Frækorn - 27.01.1909, Side 7

Frækorn - 27.01.1909, Side 7
FRÆKORN 7 Og þegar þú hlýtur þá hamingjustund, að hér þekkist vínbölið eigi, mun heimurinn stara' á þig, stórfrœga grund, sem stjörnu í byrjanda degi. — Og eigir þú kyngöfgis-orðstir að ná, og afbragð með þjóðunum vera, hvort munn’ ekki niðjarnir þakka oss þá, og þvi, sem vér reyndum að gera? IV. Cinsörtgur, karlmannsrödd. Sannleikans uð hefir veitt oss að verki, vald hans og afl hefir fylgt þessu merki. Vera hans eilífðar-einkennin ber, alt mun það sigra, sem helgar hann sér. Trúin er voldug. — Þann veika hún styður, veg fram til guðs sins hún andanum ryður; kveikjandi eld, þar sem krafta er fált, kallandi' af himni hinn sigranda mátt. V. Jíiðurlags-san söngur. Þú litla þjóð, sem stundar mikið starf, ver sterk og örugg, hátt þitt enni ber! Þú veist það sjálf svo vel, hvað gera þarf og veist, hve margt i köldum rústum er. Og þegar sveit vor atdarfjórðungs arf til eignarhalds og vaxta felur þér þá mundu vel, að verðmœtt er það pund og var að safnast marga þunga stund. 25 ára afmæli Goodtcmplara- reglunnar á íslandi. 10 þ. m. mintust Good- templarar í Reykjavík 25 ára af- mælis reglunnar. — Gengu þeir í skrúðgöngu frá Goodtemplara- húsinu kl. 2 e. h. um allar aðal- götur bæjarins, og voru horn- leikar í fararbroddi. — Báru templarar fána, og voru skrýdd- ir einkennum sínum. — Námu þeir síðan staðar hjá dómkirkj- unni, og hófst guðþjónustugjörð kl. 3 e. h. — Sté Haraldur prestaskólakennari Nílsson í stól- inn, og talaði um Goodtemplar- regluna, og starfsemi hennar hér á landi síðastl. 25 ár. — Templ- arar höfðu og boðið ýmsum bæjarbúum, að vera við guð- þjónustugjörðina, og var dóm- kirkjan alskipuð fólki. Kl. 6 e. h. heldu Templarar samkomu í Goodtemplarahús- inu. — Þar flutti stórtemplar Rórður J. Thoroddsen ræðu, og las upp samfagnaðarskeyti, er borust höfðu frá konungi, ráð- herra, frá stórstúku Dana, stór- stúku Svía o. fl. — Fríkirkju- prestur Ólafur Ólafsson mælti fyrir minni íslands, én Guðm. læknir Björnsson fyrir minni Goodtemplarareglunnar, og á eftir ræðu hans voru sungin gullfalleg »hátíðaljóð«, kvæða- flokkur í 5 köflum, eftir Guðm. Magnússon, sem birtist á öðr- um stað í þessu blaði, og hafði Sigfús Einarsson, söngfræðing- ur, samið lag við Ijóðin, og stýrði hann sjálfur söngnum. — Síðar um kvöldið las Guðm. skáld Magnússon upp kafla úr óprentaðri skáldsögu eftir sig, en Stefán Runólfsson las upp þýdda sögu, og ungfrú Elín Matthíasar- dóttir söng nokkur sönglög. Kl. 10 um kvöldið hófst sam- sæti á Hótel ísiand, og tóku um 100 manna þátt í því. — Voru þar ýmsar ræður fiuttar, og kvæði suigið eftir Guðm. skáld Guðmjndsson á ísafirði, oghafði Árna Thorsteinsson samið lag við það. — Samsætið stóð til kl. 3 um nóttina. Skemtun var og haldinn í Bárubúð, er stóð langt fram á nótt. Símskeyti bárust stórstúku Is- lands frá.mýmörgum félögum og stúkum. Hátíð þessi hefir verið haldin mjög víða um land. — Goodtemplarar hafa fulla ástæðu til þess að fagna hinum mikla sigur, sem þeir hafa unn- ið á aldarfjórðungi þeim, sem Reglan hefir átt hértilveru. At- kvæðagreiðslan 10. sept.’08 sýn- ir það bezt, að þeir hafa gjör- breytt skoðun almennings á vín- nautninni, og nú bíður mikill meiri hluti þjóðarinnar eftir al- gerðum bannlögum.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.