Frækorn - 22.07.1909, Blaðsíða 5
FRÆKOKN
Hcgðun einstaklingsins.
(Úr Fjallkonunni.)
Eg sé að brennivínsfélagið, sem
svo er kallað (ekki að ástæðulausu)
segir í þessu ávarpi, sem það hefir
gefið út:
»Vér teljum það skerðingu á
persónulegu frelsi manna, að setja
lagabann um það, er aðeins varðar
hegðun einstaklingsins«.
Eg kannast við að þess orð séu
í sjálfu sér sönn; en aftur á móti
verð eg að mótmæla því harðlega,
að þau geti átt við aðflutnings-
bannið. Eg viðurkermi það aldrei,
að það varði að eins hegðun ein-
staklingsins, hvort menn drekki vín
eða ekki. Eg hefi svo oft og
átakanlega séð það og reynt, að
það varðar líka heilsu og líf og
velferð fjölda margra sem aldrei
drekka vín. Og eg skal sanna mál
mitt, þó að hamingjan megi nú vita,
hvort eg get gert það tneð þeirri
stillingu sem eg vildi, af því að mér
er svo gramt í geði við þessar
brennvínsvambir, sem nú æila að
eyðileggja vonir mínar um endalok
áfengisbölvunarinnar á Islandi, og
mér ofbýður svo hræsnin og öfug-
mælin í ávarpi þeirra, þó að enginn
þurfi nú raunar að koma það á
óvart úr þeirri átt.
Eg átti fyrir mörgum árum heima
uppi í sveit. F*á var það einu sinni
um hávetur f verstu harðindunum,
að elsti drengurinn minn veiktist
hættulega. Við sendum viunumann-
inn eftir lækninum, sem átti lieima
hálfa dagleið frá okkur. Hann var
ekki heima þegar maðurinn kom;
var í heimboði hjá sýslumannin-
um. Maðurinn fór þangað og bar
upp erindið. Sýslumaður og læknir
sátu við spil óg púnsdrykkju. Lækn-
irinn afsagði að fara eitt fet, og
sýslumaðurinnafsagði að sleppa hon-
um. Sendimaðurinn lenti í orða-
kasti við þá og dró víst ekki af
sér. Sýslumaðurinn rak hann út og
settist við spilin aftur með lækninum.
Rá gerði sendimaðurinn það, sem
margur hefði látið ógert í hans spor-
um. Hann brá sér á næsta bæ
og fékk þar með sér tvo menn heim
til sýslumannsinns, gekk til stofu
með þá og bað þá vera votta að
því, sem þar færi fram. Síðan
spurði hann læknirinn, hvort hann
kannaðist við að hafa neitað að koma
með sér til sjúklings Honum varð
ógreitt um svarið. Sýslumaðurinn
ætlaði að fara að hreyta ónotum í
sendimann, en hann spurði þá yfir-
valdið, hvort hann kannaðist ekki
við að hafa hvatt læknirinn til að
hafa gert skyldu og rekið sig út fyrir
það eitt að hann var að vitja læknis
í lífsnauðsyn. Það stóð á svarinu
hjá sýslunranni líka. En eftir þetta
fór að losna um læknirinn. Að
skilnaði stakk sýslumaður flösku í
vasa hans og sagði að honum veitti
víst ekki af að Inta sér á henni á
leiðinni; he .............. »pakkið«
ætti ekki að geta fagnað yfir því,
að hann# dræpist úti í kuldar.um.
Undir háttatíma um kvöldið eftir
komu þeir. F’á var búið úr flösk-
unni og nieira til; læknirinn varð að
koma við á öðrum hverjum bæ
seinni hluta dagsins til þess að biðja
um hressingu til að halda á sér
liita. F*að varð að leiða hann inn,
þegar hann kom loksins; og þó að
drengurinn væri kominn í andlátið,
að því er virtist, þá gat eg ómögu-
lega þolað að læknirinn kæmi nálægt
honum, svona á sig kominn. Eg
lokaði herberginu okkar svoað hann
léti drenginn í friði; lét síðan flóa
nýmjólk ofan í læknirinn; maðurinn
minn afklæddi hann, eins og barn,
121
og svo létum við hann sofna. — Eg
vakti yfir drengnum mínm þá nótt
— það var þriðja nóttin sem eg
gerði það. Mig syfjaði ekki þessa
nótt; kvalir barnsins míns Vi.ru sárari
en svo, að mig hefði getað syfjað,
þó ekkert hefði bæzt við til að
halda mér vakandi. Hefði drengur-
inn dáið þá, eins og eg bjóst við á
hverju augnabliki, þá veit eg ekki
hvað eg hefði gert. Eg veit aðeins
það, áð lækuirinn hefði þá ekki
sofið í mínum húsum það sem eftir
var næturinnar, hefði eg fengið að
ráða nokkru. — Við vöktum hann
með morgninum, og gekk það ekki
þrautalaust. F’egar hann var búinn
að líta á drenginn, með stírurnar í
augunum, sagði hann ekki annað
én þetta: »Eg hefi ekkert hér að
gera, eins og eg vissi. F*að er uní
seinan. F’ið hafið trassað að sækja
mig þangað tii það var orðið of
seint.«
Eg liirði ekki um að skýra frá
öllu því, sem eg sagði á eftir. Eg
veit að eg lét tilfinningarnar hiaupa
með mig í gönur þá. Eg atyrti
læknirinn fyrir drykkjuskap og em-
bætíisvanrækslu. Hann sagði það
kæmi sér við, en engum öðrum,
hvað hann létiofanísig. (F*að »varðar
að eins hegðun einstaklingsins«,
mundi hann segja núna). Og þá
orgaði eg inn í eyrað á honum,
að þetta gæti engion sagt í alvöru,
nema sá sem væri mannhundur og
úrþvætti. F*au orð hefi eg ekki
afturkaliað enn, og býst ekki við
að gera það hér eftir.
Drengnum nu'num batnaði; en
það var ekki lækninum að þakka.
Það \ar kominn annar læknir í
héraðið tólf árum seinna .Honum
þótti líka góður sopinn. Hann var
sóttur á tvö heimili í nágrenni við
okkur þá um Jónsmessuna; það hafði