð, sem vér höfum í þessari bók — er orðið hold og býr hjá oss, »fult náðar og sannleika«, talandi af því það er lifandi, lifandi eftir »krafti óendanlegs lífs«, lifandi nú á þess- ari stundu. »Orð drottins varirað eilífu« Lofaður sé guð fyrir það! Guðs orð er ekki einungis lif- andi. Pað er einnig kröftugt. Vér lesum í Hebreabréfinu að »guðs orð er llfandi og kröftugt«, og að drottinn stjórnar »öllu n eð orði síns máttar«. Heb. 4, 12; 1, 3. Já, þetta orð er almáttugt. Pegar drottinn skapaði himin og jðrð, svo gjörði hann þetta verk fyrir sitt orð. »Hann talaði og það varð; hann bauð, þá stóð það þar.« Pað gleður niig að hugleiða þenna saunleika. Eg gleðst af því, að þessi orð, sem vér erum komn- ir saman til að heyra, eru »Iíf, andi og sannleikur* og að þau hafa kraft í för með sér til að gefa oss það, sem þau vitna um. Pess vegna eru þessi orð langt um meira en vanaleg orð eða vanalegar óskir. Oss er mjög ánægjulegt að með- taka óskir frá vinum vorum. Á jólunum og við önnur hátíð- leg tækifæri eru margar hamingju- óskir í té látnar bæði skriflega og munnlega. Og það er gott. En oft hef eg hugsað með sjálf- um mér: Hve mikið geta allar þessar óskir áorkað? Vera má að eg gæti glatt ein- hvern eitt augnablik, með óskum mínum. En það er alt og sumt. Eg óska til dæmis vini mínum góðrar heilsu, eða að hann verði ríkur og hafi alt, sem hann þarfn- ast. Eg bý óskir mínar í þann fegursta búning, sem eg megna, og sendi þær til hans. En hversu mikið megna eg sjálfur að gjöra af því, sem eg óska? — Eg mun svara: Alls ekk ert! En hér, kæru vinir, er ein ósk, sem hefir mátt í för með sér. Hún kemur frá vorum himneska föður, og um hann lesum vér , að hann »framkvæmir vilja síns.« alt eftir ráði Og í bréfinu til Ef. 3, 20. 2 1. lesum vér, að hann »megnar að gjöra fram yfir það, sem vér biðjum eða skynjum.* I sannleika: Locaður sé guð og faðir vor fyrir alla hans náð! Og náð hans er fyrir alla. Orðið segir, að »guðs náð hefir birst sáluhjálpleg öllum mönnum.« Orsökin, hvers vegna náðin sé fyrir alla, er hinn alvarlegi sann- leikur, að allir hafa syndgað og hafa skort á guðs dýrð.« Róm. 3, 23. Hér er ekki einn einasti, sem ekki hefir syndgað á móti guði, en eg er ekki kominn hingað til þess að dæma þig fyrir það. Það er hræðilegt að syndga á móti guði, en lofaður sé guð, hann elskar syndarana, elskar þá með eilífri elsku. Náð hans er óendanleg! Pegar Móses bað: »Lát mig sjá þína dýrð« — þá svaraði drottinn: »Eg vil láta allan minn fegurðar- Ijóma líða íram hjá þér.« »Þá steig drottinn niður í skýi, staðnæmdist þá hjá honum, og nefndi nafn drottins. Síðan gekk drottinn fram fyrir hans augsyn og kallaði: »Drottinn, drottinn, misk- unnsamur og líknsamur guð, þol- inmóður og gæzkuríkur og trú- fastur, sem auðsýnir gæzku í þús- " und liðu og fyrirgefur misgjörðir, afbrot og syndir.« Pannig er vor guð. Hann hefir »unun af því að vera miskunsam- ur.« Hann v i 11 einnig sýna sig fyrir þíuu andlega auga á þessari stuudu, sem »miskunsamur og líknsamur guð, þolinmóðnr, gæzkuríkur og trúfastur.« Gefi guð, að vér megum læra að þekkja hann á þenna hátt. Davíð, hið Ijúfmælta sálmaskáld Hebrea, segir um náð drottins í 103. sálmi sínum: »Miskunnsamur og náðugur er

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.